Hættulegt kosningarloforð Árni Árnason skrifar 13. október 2016 07:00 Þann draum að bjóða upp aflaheimildir og stórauka þannig tekjur ríkissjóðs má finna í stefnuskrám sumra stjórnmálaflokka fyrir komandi alþingiskosningar. Þessi hugmynd hljómar eflaust vel í eyrum þeirra sem ekki þekkja til þess kerfis sem nú er við lýði en þegar málið er betur skoðað kemur í ljós að draumurinn er tálsýn ein. Frá því að fiskstjórnunarkerfið var fyrst sett á, þar sem veiðiheimildum var úthlutað út frá viðmiðum veiðiáranna á undan, hefur mikið breyst, enda þróast kerfi eðli máls samkvæmt til hins betra eftir því sem árin líða. Sú ákvörðun Alþingis að lögfesta ákvæði sem heimilaði eigendum veiðiheimilda að selja þær frá sér hefur löngu náð markmiði sínu, þ.e. að vernda fiskistofnana við strendur Íslands og koma á stærðarhagkvæmni í greininni. Raunar hefur fyrrnefnt ákvæði haft slík jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg að aðrar greinar myndu gera vel að taka sér það til fyrirmyndar. Umræðan sem nú er í gangi um að afnema gjafakerfið (eins og sumir kjósa að kalla það) og færa þjóðinni auðlindina aftur er á villigötum. Sú útgerð eða trillukarl sem fékk úthlutun á sínum tíma og á ennþá þær veiðiheimildir sem þá voru veittar eru vandfundin. Veiðiheimildir hafa gengið kaupum og sölum frá upphafi. Sala á þeim veitti sumum, sem staðið höfðu ölduna svo áratugum skipti, leið út. Framsalið veitti mönnum jafnframt frelsi til að leita á ný mið.Miklar skuldbindingar Þær útgerðir sem starfandi eru í dag hafa farið í veigamiklar fjárfestingar til að ná til sín heimildum. Eitt tonn af þorski kostar um 2,4 milljónir. Meðalstór línubátur getur landað sirka 12 tonnum, sem segir okkur að heimildin fyrir einum róðri á góðri vertíð á slíkum bát kostar um 28,8 milljónir. Þá eru eftir greiðslur af bátnum sjálfum sem hlaupa á milljónum, launakostnaður, beita og annað tilfallandi. Þá er ekki sagan öll sögð, því verð á fiskmörkuðum ræður því hvaða tekjur hljótast af róðrinum. Að sjálfsögðu endurnýjast aflaheimildir einu sinni á ári, en talið er að kaupandi aflaheimilda geti verið allt að tíu ár að greiða fyrir þær. Skuldbindingar íslenskra útgerða eru miklar. Flestar útgerðir hafa lagt veiðiheimildir að veði hjá bönkum til að eiga möguleika á að starfa. Hvernig á ríkið að taka þær til baka? Hvernig á að tryggja að útgerðir standi í báða fætur án veiðiheimilda? Standa við skuldbindingar sínar og að auki að leigja af ríkinu heimildirnar á nýjan leik? Það að stjórnmálaflokkar leggi fram slík loforð er mjög ábyrgðarlaust. Í raun er verið að boða hrinu gjaldþrota innan sjávarútvegsins, sem gæti líklega orðið stærri skellur fyrir þjóðarbúið en bankahrunið, sem við hugsum enn með hryllingi til. Brýnt er að fólk kynni sér vel stöðu sjávarútvegsins og framkvæmd fiskveiðistjórnunarkerfisins því þær efnahagsógöngur sem blasa við ef draumar sumra stjórnmálaflokka verða að veruleika, munu reynast martröð fyrir þjóðina alla.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Þann draum að bjóða upp aflaheimildir og stórauka þannig tekjur ríkissjóðs má finna í stefnuskrám sumra stjórnmálaflokka fyrir komandi alþingiskosningar. Þessi hugmynd hljómar eflaust vel í eyrum þeirra sem ekki þekkja til þess kerfis sem nú er við lýði en þegar málið er betur skoðað kemur í ljós að draumurinn er tálsýn ein. Frá því að fiskstjórnunarkerfið var fyrst sett á, þar sem veiðiheimildum var úthlutað út frá viðmiðum veiðiáranna á undan, hefur mikið breyst, enda þróast kerfi eðli máls samkvæmt til hins betra eftir því sem árin líða. Sú ákvörðun Alþingis að lögfesta ákvæði sem heimilaði eigendum veiðiheimilda að selja þær frá sér hefur löngu náð markmiði sínu, þ.e. að vernda fiskistofnana við strendur Íslands og koma á stærðarhagkvæmni í greininni. Raunar hefur fyrrnefnt ákvæði haft slík jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg að aðrar greinar myndu gera vel að taka sér það til fyrirmyndar. Umræðan sem nú er í gangi um að afnema gjafakerfið (eins og sumir kjósa að kalla það) og færa þjóðinni auðlindina aftur er á villigötum. Sú útgerð eða trillukarl sem fékk úthlutun á sínum tíma og á ennþá þær veiðiheimildir sem þá voru veittar eru vandfundin. Veiðiheimildir hafa gengið kaupum og sölum frá upphafi. Sala á þeim veitti sumum, sem staðið höfðu ölduna svo áratugum skipti, leið út. Framsalið veitti mönnum jafnframt frelsi til að leita á ný mið.Miklar skuldbindingar Þær útgerðir sem starfandi eru í dag hafa farið í veigamiklar fjárfestingar til að ná til sín heimildum. Eitt tonn af þorski kostar um 2,4 milljónir. Meðalstór línubátur getur landað sirka 12 tonnum, sem segir okkur að heimildin fyrir einum róðri á góðri vertíð á slíkum bát kostar um 28,8 milljónir. Þá eru eftir greiðslur af bátnum sjálfum sem hlaupa á milljónum, launakostnaður, beita og annað tilfallandi. Þá er ekki sagan öll sögð, því verð á fiskmörkuðum ræður því hvaða tekjur hljótast af róðrinum. Að sjálfsögðu endurnýjast aflaheimildir einu sinni á ári, en talið er að kaupandi aflaheimilda geti verið allt að tíu ár að greiða fyrir þær. Skuldbindingar íslenskra útgerða eru miklar. Flestar útgerðir hafa lagt veiðiheimildir að veði hjá bönkum til að eiga möguleika á að starfa. Hvernig á ríkið að taka þær til baka? Hvernig á að tryggja að útgerðir standi í báða fætur án veiðiheimilda? Standa við skuldbindingar sínar og að auki að leigja af ríkinu heimildirnar á nýjan leik? Það að stjórnmálaflokkar leggi fram slík loforð er mjög ábyrgðarlaust. Í raun er verið að boða hrinu gjaldþrota innan sjávarútvegsins, sem gæti líklega orðið stærri skellur fyrir þjóðarbúið en bankahrunið, sem við hugsum enn með hryllingi til. Brýnt er að fólk kynni sér vel stöðu sjávarútvegsins og framkvæmd fiskveiðistjórnunarkerfisins því þær efnahagsógöngur sem blasa við ef draumar sumra stjórnmálaflokka verða að veruleika, munu reynast martröð fyrir þjóðina alla.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar