Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Ak. 94-82 | Stólarnir sigu fram úr í lokin Haukur Skúlason í Síkinu skrifar 13. október 2016 20:45 Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls. vísir/anton Tindastólsmenn frá Sauðárkróki höfðu sigur gegn nýliðum Þórs frá Akureyri í fyrsta Norðurlandsslag vetrarins og þeim fyrsta í allmörg ár í efstu deild. Þetta var fyrsti sigur Tindastóls á tímabilinu en Þórsarar eru enn án stiga. Leikurinn var jafn lengst af og hin besta skemmtun. Í byrjun leiks voru sóknir liðanna frekar höktandi og greinilegt að það er enn haustbragur á mönnum og ýmislegt sem á eftir að slípast betur saman, staðan að loknum fyrsta leikhluta 19-16. Í öðrum leikhluta hins vegar var allt annað upp á teningnum og liðin fóru að hitta mun betur og var leikurinn mjög skemmtilegur á að horfa, staðan í hálfleik 48-44. Í þriðja leikhluta voru varnirnar aftur skrúfaðar upp og erfitt var að finna körfurnar á köflum, staðan eftir þrjá leikhluta 66-65 og virtist ætla að stefna í æsispennandi loka leikhluta. Þegar sjö mínútur voru eftir náðu Þórsarar að jafna leikinn og stress komið í þá fjölmörgu áhorfendur sem mættir voru í Síkið. En þá stigu Stólarnir á bensíngjöfina og litu ekki aftur til baka og unnu að lokum sanngjarnan sigur 94-82. Hjá Stólunum var Mamadou Samb góður og þá sérstaklega á lokakafla leiksins þegar mest á reyndi. Kappinn endaði með 25 stig og 10 fráköst. Kærkomið fyrir hann og ekki síður áhangendur Tindastóls sem höfðu þó nokkuð miklar áhyggjur af honum eftir fyrsta leik tímabilsins gegn KR þar sem hann þótti ekki standa undir væntingum. Pétur Rúnar Birgisson var einnig mjög mikilvægur fyrir Tindastól með 20 stig ásamt því sem hann spilaði liðsfélaga sína vel uppi með átta stoðsendingum. Hinn rauðvínslegni Darrel Lewis fór fyrir Þórsurum í kvöld með 20 stigum og sex fráköstum. Þessi 40 ára gamli leikmaður virðist ekkert ætla að hægja á sér á næstunni. Einnig var gaman að fylgjast með hinum hávaxna Tryggva Snæ Hlinasyni, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann endaði með 11 stig og hitti úr öllum sínum fimm skotum, að auki var hann með þrjú varin skot ásamt því að hann breytti skotstefnu margra skota með lengd sinni. Gríðarlega spennandi leikmaður og með mikinn leikskilning þrátt fyrir stutta körfuboltaævi.Darrel Lewis: Það er mikið af hæfileikum í liðinu Darrel Lewis leikmaður Þórs og fyrrum leikmaður Tindastóls átti góðan leik á móti sínum gömlu félögum. Hann þekkir það vel að spila í Síkinu. „Tindastólsmenn börðust meira og fóru á eftir öllum lausum boltum. Ég er ekki að segja að við höfum gefist upp, bara að þeir börðust meira,“ sagði Darrel Lewis eftir leikinn. „Þegar við náum að slípa okkur betur saman og leikmenn átta sig betur á sínum hlutverkum þá verðum við öflugir. Það er mikið af hæfileikum í liðinu og við eigum eftir að vinna marga leiki,“ sagði Darrel Lewis ennfremur þegar hann var spurður út í veturinn sem framundan er. Að lokum hafði Lewis þetta að segja um veru sína hjá Þór á Akureyri. „Þetta er svipað því þegar ég kom fyrst á Sauðárkrók. Liðið er nýliði í deildinni og ég er bara að reyna að hjálpa til við að liðið haldi sér í deildinni og geti vonandi keppt um titla,“ sagði Darrel Lewis.Jose María Costa: Margar góðar mínútur og líka margar slæmar „Við erum með ungt lið og eins og gengur og gerist hjá slíkum liðum vantar stöðugleika. Við spiluðum margar góðar mínútur og líka margar slæmar. Ég vil að leikmenn séu tilbúnir að leggja hart að sér til að bæta sinn leik og þá bætist leikur liðsins í framhaldinu,“ sagði Jose María Costa. Hvað segir Jose María Costa um Mamadou Samb, leikmann Tindastóls. „Allir búast við að erlendur leikmaður skori mikið af stigum og geri marga hluti. Ég vil hins vegar meina að körfubolti sé liðsíþrótt og að allt liðið þurfi að standa sig vel. Samb er ekki enn kominn í sitt besta form en hann er duglegur og er að vinna í því. Hann vill læra og vonandi á hann eftir að nýtast okkur vel á tímabilinu,“ sagði Jose María Costa að lokum.Helgi Rafn: Hef aldrei tapað á Bændadögum Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, var ánægður eftir fyrsta sigur tímabilsins. „Liðsheildin var það sem skóp sigurinn. Allir voru að skora og allir voru að leggja sitt af mörkum. Breiddin er mikil og það er hægt að fara djúpt á bekkinn," sagði Helgi Rafn aðspurður um leikinn. „Ég hef aldrei tapað þegar Bændadagar eru haldnir í Skagfirðingabúð," bætti Helgi Rafn svo við og voru menn sammála um að það þyrfti að fá Þórólf kaupfélagsstjóra til að halda Bændadaga sem oftast.Benedikt: Höfum spilað hörkuleiki við tvö lið sem spáð er ofarlega Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs, hefur horft upp á sína menn tapa tveimur fyrstu leikjum sínum þrátt fyrir góða frammistöðu. „Það var ýmislegt sem klikkaði. Það vantar meiri heildarbrag bæði í vörn og sókn hjá okkur. Tindastólsmenn voru betri og áttu sigurinn skilinn. Við töpum boltanum of oft undir lokin og setjum ekki nógu oft upp leikkerfi,“ sagði Benedikt Guðmundsson um leikinn og bætti svo við um tímabilið sem framundan er. „Við erum brattir og rólegir yfir þessu. Við höfum spilað hörkuleiki við tvö lið sem spáð er ofarlega. Þetta snýst vissulega um að fá stig á töfluna en við verðum orðnir fínir áður en um langt líður,“ sagði Benedikt.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Tindastólsmenn frá Sauðárkróki höfðu sigur gegn nýliðum Þórs frá Akureyri í fyrsta Norðurlandsslag vetrarins og þeim fyrsta í allmörg ár í efstu deild. Þetta var fyrsti sigur Tindastóls á tímabilinu en Þórsarar eru enn án stiga. Leikurinn var jafn lengst af og hin besta skemmtun. Í byrjun leiks voru sóknir liðanna frekar höktandi og greinilegt að það er enn haustbragur á mönnum og ýmislegt sem á eftir að slípast betur saman, staðan að loknum fyrsta leikhluta 19-16. Í öðrum leikhluta hins vegar var allt annað upp á teningnum og liðin fóru að hitta mun betur og var leikurinn mjög skemmtilegur á að horfa, staðan í hálfleik 48-44. Í þriðja leikhluta voru varnirnar aftur skrúfaðar upp og erfitt var að finna körfurnar á köflum, staðan eftir þrjá leikhluta 66-65 og virtist ætla að stefna í æsispennandi loka leikhluta. Þegar sjö mínútur voru eftir náðu Þórsarar að jafna leikinn og stress komið í þá fjölmörgu áhorfendur sem mættir voru í Síkið. En þá stigu Stólarnir á bensíngjöfina og litu ekki aftur til baka og unnu að lokum sanngjarnan sigur 94-82. Hjá Stólunum var Mamadou Samb góður og þá sérstaklega á lokakafla leiksins þegar mest á reyndi. Kappinn endaði með 25 stig og 10 fráköst. Kærkomið fyrir hann og ekki síður áhangendur Tindastóls sem höfðu þó nokkuð miklar áhyggjur af honum eftir fyrsta leik tímabilsins gegn KR þar sem hann þótti ekki standa undir væntingum. Pétur Rúnar Birgisson var einnig mjög mikilvægur fyrir Tindastól með 20 stig ásamt því sem hann spilaði liðsfélaga sína vel uppi með átta stoðsendingum. Hinn rauðvínslegni Darrel Lewis fór fyrir Þórsurum í kvöld með 20 stigum og sex fráköstum. Þessi 40 ára gamli leikmaður virðist ekkert ætla að hægja á sér á næstunni. Einnig var gaman að fylgjast með hinum hávaxna Tryggva Snæ Hlinasyni, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann endaði með 11 stig og hitti úr öllum sínum fimm skotum, að auki var hann með þrjú varin skot ásamt því að hann breytti skotstefnu margra skota með lengd sinni. Gríðarlega spennandi leikmaður og með mikinn leikskilning þrátt fyrir stutta körfuboltaævi.Darrel Lewis: Það er mikið af hæfileikum í liðinu Darrel Lewis leikmaður Þórs og fyrrum leikmaður Tindastóls átti góðan leik á móti sínum gömlu félögum. Hann þekkir það vel að spila í Síkinu. „Tindastólsmenn börðust meira og fóru á eftir öllum lausum boltum. Ég er ekki að segja að við höfum gefist upp, bara að þeir börðust meira,“ sagði Darrel Lewis eftir leikinn. „Þegar við náum að slípa okkur betur saman og leikmenn átta sig betur á sínum hlutverkum þá verðum við öflugir. Það er mikið af hæfileikum í liðinu og við eigum eftir að vinna marga leiki,“ sagði Darrel Lewis ennfremur þegar hann var spurður út í veturinn sem framundan er. Að lokum hafði Lewis þetta að segja um veru sína hjá Þór á Akureyri. „Þetta er svipað því þegar ég kom fyrst á Sauðárkrók. Liðið er nýliði í deildinni og ég er bara að reyna að hjálpa til við að liðið haldi sér í deildinni og geti vonandi keppt um titla,“ sagði Darrel Lewis.Jose María Costa: Margar góðar mínútur og líka margar slæmar „Við erum með ungt lið og eins og gengur og gerist hjá slíkum liðum vantar stöðugleika. Við spiluðum margar góðar mínútur og líka margar slæmar. Ég vil að leikmenn séu tilbúnir að leggja hart að sér til að bæta sinn leik og þá bætist leikur liðsins í framhaldinu,“ sagði Jose María Costa. Hvað segir Jose María Costa um Mamadou Samb, leikmann Tindastóls. „Allir búast við að erlendur leikmaður skori mikið af stigum og geri marga hluti. Ég vil hins vegar meina að körfubolti sé liðsíþrótt og að allt liðið þurfi að standa sig vel. Samb er ekki enn kominn í sitt besta form en hann er duglegur og er að vinna í því. Hann vill læra og vonandi á hann eftir að nýtast okkur vel á tímabilinu,“ sagði Jose María Costa að lokum.Helgi Rafn: Hef aldrei tapað á Bændadögum Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, var ánægður eftir fyrsta sigur tímabilsins. „Liðsheildin var það sem skóp sigurinn. Allir voru að skora og allir voru að leggja sitt af mörkum. Breiddin er mikil og það er hægt að fara djúpt á bekkinn," sagði Helgi Rafn aðspurður um leikinn. „Ég hef aldrei tapað þegar Bændadagar eru haldnir í Skagfirðingabúð," bætti Helgi Rafn svo við og voru menn sammála um að það þyrfti að fá Þórólf kaupfélagsstjóra til að halda Bændadaga sem oftast.Benedikt: Höfum spilað hörkuleiki við tvö lið sem spáð er ofarlega Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs, hefur horft upp á sína menn tapa tveimur fyrstu leikjum sínum þrátt fyrir góða frammistöðu. „Það var ýmislegt sem klikkaði. Það vantar meiri heildarbrag bæði í vörn og sókn hjá okkur. Tindastólsmenn voru betri og áttu sigurinn skilinn. Við töpum boltanum of oft undir lokin og setjum ekki nógu oft upp leikkerfi,“ sagði Benedikt Guðmundsson um leikinn og bætti svo við um tímabilið sem framundan er. „Við erum brattir og rólegir yfir þessu. Við höfum spilað hörkuleiki við tvö lið sem spáð er ofarlega. Þetta snýst vissulega um að fá stig á töfluna en við verðum orðnir fínir áður en um langt líður,“ sagði Benedikt.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn