11% eða ekki 11%? Vésteinn Valgarðsson skrifar 25. október 2016 00:00 Kári Stefánsson krefst þess, og tæpir 90.000 Íslendingar með honum, að 11% vergrar landsframleiðslu verði varið í heilbrigðiskerfið. Nú skal ég síðastur manna mótmæla stórauknum framlögum til heilbrigðiskerfisins. En þessi tala er ekki heilög án fyrirvara. Í Bandaríkjunum getur efnaðra fólk keypt sér bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. Fátækt fólk fær ömurlega heilbrigðisþjónustu. Er það vegna þess að of litlum peningum sé varið í kerfið? Árið 2014 eyddu Bandaríkjamenn um 17% vergrar landframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Mun meira en Íslendingar. Með mun verri árangri. Munurinn liggur í rekstrinum. Í Bandaríkjunum er heilbrigðisþjónustan að mjög miklu leyti einkarekin og í gróðaskyni. Einkarekstur er eins og sníkill á kerfinu. Að auka framlögin er eins og að éta meira og meira, þótt maður sé með bandorm. Það er eins og að hella meira og meira í kerald sem aldrei fyllist, því botninn er suður í Borgarfirði. Já, auðvitað þarf að stórauka framlög til heilbrigðismála. En það þarf líka að tryggja að þeir peningar fari í að bæta heilsu fólks en ekki í að skapa gróða fyrir einkarekin heilbrigðisfyrirtæki. Sjúkratryggingar Íslands voru stofnaðar 2008. Tilgangur þeirra er að auðvelda markaðsvæðingu íslenska heilbrigðiskerfisins. Það gera þær með því að borga þeim sem framkvæmir aðgerðina. Það þýðir að aðgerðir einkarekinna læknastofa eru borgaðar úr sama vasanum og borgar aðgerðir á t.d. Landspítalanum. Þótt þær séu dýrari. Og þótt þær séu unnar af sömu læknunum. Þetta fyrirkomulag grefur m.ö.o. undan Landspítalanum. Tekur frá honum bæði peninga og vinnutíma sérfræðilækna, sem láta nægja að vera í hlutastarfi á spítalanum en vinna á arðbærari, einkarekinni stofu þess á milli. Það þarf að stoppa í þetta gat um leið og framlögin eru aukin. Það þarf að leggja Sjúkratrygginar Íslands niður. Aukum framlög til heilbrigðiskerfisins og aukum gagnið sem þau framlög gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Kári Stefánsson krefst þess, og tæpir 90.000 Íslendingar með honum, að 11% vergrar landsframleiðslu verði varið í heilbrigðiskerfið. Nú skal ég síðastur manna mótmæla stórauknum framlögum til heilbrigðiskerfisins. En þessi tala er ekki heilög án fyrirvara. Í Bandaríkjunum getur efnaðra fólk keypt sér bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. Fátækt fólk fær ömurlega heilbrigðisþjónustu. Er það vegna þess að of litlum peningum sé varið í kerfið? Árið 2014 eyddu Bandaríkjamenn um 17% vergrar landframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Mun meira en Íslendingar. Með mun verri árangri. Munurinn liggur í rekstrinum. Í Bandaríkjunum er heilbrigðisþjónustan að mjög miklu leyti einkarekin og í gróðaskyni. Einkarekstur er eins og sníkill á kerfinu. Að auka framlögin er eins og að éta meira og meira, þótt maður sé með bandorm. Það er eins og að hella meira og meira í kerald sem aldrei fyllist, því botninn er suður í Borgarfirði. Já, auðvitað þarf að stórauka framlög til heilbrigðismála. En það þarf líka að tryggja að þeir peningar fari í að bæta heilsu fólks en ekki í að skapa gróða fyrir einkarekin heilbrigðisfyrirtæki. Sjúkratryggingar Íslands voru stofnaðar 2008. Tilgangur þeirra er að auðvelda markaðsvæðingu íslenska heilbrigðiskerfisins. Það gera þær með því að borga þeim sem framkvæmir aðgerðina. Það þýðir að aðgerðir einkarekinna læknastofa eru borgaðar úr sama vasanum og borgar aðgerðir á t.d. Landspítalanum. Þótt þær séu dýrari. Og þótt þær séu unnar af sömu læknunum. Þetta fyrirkomulag grefur m.ö.o. undan Landspítalanum. Tekur frá honum bæði peninga og vinnutíma sérfræðilækna, sem láta nægja að vera í hlutastarfi á spítalanum en vinna á arðbærari, einkarekinni stofu þess á milli. Það þarf að stoppa í þetta gat um leið og framlögin eru aukin. Það þarf að leggja Sjúkratrygginar Íslands niður. Aukum framlög til heilbrigðiskerfisins og aukum gagnið sem þau framlög gera.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun