Lárus Welding um Jón Ásgeir: „Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2016 13:30 Jón Ásgeir Jóhannesson í dómssal áður en aðalmeðferð hófst í morgun. Hún mun standa út næstu viku. Vísir/GVA Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurði Lárus Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis ítrekað út í samskipti hans við Jón Ásgeir Jóhannesson sem var einn stærsti eigandi Glitnis þegar meint brot sem Aurum-málið snýst um áttu sér stað. Lárus sagði meðal annars að Jón Ásgeir hafi ekki verið í þeirri stöðu að segja honum fyrir verkum og þvertók fyrir að hafa verið beittur þrýstingi af Jóni Ásgeiri vegna lánsins sem ákært er fyrir í málinu. Lárus er ákærður fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. í júlí 2008 en það var í eigu Pálma Haraldssonar. Féð var notað til að kaupa hlut Fons, sem einnig var í eigu Pálma, í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited. Magnús Arnar Arngrímsson fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis er einnig ákærður fyrir umboðssvik, en Jón Ásgeir og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri Jóns Ásgeirs hjá bankanum eru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum. Allir ákærðu neita sök en þeir voru sýknaðir í málinu árið 2014. Hæstiréttur vísaði málinu heim í hérað og er það nú loks til meðferðar. Nánar má lesa um aðdraganda þessarar aðalmeðferðar síðari hér.Sex milljarða króna lánveitingin átti sér nokkuð langan aðdraganda innan Glitnis og bar saksóknari gögn undir Lárus sem náðu aftur til febrúar 2008. Var meðal annars borinn undir hann tölvupóstur sem Bjarni sendi Lárusi.Lárus Welding og Magnús ARnar heilsast í dómssal í morgun.Vísir/GVAJÁJ og PH eru agressífir „Sæll, JÁJ og PH eru agressífir. Erum við ekki sammála um að við þurfum tryggingar ef við lánum Fons nýjan pening? Kv. BJ“ Saksóknari spurði Lárus hvort hann hefði látið það óátalið að Jón Ásgeir væri í svona samskiptum við starfsmenn bankans. „Ha? Hvað átti ég að gera? Hvað leggurðu til að ég hafi átt að gera? Átti ég að hringja í Jón Ásgeir og segja „Ekki senda Bjarna svona tölvupósta“?“ spurði Lárus Ólaf Þór sem svaraði játandi. Hann bar svo skömmu síðar annan tölvupóst undir Lárus sem var frá Gunnari Sigurðssyni forstjóra Baugs. Í tölvupóstinum var að finna tillögu varðandi það að Glitnir myndi kaupa hlut Pálma í Aurum og þannig yrðu allar skuldbindingar hans gagnvart Glitni komnar í lag, eins og það var orðað. Saksóknari spurði Lárus hvort hann hefði vitað að þessi tillaga hefði upphaflega komið frá Jóni Ásgeiri og svaraði Lárus því neitandi. Í tillögunni var gert ráð fyrir því að tryggingagöt Pálma upp á þrjá milljarða yrðu gerð upp, aðrar skuldbindingar hans upp á 800 milljónir yrðu gerðar upp og að hann fengi svo 2,2 milljarða í reiðufé.Verjendur sakborninga í Aurum-málinu.Vísir/GVAÍ mesta lagi einn milljarðÍ maí 2008 sendi síðan starfsmaður Glitnis tölvupóst til Rósants Más Torfasonar, framkvæmdastjóra hjá Glitni, fyrir hönd Lárusar. Í honum kemur fram að Lárus vilji að Rósant skoði þessa tillögu frá Gunnari en fyrstu viðbrögð forstjórans séu þau að ekki gangi að láta Pálma fá svona mikið reiðufé. Í mesta lagi eigi að láta hann fá einn milljarð sem færi þá til niðurgreiðslu á skuldum hans við bankann. Síðar í sama mánuði fær Lárus tölvupóst frá Jóni Ásgeiri. Í honum er að finna nokkurs konar verkefnalista yfir ýmis mál, þar á meðal Aurum sem á þessum tíma var kallað Goldsmith. Í póstinum segir Jón Ásgeir að hann eigi að fá milljarð út úr þeim viðskiptum og að 250 milljónir muni fara í að borga niður yfirdrátt hans hjá Glitni. Það sé prinsipp mál að hann sé ekki með persónulegar skuldir við bankann. Saksóknari spurði Lárus hvers vegna Jón Ásgeir hefði sent honum þennan póst. „Þú verður bara að spyrja hann að því,“ svaraði Lárus en bætti svo við:„Hann hefur mjög sérstakan samskiptamáta í tölvupóstsamskiptum, það liggur fyrir.“Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.Vísir/GVAGoldsmith v FonsAðspurður sagði Lárus síðan að það hefði tíðkast að þeir sem voru með hvað mest umsvif í íslensku viðskiptalífi á þessum tíma hefðu haft beint samband við hann vegna viðskipta.Lárus var síðan spurður út í annan tölvupóst sem Jón Ásgeir sendi til hans og Bjarna í maí 2008: „Þetta eru málin, nenni ekki að bögga ykkur á hverjum degi með þessu enda ætlast ég til að CEO þessara félaga vinni sín mál. Ef við komum þessum málum frá þá er borðið mitt hreint. Annars kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður GLB J“ sagði í tölvupósti Jóns Ásgeirs til Lárusar og Bjarna. Fyrir neðan var síðan listi af málum og meðal annars Aurum sem Jón Ásgeir kallaði „Goldsmith v Fons.“Saksóknari spurði Lárus hvort þetta hefði verið óeðlilegur póstur.„Nei, ekki frá Jóni Ásgeiri. Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta svo það er ekki óeðlilegt að hann sendi svona tölvupóst. Hann er bara að lista upp mál sem hann er að vinna í og ég lagði enga sérstaka þýðingu í þessar tölvupóstsendingar,“ sagði Lárus. Hann var þá spurður hvað hann læsi út úr því sem Jón Ásgeir segði um að best væri að hann yrði starfandi stjórnarformaður bankans. Svaraði Lárus því til að hann hefði ekki lesið neitt út úr því. Eftir að hann hafði fengið þennan tölvupóst frá Jóni sendi Lárus hann áfram til Bjarna og Magnúsar Arnar og sagði að búa þyrfti til lánamál úr efstu tveimur málunum. Annað þeirra var „Goldsmith v Fons.“ Lárus sagði aðspurður að það hefði verið eðlielgt að hann kæmi skilaboðum sem þessum áleiðis til starfsmanna sinna enda tíðkasðist það að menn beindu viðskiptaerindum beint til hans sem hann sendi síðan áfram.Einn og hálfur milljarður eða fjórir? Lárus var síðan spurður út í tölvupóstsamskipti sín við Einar Örn Ólafsson. Einar segir í pósti til Lárusar: „Mér finnst hinn góði eigandi okkar aðeins að setja þig í erfiða stöðu með þessum mail. Goldsmith er t.d. virði 1,5 ma en ekki 4 ma.“Lárus svarar honum og segir að bakhjarlarnir séu að ýta honum út af brúninni en þeir verði að hugsa í lausnum. Saksóknari spurði hvað hann ætti við.„Líklega er Jón bara farinn að gera mig geðveikan.“Hann var þá spurður hvort hann væri ekki að vísa til þess að um væri að ræða þrýsting af hálfu Jóns Ásgeirs. Svar Lárusar var skýrt:„Nei.“Sex milljarða króna lánveitingin sem málið snýst um var notuð til að fjármagna kaup FS38 á 25,7 prósent hlut Fons, sem einnig var í eigu Pálma, í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited en það félag var ekki skráð í kauphöll. Samkvæmt ákæru voru um 2,8 milljarðar af láni Glitnis til FS38 millifærðir til að greiða upp eftirstöðvar á láni Glitins til Fons sem hafði verið veitt í nóvember 2007. Þá voru tveir milljarðar greiddir inn á reikning í eigu Fons, félaginu til frjálsrar ráðstöfunar, að því er segir í ákæru. Eftir stóðu þá 1,2 milljarðar sem voru lagðir inn á handveðsettan reikning Fons hjá markaðsviðskiptum Glitnis en peningarnir áttu að bæta tryggingastöðu félagsins hjá Glitni. Þann sama dag millifærði Glitnir svo einn milljarð af reikningi Fons inn á reikning í eigu Jóns Ásgeirs sem hann nýtti, samkvæmt ákæru, til þess að greiða upp rúmlega 700 milljóna króna ótryggða yfirdráttarskuld sína hjá Glitni. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið: „Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, settist fyrstur í vitnastúkuna í morgun. 19. október 2016 11:16 Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. 19. október 2016 08:15 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurði Lárus Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis ítrekað út í samskipti hans við Jón Ásgeir Jóhannesson sem var einn stærsti eigandi Glitnis þegar meint brot sem Aurum-málið snýst um áttu sér stað. Lárus sagði meðal annars að Jón Ásgeir hafi ekki verið í þeirri stöðu að segja honum fyrir verkum og þvertók fyrir að hafa verið beittur þrýstingi af Jóni Ásgeiri vegna lánsins sem ákært er fyrir í málinu. Lárus er ákærður fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. í júlí 2008 en það var í eigu Pálma Haraldssonar. Féð var notað til að kaupa hlut Fons, sem einnig var í eigu Pálma, í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited. Magnús Arnar Arngrímsson fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis er einnig ákærður fyrir umboðssvik, en Jón Ásgeir og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri Jóns Ásgeirs hjá bankanum eru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum. Allir ákærðu neita sök en þeir voru sýknaðir í málinu árið 2014. Hæstiréttur vísaði málinu heim í hérað og er það nú loks til meðferðar. Nánar má lesa um aðdraganda þessarar aðalmeðferðar síðari hér.Sex milljarða króna lánveitingin átti sér nokkuð langan aðdraganda innan Glitnis og bar saksóknari gögn undir Lárus sem náðu aftur til febrúar 2008. Var meðal annars borinn undir hann tölvupóstur sem Bjarni sendi Lárusi.Lárus Welding og Magnús ARnar heilsast í dómssal í morgun.Vísir/GVAJÁJ og PH eru agressífir „Sæll, JÁJ og PH eru agressífir. Erum við ekki sammála um að við þurfum tryggingar ef við lánum Fons nýjan pening? Kv. BJ“ Saksóknari spurði Lárus hvort hann hefði látið það óátalið að Jón Ásgeir væri í svona samskiptum við starfsmenn bankans. „Ha? Hvað átti ég að gera? Hvað leggurðu til að ég hafi átt að gera? Átti ég að hringja í Jón Ásgeir og segja „Ekki senda Bjarna svona tölvupósta“?“ spurði Lárus Ólaf Þór sem svaraði játandi. Hann bar svo skömmu síðar annan tölvupóst undir Lárus sem var frá Gunnari Sigurðssyni forstjóra Baugs. Í tölvupóstinum var að finna tillögu varðandi það að Glitnir myndi kaupa hlut Pálma í Aurum og þannig yrðu allar skuldbindingar hans gagnvart Glitni komnar í lag, eins og það var orðað. Saksóknari spurði Lárus hvort hann hefði vitað að þessi tillaga hefði upphaflega komið frá Jóni Ásgeiri og svaraði Lárus því neitandi. Í tillögunni var gert ráð fyrir því að tryggingagöt Pálma upp á þrjá milljarða yrðu gerð upp, aðrar skuldbindingar hans upp á 800 milljónir yrðu gerðar upp og að hann fengi svo 2,2 milljarða í reiðufé.Verjendur sakborninga í Aurum-málinu.Vísir/GVAÍ mesta lagi einn milljarðÍ maí 2008 sendi síðan starfsmaður Glitnis tölvupóst til Rósants Más Torfasonar, framkvæmdastjóra hjá Glitni, fyrir hönd Lárusar. Í honum kemur fram að Lárus vilji að Rósant skoði þessa tillögu frá Gunnari en fyrstu viðbrögð forstjórans séu þau að ekki gangi að láta Pálma fá svona mikið reiðufé. Í mesta lagi eigi að láta hann fá einn milljarð sem færi þá til niðurgreiðslu á skuldum hans við bankann. Síðar í sama mánuði fær Lárus tölvupóst frá Jóni Ásgeiri. Í honum er að finna nokkurs konar verkefnalista yfir ýmis mál, þar á meðal Aurum sem á þessum tíma var kallað Goldsmith. Í póstinum segir Jón Ásgeir að hann eigi að fá milljarð út úr þeim viðskiptum og að 250 milljónir muni fara í að borga niður yfirdrátt hans hjá Glitni. Það sé prinsipp mál að hann sé ekki með persónulegar skuldir við bankann. Saksóknari spurði Lárus hvers vegna Jón Ásgeir hefði sent honum þennan póst. „Þú verður bara að spyrja hann að því,“ svaraði Lárus en bætti svo við:„Hann hefur mjög sérstakan samskiptamáta í tölvupóstsamskiptum, það liggur fyrir.“Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.Vísir/GVAGoldsmith v FonsAðspurður sagði Lárus síðan að það hefði tíðkast að þeir sem voru með hvað mest umsvif í íslensku viðskiptalífi á þessum tíma hefðu haft beint samband við hann vegna viðskipta.Lárus var síðan spurður út í annan tölvupóst sem Jón Ásgeir sendi til hans og Bjarna í maí 2008: „Þetta eru málin, nenni ekki að bögga ykkur á hverjum degi með þessu enda ætlast ég til að CEO þessara félaga vinni sín mál. Ef við komum þessum málum frá þá er borðið mitt hreint. Annars kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður GLB J“ sagði í tölvupósti Jóns Ásgeirs til Lárusar og Bjarna. Fyrir neðan var síðan listi af málum og meðal annars Aurum sem Jón Ásgeir kallaði „Goldsmith v Fons.“Saksóknari spurði Lárus hvort þetta hefði verið óeðlilegur póstur.„Nei, ekki frá Jóni Ásgeiri. Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta svo það er ekki óeðlilegt að hann sendi svona tölvupóst. Hann er bara að lista upp mál sem hann er að vinna í og ég lagði enga sérstaka þýðingu í þessar tölvupóstsendingar,“ sagði Lárus. Hann var þá spurður hvað hann læsi út úr því sem Jón Ásgeir segði um að best væri að hann yrði starfandi stjórnarformaður bankans. Svaraði Lárus því til að hann hefði ekki lesið neitt út úr því. Eftir að hann hafði fengið þennan tölvupóst frá Jóni sendi Lárus hann áfram til Bjarna og Magnúsar Arnar og sagði að búa þyrfti til lánamál úr efstu tveimur málunum. Annað þeirra var „Goldsmith v Fons.“ Lárus sagði aðspurður að það hefði verið eðlielgt að hann kæmi skilaboðum sem þessum áleiðis til starfsmanna sinna enda tíðkasðist það að menn beindu viðskiptaerindum beint til hans sem hann sendi síðan áfram.Einn og hálfur milljarður eða fjórir? Lárus var síðan spurður út í tölvupóstsamskipti sín við Einar Örn Ólafsson. Einar segir í pósti til Lárusar: „Mér finnst hinn góði eigandi okkar aðeins að setja þig í erfiða stöðu með þessum mail. Goldsmith er t.d. virði 1,5 ma en ekki 4 ma.“Lárus svarar honum og segir að bakhjarlarnir séu að ýta honum út af brúninni en þeir verði að hugsa í lausnum. Saksóknari spurði hvað hann ætti við.„Líklega er Jón bara farinn að gera mig geðveikan.“Hann var þá spurður hvort hann væri ekki að vísa til þess að um væri að ræða þrýsting af hálfu Jóns Ásgeirs. Svar Lárusar var skýrt:„Nei.“Sex milljarða króna lánveitingin sem málið snýst um var notuð til að fjármagna kaup FS38 á 25,7 prósent hlut Fons, sem einnig var í eigu Pálma, í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited en það félag var ekki skráð í kauphöll. Samkvæmt ákæru voru um 2,8 milljarðar af láni Glitnis til FS38 millifærðir til að greiða upp eftirstöðvar á láni Glitins til Fons sem hafði verið veitt í nóvember 2007. Þá voru tveir milljarðar greiddir inn á reikning í eigu Fons, félaginu til frjálsrar ráðstöfunar, að því er segir í ákæru. Eftir stóðu þá 1,2 milljarðar sem voru lagðir inn á handveðsettan reikning Fons hjá markaðsviðskiptum Glitnis en peningarnir áttu að bæta tryggingastöðu félagsins hjá Glitni. Þann sama dag millifærði Glitnir svo einn milljarð af reikningi Fons inn á reikning í eigu Jóns Ásgeirs sem hann nýtti, samkvæmt ákæru, til þess að greiða upp rúmlega 700 milljóna króna ótryggða yfirdráttarskuld sína hjá Glitni.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið: „Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, settist fyrstur í vitnastúkuna í morgun. 19. október 2016 11:16 Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. 19. október 2016 08:15 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Aurum-málið: „Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, settist fyrstur í vitnastúkuna í morgun. 19. október 2016 11:16
Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. 19. október 2016 08:15