Jafnlaunavottun: Lykillinn að frjálsum vinnumarkaði Sigrún Ingibjörg Gísladóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2016 10:18 Þegar tekið hefur verið tillit til allra málefnalegra þátta sem skilja á milli starfsmanna; vinnustundir, menntun, reynsla og geta, stendur eftir að konur fá að meðaltali 10% lægri laun en karlar fyrir sama starf. Þetta er óásættanlegt og það sem meira er, þetta er ólöglegt. Fáir vinnuveitendur gangast við því að greiða konum vísvitandi lægri laun en körlum og enn færri konur gangast við því að semja vitandi um 10% lægri laun en karlar. Launaleynd hefur verið afnumin en enn gætir upplýsingahalla á vinnumarkaði. Konur vita oft ekki að samstarfsmenn þeirra fái 10% hærri laun vegna happdrættis í vöggugjöf. Þann 10. október s.l. kynnti Viðreisn fyrsta þingmál sitt; innleiðing skyldu til jafnlaunavottunar hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum með 25 eða fleiri starfsmenn. Jafnlaunavottunin felst í því að fyrirtæki af þessari stærðargráðu munu upplýsa hver óútskýrður kynbundinn launamunur er á vinnustaðnum. Þetta verður gert samhliða skilum á ársreikningi. Með sama hætti og ársreikningi er ætlað að sýna að fyrirtæki hefur ekki brotið gegn reglum um reikningsskil yfir árið, er jafnlaunavottuninni ætlað að sýna að fyrirtæki hafi ekki brotið gegn lögum og greitt konum lægri laun fyrir það eitt að vera konur. Ekki stendur til að stofna nýja eftirlitsstofnun eða ríkisbatterí, heldur munu fyrirtæki láta þriðja aðila framkvæma jafnlaunavottun samhliða árlegri úttekt á öðrum þáttum reksturs. Þessar upplýsingar verða síðan aðgengilegar starfsmönnum. Fyrirtæki munu ekki þurfa að greiða starfsmönnum sömu laun óháð vinnuframlagi og hæfni. Málefnalegar ástæður kunna að vera fyrir hærri launum. Hins vegar verður fyrirtækjum og opinberum stofnunum gert að upplýsa hver launamunur er á milli kynjanna að teknu tilliti til allra málefnalegra sjónarmiða. Þeim verður gert að upplýsa ef konur fá minna greitt fyrir það eitt að vera konur. Skylda til jafnlaunavottunar leiðir til þess að starfsmenn á frjálsum markaði hafi nauðsynlegar upplýsingar til þess að semja um rétt og sanngjörn laun. Markaður er enda ekki frjáls ef annar aðili samningssambands skortir nauðsynlegar upplýsingar til þess að rétt verð sé fundið. Nú heyrast raddir um að þetta sé of mikil afskiptasemi af vinnumarkaði. Eru þetta nákvæmlega sömu raddir og töluðu gegn fæðingarorlofinu á sínum tíma og öðrum aðgerðum sem hafa það að markmiði að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Svo konur njóti raunverulegs frelsis og geti með sanni keppt á frjálsum markaði verða þær að njóta jafnræðis. Til þess þarf gegnsæi og upplýsingar. Við þurfum tæki fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir til þess að tryggja að þau mismuni ekki á grundvelli kynferðis. Það vill enda enginn greiða konum lægri laun fyrir það eitt að vera konur. Að minnsta kosti vill enginn að það spyrjist út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Þegar tekið hefur verið tillit til allra málefnalegra þátta sem skilja á milli starfsmanna; vinnustundir, menntun, reynsla og geta, stendur eftir að konur fá að meðaltali 10% lægri laun en karlar fyrir sama starf. Þetta er óásættanlegt og það sem meira er, þetta er ólöglegt. Fáir vinnuveitendur gangast við því að greiða konum vísvitandi lægri laun en körlum og enn færri konur gangast við því að semja vitandi um 10% lægri laun en karlar. Launaleynd hefur verið afnumin en enn gætir upplýsingahalla á vinnumarkaði. Konur vita oft ekki að samstarfsmenn þeirra fái 10% hærri laun vegna happdrættis í vöggugjöf. Þann 10. október s.l. kynnti Viðreisn fyrsta þingmál sitt; innleiðing skyldu til jafnlaunavottunar hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum með 25 eða fleiri starfsmenn. Jafnlaunavottunin felst í því að fyrirtæki af þessari stærðargráðu munu upplýsa hver óútskýrður kynbundinn launamunur er á vinnustaðnum. Þetta verður gert samhliða skilum á ársreikningi. Með sama hætti og ársreikningi er ætlað að sýna að fyrirtæki hefur ekki brotið gegn reglum um reikningsskil yfir árið, er jafnlaunavottuninni ætlað að sýna að fyrirtæki hafi ekki brotið gegn lögum og greitt konum lægri laun fyrir það eitt að vera konur. Ekki stendur til að stofna nýja eftirlitsstofnun eða ríkisbatterí, heldur munu fyrirtæki láta þriðja aðila framkvæma jafnlaunavottun samhliða árlegri úttekt á öðrum þáttum reksturs. Þessar upplýsingar verða síðan aðgengilegar starfsmönnum. Fyrirtæki munu ekki þurfa að greiða starfsmönnum sömu laun óháð vinnuframlagi og hæfni. Málefnalegar ástæður kunna að vera fyrir hærri launum. Hins vegar verður fyrirtækjum og opinberum stofnunum gert að upplýsa hver launamunur er á milli kynjanna að teknu tilliti til allra málefnalegra sjónarmiða. Þeim verður gert að upplýsa ef konur fá minna greitt fyrir það eitt að vera konur. Skylda til jafnlaunavottunar leiðir til þess að starfsmenn á frjálsum markaði hafi nauðsynlegar upplýsingar til þess að semja um rétt og sanngjörn laun. Markaður er enda ekki frjáls ef annar aðili samningssambands skortir nauðsynlegar upplýsingar til þess að rétt verð sé fundið. Nú heyrast raddir um að þetta sé of mikil afskiptasemi af vinnumarkaði. Eru þetta nákvæmlega sömu raddir og töluðu gegn fæðingarorlofinu á sínum tíma og öðrum aðgerðum sem hafa það að markmiði að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Svo konur njóti raunverulegs frelsis og geti með sanni keppt á frjálsum markaði verða þær að njóta jafnræðis. Til þess þarf gegnsæi og upplýsingar. Við þurfum tæki fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir til þess að tryggja að þau mismuni ekki á grundvelli kynferðis. Það vill enda enginn greiða konum lægri laun fyrir það eitt að vera konur. Að minnsta kosti vill enginn að það spyrjist út.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun