Menning

Sterkur kvenlegur undirtónn

Magnús Guðmundsson skrifar
Ásdís Sif Gunnars­dóttir við verk sitt í Listasafninu á Akureyri.
Ásdís Sif Gunnars­dóttir við verk sitt í Listasafninu á Akureyri.
Ásdís Sif Gunnarsdóttir opnar í dag sýninguna Sýn í þokunni í Listasafninu á Akureyri samhliða opnun sýningar bandarísku myndlistarkonunnar Joan Jonas, Volcano Saga, 1985.

Ásdís Sif hefur vakið athygli fyrir vídeóinnsetningar, ljósmyndaverk og gjörninga. Auk þess að sýna á Íslandi hefur hún sýnt víða erlendis, tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið vídeóverk á internetinu. Það er því engin tilviljun að hún setji upp sýningu á nýjum verkum í Listasafninu á Akureyri á sama tíma og frumkvöðullinn Joan Jonas. Líkt og í verkum Jonas er sterkur kvenlegur undirtónn í verkum Ásdísar Sifjar sem oft er settur fram á ljóðrænan hátt og af tilfinninganæmi. Frásagnir, lífsreynsla og ferðalög konu eru í forgrunni.

Ásdís Sif útskrifaðist með BFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2000 og MA-gráðu frá University of California í Los Angeles 2004. Hún heldur Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi, þriðjudaginn 25. október kl. 17-17.40, undir yfirskriftinni Innsetningar og útsetningar í rauntíma, úti og inni og í gegnum net. Ókeypis aðgangur.



Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.