Fótbolti

Fjórir Íslendingar léku í jafntefli Rosenborg og Sarpsborg.

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hólmar Örn lék með Rosenborg í dag.
Hólmar Örn lék með Rosenborg í dag. Vísir/Getty
Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson voru allir í byrjunarliði þegar Rosenborg gerði jafntefli gegn Sarpsborg á útivelli í dag.

Rosenborg er orðið meistari fyrir töluvert löngu síðan en þrjár umferðir er eftir af deildinni. Gestirnir í Sarpsborg eru í baráttu um Evrópusæti og komust yfir á 14.mínútu með marki frá Jonas Lindberg.

Á 28.mínútu kom Kristinn Jónsson inná í liði Sarpsborg en hann hóf leikinn á bekknum. Rosenborg tókst að jafna rétt fyrir hlé og staðan því 1-1 í leikhléi.

Heimamenn komust yfir á nýjan leik um miðjan síðari hálfleik en Chris Gytkjaer jafnaði á 81.mínútu fyrir meistarana en þá var Matthías farinn af velli.

Niðurstaðan 2-2 jafntefli og Rosenborg er með 21 stigs forystu í norsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×