Mætingin á niðurleið í Pepsi-deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2016 06:00 Stuðningsmenn FH mættu best í sumar. vísir/ernir Fréttablaðið er búið að reikna út áhorfendafjöldann í Pepsídeild karla í sumar út frá opinberum tölum á leikskýrslum á vef Knattspyrnusambands Íslands en í heildina mættu 127.740 áhorfendur á leikina 132. Þetta er fækkun um 18.758 frá því á síðasta sumri en að meðaltali mættu 968 áhorfendur á hvern leik í Pepsídeild karla í sumar. Þetta er í annað sinn á síðustu fjórtán árum og í annað sinn í tólf liða deild sem áhorfendur eru færri en 1.000 að meðaltali á leik. Mætingin á leiki í Pepsídeild karla hefur farið jafnt og þétt minnkandi undanfarin ár eins og sést. Frá stofnun tólf liða deildar árið 2008 hefur mætingin minnkað næstum því ár frá ári fyrir utan til dæmis á síðustu leiktíð þegar aukningin var gífurleg. Sumarið 2014 mættu aðeins 923 að meðaltali á hvern leik sem er versta mæting í tólf liða deild og versta mæting í heildina frá árinu 2000 þegar 899 mættu að meðaltali á hvern leik í tíu liða deild. Mætingin var mjög góð í fyrra en alls mættu 1.107 að meðtali á hvern leik. Hrunið var mikið í sumar eins og fram hefur komið. Bæði árið 2014 og aftur í ár var stórmót að trufla deildina en truflunin hefur aldrei verið jafnmikil og núna þegar hlé þurfti að gera á Pepsídeildinni vegna þátttöku Íslands.Versló-þynnka, ekki EM-þynnka Mikið var rætt og ritað í sumar um að Evrópumótið hafði slæm áhrif á deildina en Íslandsmótið dofnaði allsvakalega þegar strákarnir okkar voru að heilla heiminn í Frakklandi. Talað var um EM-þynnku en mætingin var samt ekkert svo slæm strax eftir Evrópumótið ef litið er á mætingu á leikina eftir verslunarmannahelgina. Hún var langverst á meðan Ísland var að spila. Fréttablaðið skipti mætingunni í sumar upp í fjóra flokka; Fyrir EM, á meðan á EM stóð, eftir EM og fram að verslunarmannahelgi og eftir verslunarmannahelgina. Sé þetta sett upp svona sést að áhuginn var mikill á deildinni og fór hún af stað með látum. Alls mættu 1.235 á leikina 42 sem voru spilaðir fyrir EM.Svona leit mætingin út í sumar. Sjá má grafíkina stærri með því að smella á myndina.Fallið var gríðarlegt ef litið er á leikina tólf sem spilaðir voru á meðan á EM stóð en aðeins mættu 516 að meðaltali á þá leiki. EM-þynnkan var svo ekkert sérstaklega mikil en deildin náði sér ágætlega í gang því 919 mættu að meðaltali á leikina 18 sem voru spilaðir eftir EM og fram að verslunarmannahelgi. Það var eftir verslunarmannahelgina sem mótið dofnaði hvað mest. Fótboltaáhugamenn virtust ekki ná sér eftir hana og mættu aðeins 886 að meðaltali á leikina 60 sem voru spilaðir það sem eftir var af mótinu þrátt fyrir að gríðarleg spenna væri bæði um Evrópusæti og í fallbaráttunni en allt þetta réðst í lokaumferðinni.Árbæingar traustir Íslandsmeistarar FH voru með bestu mætinguna í sumar en alls mætti 1.541 að meðaltali á hvern leik hjá Hafnarfjarðarliðinu sem varð meistari annað árið í röð og í áttunda sinn á síðustu þrettán árum. KR var í öðru sæti með 1.163 áhorfendur að meðaltali á leik en næst komu Stjarnan og Breiðablik. Þrátt fyrir að vera í fallbaráttu frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu og falla á endanum í fyrsta sinn eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild voru stuðningsmenn Fylkis traustir sínum mönnum og var Fylkir eitt af fimm liðum með yfir 1.000 áhorfendur að meðaltali í leik. Eyjamenn (651) og Ólafsvíkingar (501) draga meðaltalið mikið niður en neðsta Reykjavíkurliðið var Þróttur þar sem 740 manns mættu að meðaltali á leikina ellefu á Þróttarvelli. Skaginn var efstur landsbyggðarliðanna með 820 áhorfendur að meðaltali á leik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Fréttablaðið er búið að reikna út áhorfendafjöldann í Pepsídeild karla í sumar út frá opinberum tölum á leikskýrslum á vef Knattspyrnusambands Íslands en í heildina mættu 127.740 áhorfendur á leikina 132. Þetta er fækkun um 18.758 frá því á síðasta sumri en að meðaltali mættu 968 áhorfendur á hvern leik í Pepsídeild karla í sumar. Þetta er í annað sinn á síðustu fjórtán árum og í annað sinn í tólf liða deild sem áhorfendur eru færri en 1.000 að meðaltali á leik. Mætingin á leiki í Pepsídeild karla hefur farið jafnt og þétt minnkandi undanfarin ár eins og sést. Frá stofnun tólf liða deildar árið 2008 hefur mætingin minnkað næstum því ár frá ári fyrir utan til dæmis á síðustu leiktíð þegar aukningin var gífurleg. Sumarið 2014 mættu aðeins 923 að meðaltali á hvern leik sem er versta mæting í tólf liða deild og versta mæting í heildina frá árinu 2000 þegar 899 mættu að meðaltali á hvern leik í tíu liða deild. Mætingin var mjög góð í fyrra en alls mættu 1.107 að meðtali á hvern leik. Hrunið var mikið í sumar eins og fram hefur komið. Bæði árið 2014 og aftur í ár var stórmót að trufla deildina en truflunin hefur aldrei verið jafnmikil og núna þegar hlé þurfti að gera á Pepsídeildinni vegna þátttöku Íslands.Versló-þynnka, ekki EM-þynnka Mikið var rætt og ritað í sumar um að Evrópumótið hafði slæm áhrif á deildina en Íslandsmótið dofnaði allsvakalega þegar strákarnir okkar voru að heilla heiminn í Frakklandi. Talað var um EM-þynnku en mætingin var samt ekkert svo slæm strax eftir Evrópumótið ef litið er á mætingu á leikina eftir verslunarmannahelgina. Hún var langverst á meðan Ísland var að spila. Fréttablaðið skipti mætingunni í sumar upp í fjóra flokka; Fyrir EM, á meðan á EM stóð, eftir EM og fram að verslunarmannahelgi og eftir verslunarmannahelgina. Sé þetta sett upp svona sést að áhuginn var mikill á deildinni og fór hún af stað með látum. Alls mættu 1.235 á leikina 42 sem voru spilaðir fyrir EM.Svona leit mætingin út í sumar. Sjá má grafíkina stærri með því að smella á myndina.Fallið var gríðarlegt ef litið er á leikina tólf sem spilaðir voru á meðan á EM stóð en aðeins mættu 516 að meðaltali á þá leiki. EM-þynnkan var svo ekkert sérstaklega mikil en deildin náði sér ágætlega í gang því 919 mættu að meðaltali á leikina 18 sem voru spilaðir eftir EM og fram að verslunarmannahelgi. Það var eftir verslunarmannahelgina sem mótið dofnaði hvað mest. Fótboltaáhugamenn virtust ekki ná sér eftir hana og mættu aðeins 886 að meðaltali á leikina 60 sem voru spilaðir það sem eftir var af mótinu þrátt fyrir að gríðarleg spenna væri bæði um Evrópusæti og í fallbaráttunni en allt þetta réðst í lokaumferðinni.Árbæingar traustir Íslandsmeistarar FH voru með bestu mætinguna í sumar en alls mætti 1.541 að meðaltali á hvern leik hjá Hafnarfjarðarliðinu sem varð meistari annað árið í röð og í áttunda sinn á síðustu þrettán árum. KR var í öðru sæti með 1.163 áhorfendur að meðaltali á leik en næst komu Stjarnan og Breiðablik. Þrátt fyrir að vera í fallbaráttu frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu og falla á endanum í fyrsta sinn eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild voru stuðningsmenn Fylkis traustir sínum mönnum og var Fylkir eitt af fimm liðum með yfir 1.000 áhorfendur að meðaltali í leik. Eyjamenn (651) og Ólafsvíkingar (501) draga meðaltalið mikið niður en neðsta Reykjavíkurliðið var Þróttur þar sem 740 manns mættu að meðaltali á leikina ellefu á Þróttarvelli. Skaginn var efstur landsbyggðarliðanna með 820 áhorfendur að meðaltali á leik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira