Betra og sanngjarnara Hanna Katrín Friðriksson og Jón Steindór Valdimarsson skrifar 27. október 2016 15:54 Enginn á að þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en leitað er eftir læknis- eða heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Það er með öllu ólíðandi að fólk sem greinist með illvígan sjúkdóm eða þarf á mikilli þjónustu að halda geti ekki notið viðeigandi meðferðar án þess að það færi fjárhag heimilisins úr skorðum. Viðreisn vill endurskoða greiðsluþátttöku almennings með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fólk veigri sér við að leita sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar sem það ræður illa við. Innviðir heilbrigðiskerfisins eru ekki nægilega traustir. Víða þarf að endurbæta og endurbyggja. Viðreisn leggur áherslu á að ljúka framkvæmdum við Landsspítalann við Hringbraut á næstu fimm árum. Það er stór og mikilvægur þáttur í því að hægt sé að veita fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er ekki nóg að endurskoða greiðsluþátttöku og reisa nýjan Landsspítala. Leggja þarf mikla áherslu á að bæta þjónustu okkar við aldraða, allt frá heimaþjónustu til hjúkrunarheimila. Heilsugæsluna þarf að bæta. Þar er biðtími víða alltof langur og fólk neyðist eða freistast til þess að nota úrræði, s.s. heimsókn á slysamóttökur spítala eða til sérfræðinga, sem eru dýrari bæði fyrir sjúklingana og ríkið. Það er nauðsynlegt að vinna á biðlistum sem víða eru allt of langir í heilbrigðiskerfinu okkar, bregðast við manneklu á meðal fagstétta og efla sérhæfða þjónustu á heilbrigðisstofnunum víða um land. Þar leikur rafræn samtengd sjúkraskrá stórt hlutverk sem og nauðsynleg fjárfesting í tækjum og búnaði. Viðreisn vill að árið 2020 verði útgjöld til heilbrigðismála 40 milljörðum hærri á föstu verðlagi en árið 2016. Það er hins vegar óábyrgt að tala um úrbætur í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu án þess að vita eða leggja fram áætlanir um hvernig á að fjármagna þær. Viðreisn er með skýra stefnu um hvernig þetta er hægt. Viðreisn getur staðið við stóru orðin og setur heilbrigðis- og öldrunarmál í forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Enginn á að þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en leitað er eftir læknis- eða heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Það er með öllu ólíðandi að fólk sem greinist með illvígan sjúkdóm eða þarf á mikilli þjónustu að halda geti ekki notið viðeigandi meðferðar án þess að það færi fjárhag heimilisins úr skorðum. Viðreisn vill endurskoða greiðsluþátttöku almennings með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fólk veigri sér við að leita sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar sem það ræður illa við. Innviðir heilbrigðiskerfisins eru ekki nægilega traustir. Víða þarf að endurbæta og endurbyggja. Viðreisn leggur áherslu á að ljúka framkvæmdum við Landsspítalann við Hringbraut á næstu fimm árum. Það er stór og mikilvægur þáttur í því að hægt sé að veita fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er ekki nóg að endurskoða greiðsluþátttöku og reisa nýjan Landsspítala. Leggja þarf mikla áherslu á að bæta þjónustu okkar við aldraða, allt frá heimaþjónustu til hjúkrunarheimila. Heilsugæsluna þarf að bæta. Þar er biðtími víða alltof langur og fólk neyðist eða freistast til þess að nota úrræði, s.s. heimsókn á slysamóttökur spítala eða til sérfræðinga, sem eru dýrari bæði fyrir sjúklingana og ríkið. Það er nauðsynlegt að vinna á biðlistum sem víða eru allt of langir í heilbrigðiskerfinu okkar, bregðast við manneklu á meðal fagstétta og efla sérhæfða þjónustu á heilbrigðisstofnunum víða um land. Þar leikur rafræn samtengd sjúkraskrá stórt hlutverk sem og nauðsynleg fjárfesting í tækjum og búnaði. Viðreisn vill að árið 2020 verði útgjöld til heilbrigðismála 40 milljörðum hærri á föstu verðlagi en árið 2016. Það er hins vegar óábyrgt að tala um úrbætur í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu án þess að vita eða leggja fram áætlanir um hvernig á að fjármagna þær. Viðreisn er með skýra stefnu um hvernig þetta er hægt. Viðreisn getur staðið við stóru orðin og setur heilbrigðis- og öldrunarmál í forgang.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun