„Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2016 21:12 Stefán Karl Stefánsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Vísir/Valli „Nú er slétt vika síðan hann fór í aðgerðina sem gekk mjög vel og Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt,“ segir leikkonan og ritstjórinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir um baráttu eiginmanns síns og leikarans, Stefáns Karls Stefánssonar, við krabbamein. Steinunn segir frá líðan Stefáns á Facebook-síðu sinni en hún segir illkynja meinið í brishöfðinu eiga upptök sín í gallgöngunum, neðarlega í brishöfðinu. „Og heitir því sjúkdómurinn gallgangakrabbamein eða cholangioarcarcinoma,“ skrifar Steinunn Ólína. Hún segir lækna hafa náð meininu öllu og skurðbrúnir hreinar af krabbameinsfrumum. „Stefán mun þurfa að jafna sig í nokkrar vikur eftir aðgerðina þar sem meltingarvegurinn var endurpípaður en svo hefst svokölluð adjuvant eða fyrirbyggjandi lyfjameðferð í sex mánuði. Gallgangakrabbamein er systurkrabbi briskrabbameins en sjaldgæfari og þess vegna lítt rannsakaður. Á ári hverju greinast 3-5 einstaklingar með gallgangakrabbamein á Íslandi,“ skrifar Steinunn Ólína. Hún segir lækna, hjúkrunarfræðinga og starfsfólk Landspítalans hugsa afar vel um Stefán og þau séu staðráðin í að koma honum aftur til heilsu. „Við fjölskyldan erum staðráðin í því að vanda okkur á þeirri vegferð og glata ekki voninni, gleðinni og ástinni. Það verður ekki fullþakkað að finna þann hlýhug sem okkur er sýndur. Það er í alvöru talað – ómetanlegt.“ Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Aðgerðin á Stefáni Karli gekk að óskum Ekkert óvænt kom upp í aðgerðinni og líður leikaranum eftir atvikum vel. 5. október 2016 09:02 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
„Nú er slétt vika síðan hann fór í aðgerðina sem gekk mjög vel og Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt,“ segir leikkonan og ritstjórinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir um baráttu eiginmanns síns og leikarans, Stefáns Karls Stefánssonar, við krabbamein. Steinunn segir frá líðan Stefáns á Facebook-síðu sinni en hún segir illkynja meinið í brishöfðinu eiga upptök sín í gallgöngunum, neðarlega í brishöfðinu. „Og heitir því sjúkdómurinn gallgangakrabbamein eða cholangioarcarcinoma,“ skrifar Steinunn Ólína. Hún segir lækna hafa náð meininu öllu og skurðbrúnir hreinar af krabbameinsfrumum. „Stefán mun þurfa að jafna sig í nokkrar vikur eftir aðgerðina þar sem meltingarvegurinn var endurpípaður en svo hefst svokölluð adjuvant eða fyrirbyggjandi lyfjameðferð í sex mánuði. Gallgangakrabbamein er systurkrabbi briskrabbameins en sjaldgæfari og þess vegna lítt rannsakaður. Á ári hverju greinast 3-5 einstaklingar með gallgangakrabbamein á Íslandi,“ skrifar Steinunn Ólína. Hún segir lækna, hjúkrunarfræðinga og starfsfólk Landspítalans hugsa afar vel um Stefán og þau séu staðráðin í að koma honum aftur til heilsu. „Við fjölskyldan erum staðráðin í því að vanda okkur á þeirri vegferð og glata ekki voninni, gleðinni og ástinni. Það verður ekki fullþakkað að finna þann hlýhug sem okkur er sýndur. Það er í alvöru talað – ómetanlegt.“
Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Aðgerðin á Stefáni Karli gekk að óskum Ekkert óvænt kom upp í aðgerðinni og líður leikaranum eftir atvikum vel. 5. október 2016 09:02 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52
Aðgerðin á Stefáni Karli gekk að óskum Ekkert óvænt kom upp í aðgerðinni og líður leikaranum eftir atvikum vel. 5. október 2016 09:02