Körfubolti

Corbin Jackson sendur heim frá Njarðvík

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Corbin Jackson spilaði í næst efstu deild bandaríska háskólaboltans.
Corbin Jackson spilaði í næst efstu deild bandaríska háskólaboltans. vísir/getty
Dominos-deildarlið Njarðvíkur er búið að rifta samningi sínum við bandaríska miðherjann Corbin Jackson en þetta kemur fram á karfan.is.

Jackson stóð ekki undir væntingum í Ljónagryfjunni en Njarðvík er aðeins með tvö stig eftir fjórar umferðir. Liðið tapaði með 28 stiga mun fyrir Tindastól í gær en eina liðið sem Njarðvíkingar eru búnir að vinna er Snæfell.

Jackson skoraði að meðaltali 17 stig og tók sex fráköst í leik en varnarleikur hans hefur ekki verið upp á marga fiska.

Njarðvík er með annan Bandaríkjamann, Stefan Bonneau, og má því búast við að Ljónin reyni að finna sér stóran íslenskan mann til að leysa Jackson af hólmi.

Fjallað verður um Njarðvíkurliðið og alla fjórðu umferðina í Dominos-deildinni í Körfuboltakvöldi klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×