Gítartónar Kristins innan um verk Valtýs Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2016 10:00 Kristinn ætlar að frumflytja eitt af eigin verkum. Gítarleikarinn Kristinn Árnason heldur tónleika í Listasafni Íslands laugardaginn 22. október. Þeir hefjast klukkan 17. „Þetta eru einleikstónleikar. Ég verð í salnum uppi sem snýr að Tjörninni. Þar er yfirlitssýning á verkum Valtýs Péturssonar svo umhverfið er skemmtilegt,“ segir Kristinn ánægður. Á efnisskránni eru þrír þættir eftir Sanz, fúga eftir Bach, Pavane eftir Ravel og ýmis verk eftir Albeniz, Granados og Barrios. „Svo ætla ég að frumflytja eitt verk eftir sjálfan mig, það er eiginlega orðin hefð þegar ég held tónleika,“ segir Kristinn sem kveðst alltaf vera að semja. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og Kristinn kveðst búast við að þeir taki um það bil klukkutíma og kortér, með hléi. Svo farið sé yfir feril Kristins þá hefur hann haldið fjölda tónleika hér á landi og erlendis, bæði einn og sem þátttakandi í kammertónlist af ýmsu tagi. Hann hefur haldið einleikstónleika í Wigmore Hall í Lundúnum, Kammerzaal Concertgebouw í Amsterdam og Munch safninu í Ósló auk tónleika á Ítalíu, Spáni, Danmörku og Bandaríkjunum. Einnig hefur hann leikið inn á fjölda hljómdiska, spilað í útvarp og sjónvarp og starfað í leikhúsunum. Sex diskar með gítareinleik Kristins hafa komið út auk annarra diska. Diskur hans með verkum eftir Sor og Ponce hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 1997 í flokki klassískra hljómdiska og að auki hefur hann fimm sinnum verið tilnefndur til sömu verðlauna. Þá hlaut hann verðlaun úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns árið 2007. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. október 2016. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Gítarleikarinn Kristinn Árnason heldur tónleika í Listasafni Íslands laugardaginn 22. október. Þeir hefjast klukkan 17. „Þetta eru einleikstónleikar. Ég verð í salnum uppi sem snýr að Tjörninni. Þar er yfirlitssýning á verkum Valtýs Péturssonar svo umhverfið er skemmtilegt,“ segir Kristinn ánægður. Á efnisskránni eru þrír þættir eftir Sanz, fúga eftir Bach, Pavane eftir Ravel og ýmis verk eftir Albeniz, Granados og Barrios. „Svo ætla ég að frumflytja eitt verk eftir sjálfan mig, það er eiginlega orðin hefð þegar ég held tónleika,“ segir Kristinn sem kveðst alltaf vera að semja. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og Kristinn kveðst búast við að þeir taki um það bil klukkutíma og kortér, með hléi. Svo farið sé yfir feril Kristins þá hefur hann haldið fjölda tónleika hér á landi og erlendis, bæði einn og sem þátttakandi í kammertónlist af ýmsu tagi. Hann hefur haldið einleikstónleika í Wigmore Hall í Lundúnum, Kammerzaal Concertgebouw í Amsterdam og Munch safninu í Ósló auk tónleika á Ítalíu, Spáni, Danmörku og Bandaríkjunum. Einnig hefur hann leikið inn á fjölda hljómdiska, spilað í útvarp og sjónvarp og starfað í leikhúsunum. Sex diskar með gítareinleik Kristins hafa komið út auk annarra diska. Diskur hans með verkum eftir Sor og Ponce hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 1997 í flokki klassískra hljómdiska og að auki hefur hann fimm sinnum verið tilnefndur til sömu verðlauna. Þá hlaut hann verðlaun úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns árið 2007. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. október 2016.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira