Þótti skrítin grein í byrjun Gunþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2016 09:45 "Stundum höfum við sem erum í þessu fagi sagt að nafn námsgreinarinnar gefi óþarflega þrönga mynd af náminu,“ segir Þorgerður. Fréttablaðið/Valgarður Þorgerður Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði í Háskóla Íslands. Hún segir umræðu um jafnréttismál hafa mikið breyst á þeim 20 árum sem liðin eru frá því sú námsgrein rann af stokkunum við HÍ. „Þetta þótti skrítin grein í byrjun og það þurfti að vinna mikið kynningarstarf áður en fullur skilningur var á því að kynjafræðin væri fag með fögum,“ segir hún. Þorgerður hefur kennt kynjafræðina frá árinu 2000 og átt sinn þátt í að byggja hana upp sem námsbraut. Skyldi strax hafa verið mikil aðsókn? „Hún jókst hægt og bítandi, það voru aldrei neinar skyndivinsældir, minn skilningur var sá að alltaf væri innistæða fyrir fjölguninni. Enn er kynjafræðin aukagrein í grunnnámi en við byrjuðum með meistaranám árið 2005 og svo doktorsnám, þrír doktorar hafa útskrifast nú þegar og sá fjórði er á leiðinni. Við erum tvær að kenna núna, hin er Gyða Margrét Pétursdóttir, hún var fyrsti doktorinn sem deildin útskrifaði.“ Námið er þverfaglegt að sögn Þorgerðar. Þar er rýnt í stöðu karla og kvenna á ýmsum sviðum, svo sem í stjórnmálum, atvinnulífi, menningu, fjölmiðlum og fræðasamfélagi, frá sem flestum sjónarhornum og bæði á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Hún segir konur í meirihluta nemenda en áhuga karla aukast stöðugt. Nú á að gera sér glaðan dag í kvöld í svokallaðri Ingjaldsstofu í HÍ, í tilefni 20 ára afmælisins. Þar ætla fyrrverandi nemendur að rifja upp liðnar stundir, bregða á leik og bera fram afmælistertu. „Við starfsfólkið verðum bara í fríi úti í sal,“ segir Þorgerður og hlakkar til. Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þorgerður Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði í Háskóla Íslands. Hún segir umræðu um jafnréttismál hafa mikið breyst á þeim 20 árum sem liðin eru frá því sú námsgrein rann af stokkunum við HÍ. „Þetta þótti skrítin grein í byrjun og það þurfti að vinna mikið kynningarstarf áður en fullur skilningur var á því að kynjafræðin væri fag með fögum,“ segir hún. Þorgerður hefur kennt kynjafræðina frá árinu 2000 og átt sinn þátt í að byggja hana upp sem námsbraut. Skyldi strax hafa verið mikil aðsókn? „Hún jókst hægt og bítandi, það voru aldrei neinar skyndivinsældir, minn skilningur var sá að alltaf væri innistæða fyrir fjölguninni. Enn er kynjafræðin aukagrein í grunnnámi en við byrjuðum með meistaranám árið 2005 og svo doktorsnám, þrír doktorar hafa útskrifast nú þegar og sá fjórði er á leiðinni. Við erum tvær að kenna núna, hin er Gyða Margrét Pétursdóttir, hún var fyrsti doktorinn sem deildin útskrifaði.“ Námið er þverfaglegt að sögn Þorgerðar. Þar er rýnt í stöðu karla og kvenna á ýmsum sviðum, svo sem í stjórnmálum, atvinnulífi, menningu, fjölmiðlum og fræðasamfélagi, frá sem flestum sjónarhornum og bæði á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Hún segir konur í meirihluta nemenda en áhuga karla aukast stöðugt. Nú á að gera sér glaðan dag í kvöld í svokallaðri Ingjaldsstofu í HÍ, í tilefni 20 ára afmælisins. Þar ætla fyrrverandi nemendur að rifja upp liðnar stundir, bregða á leik og bera fram afmælistertu. „Við starfsfólkið verðum bara í fríi úti í sal,“ segir Þorgerður og hlakkar til.
Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp