Nú er að duga eða drepast Ellert B. Schram skrifar 12. október 2016 07:00 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ásamt Gráa hernum efndu til opins fundar í Háskólabíói fyrir skömmu. Málefni eldri borgara voru á dagskrá. Þar var fullt út úr dyrum, af fólki á þessu æviskeiði. Fulltrúar allra framboðsflokkanna voru mættir til svara. Er skemmst frá því að segja að nánast allir frambjóðendurnir studdu þá breytingu að framfærslubætur gagnvart þeim sem ekki hafa neinar aðrar tekjur, hækkuðu að minnsta kosti í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði frá almannatryggingum. Og skattur verði ekki lagður á þá lús. Þar til viðbótar voru jákvæðar undirtektir um þá stefnu að afnema meinlokuna í almannatryggingarkerfinu, fátæktargildruna, skerðinguna um krónu á móti krónu. Þetta var meginniðurstaðan á þessum fjöldafundi. Það var augljóst að frambjóðendur flokkanna áttuðu sig á andrúmsloftinu og kröfunni sem fólkið í salnum gerði til stjórnvalda og stjórnmálaflokkanna. Meira að segja ríkisstjórnin tók við sér nú um helgina og kynnti breytingar í þessum málaflokki. Það var í sjálfu sér virðingarvert. Svo langt sem það nær. Lágmarksupphæð frá almannatryggingunum á að hækka í þrjú hundruð þúsund krónur, en þó ekki fyrr en 2018. Auk þess er lagt til að frítekjumarkið verði hækkað í 25 þús. kr. í stað krónu á móti krónu. Þetta þýðir að þegar eldri borgari vinnur sér inn 100 þús. kr. í launatekjur, fær hann útborgaðar 29 þús. Sem er ekkert annað en brandari og löðrungur framan í það fólk, sem býr við þetta regluverk. Eftirlaunin lækka um 33.750 kr. og skattur miðað við lægstu þrep verður kr. 37.130. Útspil ríkisstjórnarinnar er því miður sýnd veiði en ekki gefin. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá velferðarráðherra um ýmsar breytingar og lagfæringar er varða reglur og lög sem snúa að öldruðum, sem hefur bæði kosti og galla. Þar er hugsað til lengri framtíðar, um einföldun kerfisins, sveigjanlegan vinnutíma og eftir atvikum hærri greiðslur ef viðkomandi dregur að taka út sinn lífeyri. Samkvæmt nýjustu samþykkt ríkisstjórnarinnar á að flýta fyrir þessum breytingum, til að minnka útgjöld tryggingakerfisins sem þýðir sömuleiðis að færri krónur falla í vasa gamla fólksins.Meingallað hænufet Ef frá er skilið það skref sem ríkisstjórnin boðar eftir rúmlega heilt ár varðandi hækkun lágmarksbóta, þá er þetta útspil stjórnarflokkanna meingallað hænufet. Það er ekki tekið á því stóra máli, megin máli, að rétta hlut þeirra sem minnst eiga og minnst fá. Fjögur þúsund karla og kvenna, sem um þessar mundir eiga vart til hnífs eða skeiðar. Leiðrétting gagnvart því fólki er forsenda og lykilatriði í þeirri baráttu sem allt góðviljað fólk getur stutt og tekið undir. Það er einfaldlega forgangsmálið. Og það strax. Hitt er svo óútkljáð og vanrækt að hækka frítekjumarkið og hækka persónuafsláttinn svo fólk haldi óskertum þeim tekjum sem eldri borgarar vinna sér inn, án þess að tryggingabæturnar séu skertar. Skilaboðin til flokka og frambjóðenda eru skýr. Langþreyttur meirihluti eldri borgara hefur gert það upp við sig að atkvæði og stuðningur þeirra fer til þeirra flokka, sem skilja og styðja þá réttlátu kröfu, að hagur verst settu öldunga þessa lands, verði betrumbættur af myndugleik. Að fátæktargildran sé afnumin í kerfinu. Að komandi kynslóðir geti búið við mannsæmandi kjör. Þetta eru skilaboðin frá þúsund manna fundinum í Háskólabíó. Nú er að duga eða drepast.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ásamt Gráa hernum efndu til opins fundar í Háskólabíói fyrir skömmu. Málefni eldri borgara voru á dagskrá. Þar var fullt út úr dyrum, af fólki á þessu æviskeiði. Fulltrúar allra framboðsflokkanna voru mættir til svara. Er skemmst frá því að segja að nánast allir frambjóðendurnir studdu þá breytingu að framfærslubætur gagnvart þeim sem ekki hafa neinar aðrar tekjur, hækkuðu að minnsta kosti í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði frá almannatryggingum. Og skattur verði ekki lagður á þá lús. Þar til viðbótar voru jákvæðar undirtektir um þá stefnu að afnema meinlokuna í almannatryggingarkerfinu, fátæktargildruna, skerðinguna um krónu á móti krónu. Þetta var meginniðurstaðan á þessum fjöldafundi. Það var augljóst að frambjóðendur flokkanna áttuðu sig á andrúmsloftinu og kröfunni sem fólkið í salnum gerði til stjórnvalda og stjórnmálaflokkanna. Meira að segja ríkisstjórnin tók við sér nú um helgina og kynnti breytingar í þessum málaflokki. Það var í sjálfu sér virðingarvert. Svo langt sem það nær. Lágmarksupphæð frá almannatryggingunum á að hækka í þrjú hundruð þúsund krónur, en þó ekki fyrr en 2018. Auk þess er lagt til að frítekjumarkið verði hækkað í 25 þús. kr. í stað krónu á móti krónu. Þetta þýðir að þegar eldri borgari vinnur sér inn 100 þús. kr. í launatekjur, fær hann útborgaðar 29 þús. Sem er ekkert annað en brandari og löðrungur framan í það fólk, sem býr við þetta regluverk. Eftirlaunin lækka um 33.750 kr. og skattur miðað við lægstu þrep verður kr. 37.130. Útspil ríkisstjórnarinnar er því miður sýnd veiði en ekki gefin. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá velferðarráðherra um ýmsar breytingar og lagfæringar er varða reglur og lög sem snúa að öldruðum, sem hefur bæði kosti og galla. Þar er hugsað til lengri framtíðar, um einföldun kerfisins, sveigjanlegan vinnutíma og eftir atvikum hærri greiðslur ef viðkomandi dregur að taka út sinn lífeyri. Samkvæmt nýjustu samþykkt ríkisstjórnarinnar á að flýta fyrir þessum breytingum, til að minnka útgjöld tryggingakerfisins sem þýðir sömuleiðis að færri krónur falla í vasa gamla fólksins.Meingallað hænufet Ef frá er skilið það skref sem ríkisstjórnin boðar eftir rúmlega heilt ár varðandi hækkun lágmarksbóta, þá er þetta útspil stjórnarflokkanna meingallað hænufet. Það er ekki tekið á því stóra máli, megin máli, að rétta hlut þeirra sem minnst eiga og minnst fá. Fjögur þúsund karla og kvenna, sem um þessar mundir eiga vart til hnífs eða skeiðar. Leiðrétting gagnvart því fólki er forsenda og lykilatriði í þeirri baráttu sem allt góðviljað fólk getur stutt og tekið undir. Það er einfaldlega forgangsmálið. Og það strax. Hitt er svo óútkljáð og vanrækt að hækka frítekjumarkið og hækka persónuafsláttinn svo fólk haldi óskertum þeim tekjum sem eldri borgarar vinna sér inn, án þess að tryggingabæturnar séu skertar. Skilaboðin til flokka og frambjóðenda eru skýr. Langþreyttur meirihluti eldri borgara hefur gert það upp við sig að atkvæði og stuðningur þeirra fer til þeirra flokka, sem skilja og styðja þá réttlátu kröfu, að hagur verst settu öldunga þessa lands, verði betrumbættur af myndugleik. Að fátæktargildran sé afnumin í kerfinu. Að komandi kynslóðir geti búið við mannsæmandi kjör. Þetta eru skilaboðin frá þúsund manna fundinum í Háskólabíó. Nú er að duga eða drepast.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar