„Akademían ákveðið að ganga plebbaskapnum á hönd“ Magnús Guðmundsson skrifar 13. október 2016 14:45 Þeir Kristján og Páll eru á öndverðri skoðun þegar kemur að Nóbelsverðlaunahafafnum Bob Dylan. Vísir Ákvörðun Sænsku Nóbelsnefndarinnar að veita Bandaríska söngvaskáldinu Bob Dylan Nóbelsverðlaunin í bókmenntun í ár hefur vakið misjöfn viðbrögð. Í salnum þar sem ákvörðun nefndarinnar var tilkynnt mátti heyra bæði gleðióp og óánægjuraddir, enda sýnist hverjum sitt um gæði verka Dylans og bókmenntalegt gildi. Af því tilefni fékk Vísir tvo íslenska og vel þekkta bókmenntamenn, þá Kristján B. Jónasson hjá Crymogeu og Pál Valsson hjá Bjarti, til þess að tjá sig um þessa umdeildu ákvörðun. Hvað finnst þér um ákvörðun akademíunnar? Kristján B. Jónasson, útgefandi Crymogeu: „Bob Dylan er ekki aðeins einn af þessum tónlistarkörlum sem spilaðir eru í drep á Rás 2 öllum stundum, heldur líka af einhverjum furðulegum ástæðum talinn af mörgum mikið skáld. Góður vinur minn, bandarískur, kom mér fyrst í kynni við hann á skáldskapargrundvelli, en hann sjálfur hafði farið á um 100 tónleika með honum og hélt mikið upp á hann sem skáld og rithöfund.“Að neðan má hlusta á Forever Young með Dylan. „Ég uppgötvaði við lestur á þessum skotrímuðu og oft kjánalegu söngtextum að Dylan hefur haldið uppi fornri hefð alþýðusöngva, ballöðuhefðinni, sem er samt ekki það sem Bó kallar „ballads“, svo það sé tekið fram. Þetta er fullkomlega virðingarverð hefð. Skáldið er með einhvers konar þráð eða sögu sem hann rímar saman erindi um, það er viðlag sem jafnan er kveðið með reglubundnum hætti, svona eins og fólk þekkir úr vikivökum eða sagnadönsum fyrr á öldum. En myndmálið var brak úr ýmsum áttum, úr þýskri rómantík, bandarískri ljóðahefð eða kokkað úr franska symbólismanum, en því miður ... bara 70 árum á eftir sínum tíma. Þannig er Dylan örugglega sá sem sænska akademían segir hann vera, endurnýjunarmaður bandaríska alþýðusöngva, en af hverju fær þá Kim Larsen ekki Nóbel eða Peter Maffay, sem mun víst vera mikill endurnýjunarmaður þýskrar rokktónlistar? Sú staðreynd að Dylan er – þegar söngur hans og status er fiskaður frá – ekki nema bara svona sæmilegt skáld virðist ekki þvælast fyrir fólkinu sem veitti Elfriede Jelinenk, Hertu Müller, Mo Yan og Orhan Pamuk verðlaunin. Akademían virðist hafa fengið almanntengslateymi til að fríska upp á sig og ákveðið að ganga plebbaskapnum á hönd. Hún þorir ekki lengur að verðlauna raunveruleg gæði, heldur lætur frægðina blinda sig,“ segir Kristján.Að neðan má hlusta á Mr. Tambourine Man með Dylan.Páll Valsson, útgáfustjóri Bjarts:„Það er sérstakt fagnaðarefni að Bob Dylan fái Bókmenntaverðlaun Nóbels. Hann hefur með verkum sínum lokið upp undraheimum bókmennta fyrir fleira fólki en sjálfsagt nokkurt annað núlifandi skáld. Margir uppgötvuðu fyrst töfra góðrar ljóðlistar í gegnum texta Dylans, þannig laðaði hann fjölda fólks að ljóðum og bókmenntum, og kveikti líka neistann í mörgu skáldinu. Dylan er eitt áhrifamesta núlifandi skáld heimsins, á alla mælikvarða, hvort sem mönnum líkar það eða ekki.“Bob Dylan syngur Knockin' on Heavens Door hér að neðan.„Á vissan hátt má líka líta á þessa verðlaunaveitingu sem hliðstæðu þess þegar Megas fékk Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu. Báðir ruddu braut ákveðnu tungutaki og miðluðu annars konar upplifunum og tjáningu en áður tíðkaðist í þessu samhengi. Og fer vel á því að nefna hér Megas sem er skilgetið afkvæmi Dylans, sem hafði gríðarleg áhrif á hann, rétt eins og Bubba Morthens og fleiri góða menn sem síðan hafa auðgað líf okkar og tilveru. Áhrif Dylans eru óumdeild, þótt auðvitað megi deila um bókmenntagildi einhverra texta hans, eins og allra annarra höfunda. En þar sem Dylan rís hæst, í sínum bestu textum, er hann algjörlega á pari við það besta – bæði í ljóðrænni túlkun og því hvernig hann speglar oft harðan veruleika, tíðaranda og persónulegri reynslu og veitir inn í textana. Sjálfsagt munu heyrast einhverjar hjáróma raddir um lágmenningu, en mér finnst Sænska Akademían sýna styrk með þessari veitingu og er mjög kátur með þetta val.“Að neðan má sjá upptöku frá afhendingunni. Ákvörðunin er tilkynnt þegar rúmar ellefu mínútur eru liðnar af myndbandinu og greinilegt að skiptar skoðanir eru á meðal þeirra sem voru í salnum. Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Bob Dylan hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bandaríska tónskáldið Bob Dylan hlýtur verðlaunin 2016. 13. október 2016 10:54 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Ákvörðun Sænsku Nóbelsnefndarinnar að veita Bandaríska söngvaskáldinu Bob Dylan Nóbelsverðlaunin í bókmenntun í ár hefur vakið misjöfn viðbrögð. Í salnum þar sem ákvörðun nefndarinnar var tilkynnt mátti heyra bæði gleðióp og óánægjuraddir, enda sýnist hverjum sitt um gæði verka Dylans og bókmenntalegt gildi. Af því tilefni fékk Vísir tvo íslenska og vel þekkta bókmenntamenn, þá Kristján B. Jónasson hjá Crymogeu og Pál Valsson hjá Bjarti, til þess að tjá sig um þessa umdeildu ákvörðun. Hvað finnst þér um ákvörðun akademíunnar? Kristján B. Jónasson, útgefandi Crymogeu: „Bob Dylan er ekki aðeins einn af þessum tónlistarkörlum sem spilaðir eru í drep á Rás 2 öllum stundum, heldur líka af einhverjum furðulegum ástæðum talinn af mörgum mikið skáld. Góður vinur minn, bandarískur, kom mér fyrst í kynni við hann á skáldskapargrundvelli, en hann sjálfur hafði farið á um 100 tónleika með honum og hélt mikið upp á hann sem skáld og rithöfund.“Að neðan má hlusta á Forever Young með Dylan. „Ég uppgötvaði við lestur á þessum skotrímuðu og oft kjánalegu söngtextum að Dylan hefur haldið uppi fornri hefð alþýðusöngva, ballöðuhefðinni, sem er samt ekki það sem Bó kallar „ballads“, svo það sé tekið fram. Þetta er fullkomlega virðingarverð hefð. Skáldið er með einhvers konar þráð eða sögu sem hann rímar saman erindi um, það er viðlag sem jafnan er kveðið með reglubundnum hætti, svona eins og fólk þekkir úr vikivökum eða sagnadönsum fyrr á öldum. En myndmálið var brak úr ýmsum áttum, úr þýskri rómantík, bandarískri ljóðahefð eða kokkað úr franska symbólismanum, en því miður ... bara 70 árum á eftir sínum tíma. Þannig er Dylan örugglega sá sem sænska akademían segir hann vera, endurnýjunarmaður bandaríska alþýðusöngva, en af hverju fær þá Kim Larsen ekki Nóbel eða Peter Maffay, sem mun víst vera mikill endurnýjunarmaður þýskrar rokktónlistar? Sú staðreynd að Dylan er – þegar söngur hans og status er fiskaður frá – ekki nema bara svona sæmilegt skáld virðist ekki þvælast fyrir fólkinu sem veitti Elfriede Jelinenk, Hertu Müller, Mo Yan og Orhan Pamuk verðlaunin. Akademían virðist hafa fengið almanntengslateymi til að fríska upp á sig og ákveðið að ganga plebbaskapnum á hönd. Hún þorir ekki lengur að verðlauna raunveruleg gæði, heldur lætur frægðina blinda sig,“ segir Kristján.Að neðan má hlusta á Mr. Tambourine Man með Dylan.Páll Valsson, útgáfustjóri Bjarts:„Það er sérstakt fagnaðarefni að Bob Dylan fái Bókmenntaverðlaun Nóbels. Hann hefur með verkum sínum lokið upp undraheimum bókmennta fyrir fleira fólki en sjálfsagt nokkurt annað núlifandi skáld. Margir uppgötvuðu fyrst töfra góðrar ljóðlistar í gegnum texta Dylans, þannig laðaði hann fjölda fólks að ljóðum og bókmenntum, og kveikti líka neistann í mörgu skáldinu. Dylan er eitt áhrifamesta núlifandi skáld heimsins, á alla mælikvarða, hvort sem mönnum líkar það eða ekki.“Bob Dylan syngur Knockin' on Heavens Door hér að neðan.„Á vissan hátt má líka líta á þessa verðlaunaveitingu sem hliðstæðu þess þegar Megas fékk Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu. Báðir ruddu braut ákveðnu tungutaki og miðluðu annars konar upplifunum og tjáningu en áður tíðkaðist í þessu samhengi. Og fer vel á því að nefna hér Megas sem er skilgetið afkvæmi Dylans, sem hafði gríðarleg áhrif á hann, rétt eins og Bubba Morthens og fleiri góða menn sem síðan hafa auðgað líf okkar og tilveru. Áhrif Dylans eru óumdeild, þótt auðvitað megi deila um bókmenntagildi einhverra texta hans, eins og allra annarra höfunda. En þar sem Dylan rís hæst, í sínum bestu textum, er hann algjörlega á pari við það besta – bæði í ljóðrænni túlkun og því hvernig hann speglar oft harðan veruleika, tíðaranda og persónulegri reynslu og veitir inn í textana. Sjálfsagt munu heyrast einhverjar hjáróma raddir um lágmenningu, en mér finnst Sænska Akademían sýna styrk með þessari veitingu og er mjög kátur með þetta val.“Að neðan má sjá upptöku frá afhendingunni. Ákvörðunin er tilkynnt þegar rúmar ellefu mínútur eru liðnar af myndbandinu og greinilegt að skiptar skoðanir eru á meðal þeirra sem voru í salnum.
Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Bob Dylan hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bandaríska tónskáldið Bob Dylan hlýtur verðlaunin 2016. 13. október 2016 10:54 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Bob Dylan hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bandaríska tónskáldið Bob Dylan hlýtur verðlaunin 2016. 13. október 2016 10:54