Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - ÍR 78-84 | Breiðhyltingar sóttu stigin í Borgarnes Gunnhildur Lind Hansdóttir í Borgarnesi skrifar 27. október 2016 20:45 Sveinbjörn Claessen, hdl, og félagar unnu góðan sigur. vísir/ernir ÍR vann góðan útisigur á nýliðum Skallagríms, 84-78, í fjórðu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta en leikurinn fór fram í Borgarnesi. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn, bæði búin að vinna einn leik, en Skallagrímsmenn unnu sinn fyrsta sigur í deildinni í síðustu umferð þegar þeir lögðu Þór Akureyri í nýliðaslag. Leikurinn var mikið upp og niður og liðin skiptust töluvert á að eiga góða kafla. Skallagrímsmenn byrjuðu sóknarlega sem og varnarlega mjög vel á meðan Reykvíkingarnir þurftu nokkrar mínútur til þess að finna taktinn í sóknar- og varnarleik . Þeir fundu svo taktinn í 2. Leikhluta, nýttu sín fær vel og spiluðu þétta vörn sem að Borgnesingar áttu í vandræðum með. Staðan í hálfleik var 78-80. Skallagrímsmenn komu hreint út sagt ekki tilbúnir í þriðjaleikhluta sem að sýndi sig í óþarflega mörgum töpuðum boltum. Heimamenn náðu aldrei að stoppa ÍR-ingana nóg og vel til þess að eiga einhverja möguleika á sigri. ÍR-ingar kláruðu leikinn 78-84 og meiga vera glaðir með stigin tvö á þessum erfiða úti velli.Af hverju vann ÍR? ÍR-ingar voru meira sannfærandi í heildina heldur en Borgnesingar. Þó svo að liðin eru mjög lík þá virtist vera meiri agi í ÍR liðinu ef bera á það saman við Skallagrím. Agaleysi og einbeitingaleysi hjá heimamönnum einkenndist af 26 töpuðum boltum. Svo margir tapaðir boltar myndi reynast besta liði í heima erfitt en ÍR-ingar nýttu sér þessa bolta svo sannarlega vel og voru með 32 stig þökk sé Skallagrím ef svo að orði mætti komast. Þess má einnig geta að gestirnir skoruðu 18 stig úr hraðarupphlaupum á móti 4 stigum heimamanna. Gestirnir töpuðu aldrei haus í byrjun leiks þó svo að heimamenn byrjuðu mun betur. Með þolinmæði og vinnusemi náðu Reykvíkingar að knúa fram sigur.Bestu menn vallarins? Matthew Hunter var góður og mikilvægur fyrir sína menn og mætti halda að hann væri með fleiri en tvær hendur en hann stal 11 boltum af Skallagrím í kvöld. Ásamt því að vera duglegur að stela boltanum þá var hann einnig duglegur að finna sína menn og var með 7 stoðsendingar. Matthías Orri Sigurðarson var kominn á fullt aftur eftir að hafa sitið hjá í leiknum á móti Tindastól. Það er nokkuð ljóst að hann reynist ÍR-ingum mikilvægur sem leikstjórnandi sem og liðsfélagi og stjórnaði leiknum af mikilli príði ásamt því að setja niður mikilvæg skot fyrir utan. Hann var með 18 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar Flenard Whitfield hjá Skallagím heldur áfram að rífa niður fráköst en hann var með heil 17 fráköst. Flenard er flottur hjá Borgnesingum og ef Skallagrímur spila meira inná hann undir körfunni þá gætu þeir jafnvel nýtt hann ennþá meira. En hann skilar alltaf sínu og var stigahæstur heimamanna með 25 stig. Svo er mikilvægt að minnast á Kristófer Gíslason en sá drengur fer í hvert einasta frákast hvort sem það er varnar- eða sóknarfákast og var hann með 11 heildar fráköst. Hann er oftast sá leikmaður sem fer undir ratsjánna en önnur lið ættu svo sannarlega ekki að vanmeta vinnusemina í þessum leikmanni. Hann skilaði inn 13 stigum fyrir sína menn og mun reynast Skallagrím mikilvægur í vetur.Hvað gekk illa? Skallagrímsmenn töpuðu boltanum 26 sinnum. Hvaða lið sem er setur sig ekki í góða stöðu til þess að vinna með svona marga tapaða bolta. Hins vegar voru þeir með 57 fráköst á móti 38 hjá ÍR sem er virkilega gott. Það er eins og það vanti einhvern reynslu bolta sem getur tekið lið Skallagíms og dregið þá niður á jörðina þegar illa gengur. Þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og þeir eiga þá ætlar hver og einn leikmaður að taka leikinn í sínar hendur með þeim afleiðingum að sóknarleikurinn verður stirður og vandræðalegur. Þrátt fyrir hæga byrjun hjá ÍR-ingum þá voru þeir nokkuð sannfærandi á móti Skallagím og erfitt að setja mikið út á liðið. Þeir eru með ungt lið en vinna hart að sér sem verður bara betra með tímanum og þegar meiddir leikmenn koma aftur inn ferskir og heilir.Borce Ilievskib: Byrjuðum ekki vel Borce var að vonum sáttur með sína leikmenn og stigin tvö á erfiðum heimavelli Borgnesinga. Hins vegar var hann ekki alveg nóg og sáttur með byrjunina hjá sínum mönnum en það rættist úr því. „Við byrjuðum leikinn ekki eins vel og ég bjóst við en við komum okkur í stöðuna 11-2 í byrjun og þurftum aðeins að laga okkur til í leikhléinu. Eftir það voru mínir menn mun betri og unnu úr því sem þurfti að vinna úr og náðu að taka gott áhlaup á heimamenn” sagði Borce í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Hann var einnig ánægður að hafa Matthías aftur með sínum mönnum til þess að stjórna leiknum en þó vantar tvo lykilmenn ennþá. „Kiddi fer í skoðun á morgun og þá sjáum við betur hvað er í gangi þar. Ef allt er í lagi þá meigum við búist við honum eftir eina til tvær vikur, vonandi. En það er samt aldrei að vita með svona meiðsl. Ég er líka mjög ánægður með Matta en hann kom og stjórnaði leik tempóinu vel. Hann fékk þó þrjár villur snemma í leiknum og spilaði bara 6 mín í fyrri hálfleik. Kom svo sterkur í seinni hálfleik og skilaði sínu vel,” sagði Borce að lokum.Matthías Orri Sigurðarson: Ágætur leikur í heildina Matthías Orri var glaður með sigurinn í Borgarnesi og sína menn. „Mér fannst leikurinn spilast ágætlega í heildina, byrjuðum samt voðalega illa og fyrstu tvær mínúturnar fóru bara í eitthvað rugl. Tókum leikhlé snemma og náðum að snúa þessu fljótlega okkar megin,” segir Matthías. Ungir ÍR-ingar fengu að spreyta sig í kvöld og var Matti ánægður með þeirra skil. „Ég er mjög ánægður með ungu strákana sem komu af bekknum og voru að gera góða hluti ásamt því að vera með mikla orku á bekknum. Svo var kaninn okkar mjög góður og hélt okkur nánast inn í leiknum og gaf okkur smá forskot sem við héldum allann tímann.”Finnur Jóns: Þurfum að fara í naflaskoðun Finnur Jónsson þjálfara Skallagríms var ekki ánægður með sína menn eftir leikinn og var nánast hissa á hversu mörgum boltum þeir hefðu kastað frá sér. “Við hentum boltanum alltof mikið frá okkur, vorum með 26 tapaða bolta. Það er ekki boðlegt í úrvalsdeild,” sagði Finnur ákveðinn eftir leikinn. Þrátt fyrir góða byrjun þá þarf að spila allar 40 mínúturnar og hafði Finnur enga afsökun fyrir sína menn nema að þeir höfðu bara verið lélegir í kvöld. „Eftir hálfleik ætluðum að passa boltann betu en vorum bara með fullt af tækni feilum. Vorum eiginlega bara grútlélegir í þessum leik. Byrjuðum vel svo bara hrundi allt. Við þurfum að fara í naflaskoðun það er alveg á hreinu.”Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
ÍR vann góðan útisigur á nýliðum Skallagríms, 84-78, í fjórðu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta en leikurinn fór fram í Borgarnesi. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn, bæði búin að vinna einn leik, en Skallagrímsmenn unnu sinn fyrsta sigur í deildinni í síðustu umferð þegar þeir lögðu Þór Akureyri í nýliðaslag. Leikurinn var mikið upp og niður og liðin skiptust töluvert á að eiga góða kafla. Skallagrímsmenn byrjuðu sóknarlega sem og varnarlega mjög vel á meðan Reykvíkingarnir þurftu nokkrar mínútur til þess að finna taktinn í sóknar- og varnarleik . Þeir fundu svo taktinn í 2. Leikhluta, nýttu sín fær vel og spiluðu þétta vörn sem að Borgnesingar áttu í vandræðum með. Staðan í hálfleik var 78-80. Skallagrímsmenn komu hreint út sagt ekki tilbúnir í þriðjaleikhluta sem að sýndi sig í óþarflega mörgum töpuðum boltum. Heimamenn náðu aldrei að stoppa ÍR-ingana nóg og vel til þess að eiga einhverja möguleika á sigri. ÍR-ingar kláruðu leikinn 78-84 og meiga vera glaðir með stigin tvö á þessum erfiða úti velli.Af hverju vann ÍR? ÍR-ingar voru meira sannfærandi í heildina heldur en Borgnesingar. Þó svo að liðin eru mjög lík þá virtist vera meiri agi í ÍR liðinu ef bera á það saman við Skallagrím. Agaleysi og einbeitingaleysi hjá heimamönnum einkenndist af 26 töpuðum boltum. Svo margir tapaðir boltar myndi reynast besta liði í heima erfitt en ÍR-ingar nýttu sér þessa bolta svo sannarlega vel og voru með 32 stig þökk sé Skallagrím ef svo að orði mætti komast. Þess má einnig geta að gestirnir skoruðu 18 stig úr hraðarupphlaupum á móti 4 stigum heimamanna. Gestirnir töpuðu aldrei haus í byrjun leiks þó svo að heimamenn byrjuðu mun betur. Með þolinmæði og vinnusemi náðu Reykvíkingar að knúa fram sigur.Bestu menn vallarins? Matthew Hunter var góður og mikilvægur fyrir sína menn og mætti halda að hann væri með fleiri en tvær hendur en hann stal 11 boltum af Skallagrím í kvöld. Ásamt því að vera duglegur að stela boltanum þá var hann einnig duglegur að finna sína menn og var með 7 stoðsendingar. Matthías Orri Sigurðarson var kominn á fullt aftur eftir að hafa sitið hjá í leiknum á móti Tindastól. Það er nokkuð ljóst að hann reynist ÍR-ingum mikilvægur sem leikstjórnandi sem og liðsfélagi og stjórnaði leiknum af mikilli príði ásamt því að setja niður mikilvæg skot fyrir utan. Hann var með 18 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar Flenard Whitfield hjá Skallagím heldur áfram að rífa niður fráköst en hann var með heil 17 fráköst. Flenard er flottur hjá Borgnesingum og ef Skallagrímur spila meira inná hann undir körfunni þá gætu þeir jafnvel nýtt hann ennþá meira. En hann skilar alltaf sínu og var stigahæstur heimamanna með 25 stig. Svo er mikilvægt að minnast á Kristófer Gíslason en sá drengur fer í hvert einasta frákast hvort sem það er varnar- eða sóknarfákast og var hann með 11 heildar fráköst. Hann er oftast sá leikmaður sem fer undir ratsjánna en önnur lið ættu svo sannarlega ekki að vanmeta vinnusemina í þessum leikmanni. Hann skilaði inn 13 stigum fyrir sína menn og mun reynast Skallagrím mikilvægur í vetur.Hvað gekk illa? Skallagrímsmenn töpuðu boltanum 26 sinnum. Hvaða lið sem er setur sig ekki í góða stöðu til þess að vinna með svona marga tapaða bolta. Hins vegar voru þeir með 57 fráköst á móti 38 hjá ÍR sem er virkilega gott. Það er eins og það vanti einhvern reynslu bolta sem getur tekið lið Skallagíms og dregið þá niður á jörðina þegar illa gengur. Þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og þeir eiga þá ætlar hver og einn leikmaður að taka leikinn í sínar hendur með þeim afleiðingum að sóknarleikurinn verður stirður og vandræðalegur. Þrátt fyrir hæga byrjun hjá ÍR-ingum þá voru þeir nokkuð sannfærandi á móti Skallagím og erfitt að setja mikið út á liðið. Þeir eru með ungt lið en vinna hart að sér sem verður bara betra með tímanum og þegar meiddir leikmenn koma aftur inn ferskir og heilir.Borce Ilievskib: Byrjuðum ekki vel Borce var að vonum sáttur með sína leikmenn og stigin tvö á erfiðum heimavelli Borgnesinga. Hins vegar var hann ekki alveg nóg og sáttur með byrjunina hjá sínum mönnum en það rættist úr því. „Við byrjuðum leikinn ekki eins vel og ég bjóst við en við komum okkur í stöðuna 11-2 í byrjun og þurftum aðeins að laga okkur til í leikhléinu. Eftir það voru mínir menn mun betri og unnu úr því sem þurfti að vinna úr og náðu að taka gott áhlaup á heimamenn” sagði Borce í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Hann var einnig ánægður að hafa Matthías aftur með sínum mönnum til þess að stjórna leiknum en þó vantar tvo lykilmenn ennþá. „Kiddi fer í skoðun á morgun og þá sjáum við betur hvað er í gangi þar. Ef allt er í lagi þá meigum við búist við honum eftir eina til tvær vikur, vonandi. En það er samt aldrei að vita með svona meiðsl. Ég er líka mjög ánægður með Matta en hann kom og stjórnaði leik tempóinu vel. Hann fékk þó þrjár villur snemma í leiknum og spilaði bara 6 mín í fyrri hálfleik. Kom svo sterkur í seinni hálfleik og skilaði sínu vel,” sagði Borce að lokum.Matthías Orri Sigurðarson: Ágætur leikur í heildina Matthías Orri var glaður með sigurinn í Borgarnesi og sína menn. „Mér fannst leikurinn spilast ágætlega í heildina, byrjuðum samt voðalega illa og fyrstu tvær mínúturnar fóru bara í eitthvað rugl. Tókum leikhlé snemma og náðum að snúa þessu fljótlega okkar megin,” segir Matthías. Ungir ÍR-ingar fengu að spreyta sig í kvöld og var Matti ánægður með þeirra skil. „Ég er mjög ánægður með ungu strákana sem komu af bekknum og voru að gera góða hluti ásamt því að vera með mikla orku á bekknum. Svo var kaninn okkar mjög góður og hélt okkur nánast inn í leiknum og gaf okkur smá forskot sem við héldum allann tímann.”Finnur Jóns: Þurfum að fara í naflaskoðun Finnur Jónsson þjálfara Skallagríms var ekki ánægður með sína menn eftir leikinn og var nánast hissa á hversu mörgum boltum þeir hefðu kastað frá sér. “Við hentum boltanum alltof mikið frá okkur, vorum með 26 tapaða bolta. Það er ekki boðlegt í úrvalsdeild,” sagði Finnur ákveðinn eftir leikinn. Þrátt fyrir góða byrjun þá þarf að spila allar 40 mínúturnar og hafði Finnur enga afsökun fyrir sína menn nema að þeir höfðu bara verið lélegir í kvöld. „Eftir hálfleik ætluðum að passa boltann betu en vorum bara með fullt af tækni feilum. Vorum eiginlega bara grútlélegir í þessum leik. Byrjuðum vel svo bara hrundi allt. Við þurfum að fara í naflaskoðun það er alveg á hreinu.”Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira