Menning

Auka­sýningu bætt við á É­v­gení Onegin

Tinni Sveinsson skrifar
Þóra Einarsdóttir í hlutverki Tatjönu.
Þóra Einarsdóttir í hlutverki Tatjönu. Mynd/Jóhanna Ólafsdóttir
Mikil gleði er innan herbúða Íslensku Óperunnar vegna frábærra viðtaka á uppfærslunni Évgení Onegin, sem frumsýnd var um síðustu helgi.

„Magnaður Évgení Onegin slær í gegn“ var fyrirsögnin á fimm stjörnu dómi Jónasar Sen í Fréttablaðinu og hér á Vísi og var hann á því að þetta væri ein besta uppfærsla Íslensku óperunnar í langan tíma. 

Í fréttatilkynningu frá Íslensku óperunni kemur fram að vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við aukasýningu laugardaginn 19. nóvember kl. 20. Miðarnir hafa rokið út síðustu daga og er nú nær uppselt er á sýningarnar 29. október, 6. og 12. nóvember.

Í tilkynningunni er einnig vísað í fleiri jákvæðar umsagnir gagnrýnenda og gesta:

„Enn einn sigur fyrir Íslensku óperuna, skrifaði Silja Aðalsteinsdóttir á TMM. Í Víðsjá sagði María Kristjánsdóttir að Évgení Onegin væri „sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara“. Í Kastljósi sagði Hlín Agnarsdóttir að sýningin hefði tekist listavel og á sama stað sagði Helgi Jónsson að söngvararnir hefðu staðið sig „algjörlega frábærlega“. Ingvar Jón Bates Gíslason skrifaði í Morgunblaðið: „Uppfærsla Íslensku óperunnar á ógæfu Onegins er í heild hin besta skemmtun og framganga einsöngvara ein og sér réttlætir húsfylli næstu sýningar og aukasýningar.““

Hægt er að nálgast upplýsingar um miða á vef Hörpu.


Tengdar fréttir

Ég er í senn bæði bílstjóri og farþegi

Hljómsveitarstjórinn Benjamin Levy vinnur nú hörðum höndum að uppfærslu Íslensku óperunnar á Évgení Onegin og honum finnst gott að vinna í íslenskri samkennd og fjölskyldustemningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.