Kaupum ekki köttinn í sekknum Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Flestir stjórnmálamenn gefa kosningaloforð. Það er eðlilegur hluti kosningabaráttu og gefur kjósendum mynd af stefnu og forgangsröðun ólíkra flokka. Aftur á móti er engum greiði gerður með innstæðulausum eða vanhugsuðum loforðum. Stjórnmálaöfl með slík loforð í farteskinu standa frammi fyrir tveimur afleitum kostum. Annars vegar geta þau brugðist væntingum kjósenda og sleppt því að standa við gefin loforð. Hins vegar geta þau staðið við þau með neikvæðum afleiðingum fyrir efnahagslegan stöðugleika og lífskjör.Langur loforðalisti Viðskiptaráð hefur tekið saman kostnað ríkisins vegna helstu loforða sem lögð hafa verið fram. Þar má nefna gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, hækkun framlaga til heilbrigðismála í 11% af landsframleiðslu, hækkun lágmarkslífeyrisgreiðslna í 300.000 krónur á mánuði, tvöföldun barnabóta, stóraukin framlög til byggingar leiguíbúða og gjaldfrjálsa tannlæknaþjónustu fyrir alla. Samanlagður kostnaður vegna þessara loforða liggur nærri 200 milljörðum króna á ári. Hækkun af því tagi jafngildir um 30% aukningu heildarútgjalda ríkisins. Flestum er ljóst að efnahagsleg áhrif slíkrar breytingar væru neikvæð. Það á enn frekar við með hliðsjón af ýmsum áskorunum sem nú þegar skapa útgjaldaþrýsting til bæði skemmri og lengri tíma, s.s. innviðauppbyggingu, öldrun þjóðarinnar og lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Rekstur hins opinbera snýst um forgangsröðun og raunsæi. Það er óheiðarlegt gagnvart kjósendum að leggja fram loforð sem ekki verður unnt að standa við. Allir eru sammála um að hér eigi að bjóða upp á sterkt velferðarkerfi og góða grunnþjónustu hins opinbera. Rekstur kerfanna þarf þó að rúmast innan hagkerfisins sem stendur undir þeim.Tökum ekki lífskjör að láni Um þessar mundir eru uppgangstímar í efnahagslífinu. Hagvöxtur er kröftugur, atvinnuleysi er lágt og kaupmáttur hefur aukist mikið. Skuldir ríkissjóðs hafa jafnframt lækkað hratt, einkum vegna mikillar tekjuaukningar og stöðugleikaframlags úr slitabúum föllnu bankanna. Flest bendir til áframhaldandi vaxtar á næstu árum og við slíkar kringumstæður er freistnivandi stjórnmálanna mikill. Íslendingar hafa of oft brennt sig á því að nýta ekki góðu tímana til að skapa borð fyrir báru. Árið 2015 námu heildarskuldir hins opinbera 2.200 milljörðum og vaxtagreiðslur af lánum voru um 100 milljarðar króna. Þannig fóru meiri fjármunir í vexti en sem nemur heildarframlögum ríkisins til mennta- og samgöngumála. Með niðurgreiðslu skulda myndi þessi upphæð lækka hratt. Svigrúmið má nýta til að efla þjónustu hins opinbera og skapa hagfelldara skattaumhverfi. Það eiga allir að spyrna fæti við óábyrgum loforðum stjórnmálamanna. Ef ekki er staðið við þau flokkast þau undir blekkingar. Ef staðið er við óskynsamleg loforð ganga núverandi kynslóðir á hagsmuni þeirra sem taka við. Í stað þess að taka lífskjör að láni ættum við að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Það er rétta leiðin fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Flestir stjórnmálamenn gefa kosningaloforð. Það er eðlilegur hluti kosningabaráttu og gefur kjósendum mynd af stefnu og forgangsröðun ólíkra flokka. Aftur á móti er engum greiði gerður með innstæðulausum eða vanhugsuðum loforðum. Stjórnmálaöfl með slík loforð í farteskinu standa frammi fyrir tveimur afleitum kostum. Annars vegar geta þau brugðist væntingum kjósenda og sleppt því að standa við gefin loforð. Hins vegar geta þau staðið við þau með neikvæðum afleiðingum fyrir efnahagslegan stöðugleika og lífskjör.Langur loforðalisti Viðskiptaráð hefur tekið saman kostnað ríkisins vegna helstu loforða sem lögð hafa verið fram. Þar má nefna gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, hækkun framlaga til heilbrigðismála í 11% af landsframleiðslu, hækkun lágmarkslífeyrisgreiðslna í 300.000 krónur á mánuði, tvöföldun barnabóta, stóraukin framlög til byggingar leiguíbúða og gjaldfrjálsa tannlæknaþjónustu fyrir alla. Samanlagður kostnaður vegna þessara loforða liggur nærri 200 milljörðum króna á ári. Hækkun af því tagi jafngildir um 30% aukningu heildarútgjalda ríkisins. Flestum er ljóst að efnahagsleg áhrif slíkrar breytingar væru neikvæð. Það á enn frekar við með hliðsjón af ýmsum áskorunum sem nú þegar skapa útgjaldaþrýsting til bæði skemmri og lengri tíma, s.s. innviðauppbyggingu, öldrun þjóðarinnar og lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Rekstur hins opinbera snýst um forgangsröðun og raunsæi. Það er óheiðarlegt gagnvart kjósendum að leggja fram loforð sem ekki verður unnt að standa við. Allir eru sammála um að hér eigi að bjóða upp á sterkt velferðarkerfi og góða grunnþjónustu hins opinbera. Rekstur kerfanna þarf þó að rúmast innan hagkerfisins sem stendur undir þeim.Tökum ekki lífskjör að láni Um þessar mundir eru uppgangstímar í efnahagslífinu. Hagvöxtur er kröftugur, atvinnuleysi er lágt og kaupmáttur hefur aukist mikið. Skuldir ríkissjóðs hafa jafnframt lækkað hratt, einkum vegna mikillar tekjuaukningar og stöðugleikaframlags úr slitabúum föllnu bankanna. Flest bendir til áframhaldandi vaxtar á næstu árum og við slíkar kringumstæður er freistnivandi stjórnmálanna mikill. Íslendingar hafa of oft brennt sig á því að nýta ekki góðu tímana til að skapa borð fyrir báru. Árið 2015 námu heildarskuldir hins opinbera 2.200 milljörðum og vaxtagreiðslur af lánum voru um 100 milljarðar króna. Þannig fóru meiri fjármunir í vexti en sem nemur heildarframlögum ríkisins til mennta- og samgöngumála. Með niðurgreiðslu skulda myndi þessi upphæð lækka hratt. Svigrúmið má nýta til að efla þjónustu hins opinbera og skapa hagfelldara skattaumhverfi. Það eiga allir að spyrna fæti við óábyrgum loforðum stjórnmálamanna. Ef ekki er staðið við þau flokkast þau undir blekkingar. Ef staðið er við óskynsamleg loforð ganga núverandi kynslóðir á hagsmuni þeirra sem taka við. Í stað þess að taka lífskjör að láni ættum við að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Það er rétta leiðin fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun