Fótbolti

Hjörtur lék allan tímann fyrir Bröndby

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Bröndby sem tapaði fyrir Nordsjælland.
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Bröndby sem tapaði fyrir Nordsjælland. Vísir/Getty
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í miðri vörn Bröndby sem gerði jafntefli við Nordsjælland á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Rúnar Alex Rúnarsson sat hins vegar á bekk Nordsjælland í dag en Rúnar hefur leikið flesta af leikjum liðsnis í deildinni til þessa.

Fyrir leikinn var Bröndby í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig eftir að Randers skaust upp fyrir þá með sigri fyrr í dag. Nordsjælland var í 10.sætinu með 13 stig.

Bröndby var sterkari aðilinn í leiknum og átti töluvert fleiri tilraunir að marki en heimamenn. Það var þó Nordsjælland sem tók forystuna á 55.mínútu þegar Godsway Donyoh skoraði. Það stefndi allt í heimasigur en á 83.mínútu jafnaði Jan Kliment metin fyrir gestina og tryggði þeim stig.

Með stiginu færði Bröndby sig aftur upp fyrir Randers í töflunni og er í 2.sæti deildarinnar á markatölu með 23 stig, jafnmörg stig og Hannes Þór Halldórsson og félagar í Randers. FC Kaupmannahöfn er í efsta sætinu með 29 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×