Reyndi fjórum sinnum að lenda í Keflavík Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. október 2016 11:30 Að sögn upplýsingafulltrúa ISAVIA mat flugstjóri aðstæður þannig að ekki væri hægt að lenda vélinni. vísir/ Ekki var hægt að lenda vél NIKI Luftfahrt frá Vín í Austurríki á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Að sögn farþega var reynt að lenda vélinni í fjórgang áður en henni var flogið til Glasgow í Skotlandi og þaðan aftur til Vínar. Farþegar vélarinnar eru nú staddir í London í Englandi þaðan sem þeir fljúga með Icelandair til Íslands síðar í dag. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir flugstjórann hafa metið aðstæður þannig að ekki væri hægt að lenda. Vél Icelandair var hins vegar lent á Keflavíkurflugvelli 20 mínútum áður. „Flugstjórinn tekur ákvörðun út frá aðstæðum. Það voru aðrar vélar sem lentu á svipuðum tíma en það var rigning og rok og þá verður skyggni verra,“ segir Guðni. Frekari upplýsingar hafi ISAVIA ekki um málið. Farþeginn, Gústavo Fernando J., segir að litlar upplýsingar hafi fengist um hvers vegna ekki væri hægt að lenda í gærkvöldi. Vélinni hafi verið hringsólað um nokkra stund og ítrekað verið lent að lenda á vellinum, en án árangurs. Nokkur órói hafi verið um borð. „Við lentum í Skotlandi til að fylla á eldsneyti og fórum þaðan til Vínar. Núna erum við í Englandi og fljúgum síðan með Icelandair til Íslands seinna í dag,“ segir Gústavo í samtali við Vísi. „Fólk var orðið mjög þreytt og pirrað en það er ekkert hægt að sakast við flugstjórann." Gústavo segist ekki hafa fengið neinar skýringar frá flugfélaginu um ástæður þess að ekki gekk að lenda vélinni á Íslandi. Hann tekur þó fram að hann verði ánægður þegar hann kemst loksins aftur heim til Íslands. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Ekki var hægt að lenda vél NIKI Luftfahrt frá Vín í Austurríki á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Að sögn farþega var reynt að lenda vélinni í fjórgang áður en henni var flogið til Glasgow í Skotlandi og þaðan aftur til Vínar. Farþegar vélarinnar eru nú staddir í London í Englandi þaðan sem þeir fljúga með Icelandair til Íslands síðar í dag. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir flugstjórann hafa metið aðstæður þannig að ekki væri hægt að lenda. Vél Icelandair var hins vegar lent á Keflavíkurflugvelli 20 mínútum áður. „Flugstjórinn tekur ákvörðun út frá aðstæðum. Það voru aðrar vélar sem lentu á svipuðum tíma en það var rigning og rok og þá verður skyggni verra,“ segir Guðni. Frekari upplýsingar hafi ISAVIA ekki um málið. Farþeginn, Gústavo Fernando J., segir að litlar upplýsingar hafi fengist um hvers vegna ekki væri hægt að lenda í gærkvöldi. Vélinni hafi verið hringsólað um nokkra stund og ítrekað verið lent að lenda á vellinum, en án árangurs. Nokkur órói hafi verið um borð. „Við lentum í Skotlandi til að fylla á eldsneyti og fórum þaðan til Vínar. Núna erum við í Englandi og fljúgum síðan með Icelandair til Íslands seinna í dag,“ segir Gústavo í samtali við Vísi. „Fólk var orðið mjög þreytt og pirrað en það er ekkert hægt að sakast við flugstjórann." Gústavo segist ekki hafa fengið neinar skýringar frá flugfélaginu um ástæður þess að ekki gekk að lenda vélinni á Íslandi. Hann tekur þó fram að hann verði ánægður þegar hann kemst loksins aftur heim til Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira