Allt sem þú þarft að vita fyrir kosningarnar á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2016 10:45 Fulltrúar þeirra sjö flokka sem mælast inni á þingi samkvæmt skoðanakönnunum í höfuðstöðvum 365 í gærkvöldi áður en þeir fóru í leiðtogaumræður á Stöð 2. vísir/ernir Kosið verður til Alþingis á morgun, laugardaginn 29. október. Kjörstaðir opna um allt land í fyrramálið, flestir klukkan níu. Kjörstjórnir geta ákveðið að opna þá síðar en kjörstaðir skulu opna á bilinu 9 til 12. Kjörfundi lýkur síðan í flestum tilfellum klukkan 22 annað kvöld en allar upplýsingar um hvenær kjörstaðir opna og loka má nálgast hér þar sem hægt er að fletta upp kjörstöðum í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Á kjörskrá eru 246.515 manns og er það 3,6 prósentum fleiri en voru á kjörskrá í alþingiskosningunum vorið 2013. Nánast jafnmargir karlar og konur eru á kjörskrá en langflestir eru á kjörskrá í Suðvesturkjördæmi, alls 68.242. Þá eru 15.743 á kjörskrá í fyrsta skipti, það er ungt fólk sem vegna aldurs gat ekki kosið í síðustu þingkosningum.Hvar áttu að kjósa?Hægt er að fletta upp hvar maður er á kjörskrá á kosningavef innanríkisráðuneytisins. Slái maður inn kennitöluna sína kemur upp í hvaða kjördæmi skal kjósa, á hvaða kjörstað og í hvaða kjördeild. Kjósandi er á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem hann var með lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, það er þann 24. september síðastliðinn. Kosningarétt hafa allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag og eiga lögheimili hér á landi. Þá hafa kosningarétt íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2007 og hafa náð 18 ára aldri á kjördag. Íslenskir ríkisborgarar sem fluttu lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2007 hafa kosningarétt hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár fyrir 29. september. Erlendir ríkisborgarar hafa ekki kosningarétt við þingkosningar og eru því ekki á kjörskrá. Eina undantekningin frá því eru danskir ríkisborgarar sem hafa kosningarétt samkvæmt lögum númer 85/1946, það er þeir sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu tíu árum fyrir þann tíma. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Perlunni og er opið þar til klukkan 22 í kvöld. Á morgun er svo opið þar frá milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar um utankjörfund má nálgast hér og hér að neðan má sjá myndband með leiðbeiningum.Hvernig áttu að kjósa? Framvísa þarf skilríkjum á kjörstað. Rita skal x í þar til gerðan reit fyrir framan listabókstaf þess flokks sem maður hyggst kjósa. Breyta má uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 við nafn þess sem maður vill setja efst, tölustafinn 2 við nafn þess sem maður vill hafa næstan á listanum og svo framvegis. Breyta má uppröðun á lista eins mikið og kjósandi vill. Þá má einnig strika yfir nafn eða nöfn frambjóðenda ef kjósandi vill af einhverri ástæðu hafna einhverjum frambjóðendum. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir en kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur. Fleira getur ógilt kjörseðilinn. Til að mynda má ekki sýna neinum kjörseðilinn, það er segja hvernig maður hefur kosið, en sé það gert er kjörseðillinn ónýtur og ekki má setja hann í kjörkassann. Þetta þýði að ekki má til að mynda taka mynd af kjörseðlinum og birta á samfélagsmiðlum en nánari upplýsingar um það sem getur ógilt seðilinn má lesa í þessari frétt Vísis. Hér að neðan má svo horfa á myndband um hvernig atkvæðagreiðslan fer fram.Er hægt að fá aðstoð við að kjósa? Ef kjósandi skýrir kjörstjórn frá því að hann geti ekki kosið sökum blindu eða á erfitt með að skrifa skal aðili úr kjörstjórn sem kjósandi velur aðstoða hann í kjörklefanum. Sá sem aðstoðina veitir er bundinn þagnarheiti varðandi atkvæðagreiðsluna en nánari upplýsingar um aðstoð á kjörstað má nálgast hér.Hverjir eru í framboði? Níu flokkar bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Flokkarnir eru eftirfarandi:A-listi Bjartrar framtíðarB-listi FramsóknarflokksinsC-listi ViðreisnarD-listi SjálfstæðisflokksinsF-listi Flokks fólksinsP-listi PírataS-listi SamfylkingarinnarT-listi DögunarV-listi Vinstri grænna Þá eru þrír flokkar sem bjóða fram í nokkrum kjördæmum:E-listi Íslensku þjóðfylkingarinnar býður fram í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi.R-listi Alþýðufylkingarinnar býður fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi.H-listi Húmanistaflokksins býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00 Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Kjörseðillinn: Strika má yfir að vild en ekki birta mynd á Facebook Nú þegar fimm dagar eru til kosninga er ekki úr vegi að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera í kjörklefa. 24. október 2016 10:12 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Kosið verður til Alþingis á morgun, laugardaginn 29. október. Kjörstaðir opna um allt land í fyrramálið, flestir klukkan níu. Kjörstjórnir geta ákveðið að opna þá síðar en kjörstaðir skulu opna á bilinu 9 til 12. Kjörfundi lýkur síðan í flestum tilfellum klukkan 22 annað kvöld en allar upplýsingar um hvenær kjörstaðir opna og loka má nálgast hér þar sem hægt er að fletta upp kjörstöðum í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Á kjörskrá eru 246.515 manns og er það 3,6 prósentum fleiri en voru á kjörskrá í alþingiskosningunum vorið 2013. Nánast jafnmargir karlar og konur eru á kjörskrá en langflestir eru á kjörskrá í Suðvesturkjördæmi, alls 68.242. Þá eru 15.743 á kjörskrá í fyrsta skipti, það er ungt fólk sem vegna aldurs gat ekki kosið í síðustu þingkosningum.Hvar áttu að kjósa?Hægt er að fletta upp hvar maður er á kjörskrá á kosningavef innanríkisráðuneytisins. Slái maður inn kennitöluna sína kemur upp í hvaða kjördæmi skal kjósa, á hvaða kjörstað og í hvaða kjördeild. Kjósandi er á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem hann var með lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, það er þann 24. september síðastliðinn. Kosningarétt hafa allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag og eiga lögheimili hér á landi. Þá hafa kosningarétt íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2007 og hafa náð 18 ára aldri á kjördag. Íslenskir ríkisborgarar sem fluttu lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2007 hafa kosningarétt hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár fyrir 29. september. Erlendir ríkisborgarar hafa ekki kosningarétt við þingkosningar og eru því ekki á kjörskrá. Eina undantekningin frá því eru danskir ríkisborgarar sem hafa kosningarétt samkvæmt lögum númer 85/1946, það er þeir sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu tíu árum fyrir þann tíma. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Perlunni og er opið þar til klukkan 22 í kvöld. Á morgun er svo opið þar frá milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar um utankjörfund má nálgast hér og hér að neðan má sjá myndband með leiðbeiningum.Hvernig áttu að kjósa? Framvísa þarf skilríkjum á kjörstað. Rita skal x í þar til gerðan reit fyrir framan listabókstaf þess flokks sem maður hyggst kjósa. Breyta má uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 við nafn þess sem maður vill setja efst, tölustafinn 2 við nafn þess sem maður vill hafa næstan á listanum og svo framvegis. Breyta má uppröðun á lista eins mikið og kjósandi vill. Þá má einnig strika yfir nafn eða nöfn frambjóðenda ef kjósandi vill af einhverri ástæðu hafna einhverjum frambjóðendum. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir en kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur. Fleira getur ógilt kjörseðilinn. Til að mynda má ekki sýna neinum kjörseðilinn, það er segja hvernig maður hefur kosið, en sé það gert er kjörseðillinn ónýtur og ekki má setja hann í kjörkassann. Þetta þýði að ekki má til að mynda taka mynd af kjörseðlinum og birta á samfélagsmiðlum en nánari upplýsingar um það sem getur ógilt seðilinn má lesa í þessari frétt Vísis. Hér að neðan má svo horfa á myndband um hvernig atkvæðagreiðslan fer fram.Er hægt að fá aðstoð við að kjósa? Ef kjósandi skýrir kjörstjórn frá því að hann geti ekki kosið sökum blindu eða á erfitt með að skrifa skal aðili úr kjörstjórn sem kjósandi velur aðstoða hann í kjörklefanum. Sá sem aðstoðina veitir er bundinn þagnarheiti varðandi atkvæðagreiðsluna en nánari upplýsingar um aðstoð á kjörstað má nálgast hér.Hverjir eru í framboði? Níu flokkar bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Flokkarnir eru eftirfarandi:A-listi Bjartrar framtíðarB-listi FramsóknarflokksinsC-listi ViðreisnarD-listi SjálfstæðisflokksinsF-listi Flokks fólksinsP-listi PírataS-listi SamfylkingarinnarT-listi DögunarV-listi Vinstri grænna Þá eru þrír flokkar sem bjóða fram í nokkrum kjördæmum:E-listi Íslensku þjóðfylkingarinnar býður fram í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi.R-listi Alþýðufylkingarinnar býður fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi.H-listi Húmanistaflokksins býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00 Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Kjörseðillinn: Strika má yfir að vild en ekki birta mynd á Facebook Nú þegar fimm dagar eru til kosninga er ekki úr vegi að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera í kjörklefa. 24. október 2016 10:12 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00
Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35
Kjörseðillinn: Strika má yfir að vild en ekki birta mynd á Facebook Nú þegar fimm dagar eru til kosninga er ekki úr vegi að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera í kjörklefa. 24. október 2016 10:12
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent