Upp í þriggja daga bið eftir innlögn á bráðamóttöku Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2016 21:00 Síðasta árið hefur oft verið fjallað um vanda Landspítala við að útskrifa sjúklinga sem veldur því að erfitt er að skapa pláss fyrir nýja sjúklinga. Vandinn kemur til vegna þess að ekki eru pláss á hjúkrunarheimilum og endurhæfingardeildum. Á föstudag fékk Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans bréf frá tuttugu og tveimur sérfræðilæknum á bráðadeild landspítalans. Í bréfinu lýsa læknarnir yfir neyðarástandi á bráðamótttökunni þar sem deildin sé yfirfull af sjúklingum sem ættu með réttu að fara á aðrar deildir. Á meðan geti þeir ekki sinnt bráðatilfellum nægilega vel.Sjá einnig: Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala og einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið til forstjórans. Hann segir ástandið alvarlegt en minnir þó á bráðveikir eigi að sjálfsögðu að leita á bráðamóttökuna. „Á undanförnum mánuðum hefur ástandið hér á bráðamótttökunni farið smám saman versnandi. Við erum að meðaltali með fimmtán sjúklinga sem liggja hér á hverjum morgni að bíða eftir innlögn á aðrar deildir spítalans og þessar tölur hafa farið upp í 25 til 26 á einum morgni,“ segir Jón Magnús. Hann segir þar af leiðandi aðeins þrjú til fimm pláss vera fyrir nýja sjúklinga á bráðadeildum. „Þannig að ekki bara skapar þetta óþægindi og óöryggi fyrir þá sjúklinga sem bíða eftir að komast í nýtt úrræði heldur er einnig hætta á því að við getum ekki tekið eins hratt á móti nýjum sjúklingum og við gjarnan vildum.“ Sjúklingur bíður að meðaltali í tólf tíma frá því að ákveðið er að hann þurfi að leggjast inn á bráðadeild þar til hann kemst í rúm. En biðin getur farið upp í einn til þrjá sólarhringa og bitnar mest á öldruðum og fjölveikum sjúklingum. Jón Magnús hefur einnig áhyggjur af starfsfólkinu.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist hafa fengið eingöngu brot af því fjármagni sem átti að nýta til að takast á við plássleysi.vísir/þþ/lsh„Starfsfólkið er orðið langþreytt, þá fer það að verða óöruggt í vinnunni og finnst það ekki sinna sjúklingum eins vel og það ætti að gera. Þetta leiðir til starfsþreytu, að fólk fari óánægt heim af vaktinni og það er hætta á að við missum afar hæft starfsfólk ef þetta heldur áfram til lengri tíma,“ segir Jón Magnús. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tekur undir áhyggjur læknanna. Hann segir tvær til þrjár legudeildir fullar af sjúklingum sem séu búnir að fá þá meðhöndlun sem þeir þurfa. „Nær allur rekstrarvandi spítalans núna er vegna yfirvinnu og aukavakta á bráðamóttökunni. Það er vandamál að þurfa að kalla til fólk sem er þegar örþreytt, láta það koma hingað inn og biðja það um að hlaupa hraðar.“ Páll segir ýmis úrræði hafi verið reynd vegna mikillar fjölgunar sjúklinga, en fjölgunin kemur til vegna öldrunar þjóðar og fleiri ferðamanna. En til þess að takast á við vandann þurfi allsherjar endurskipulagningu á spítalanum. „Alþingi samþykkti að veita þúsund milljónir á árinu 2016 til að bæta fráflæðisvanda spítalans. Fram að þessu höfum við bara séð 11 prósent eða 110 millur af því, og það er kominn október. Við eigum vonandi eftir að fá meira. En við teljum að heppilegra hefði verið ef við hefðum haft meira að segja um það hvernig fé hefði verið varið.“ Tengdar fréttir „Ég þrái að komast heim“ Fötluð kona er föst á Landspítalanum vegna manneklu í heimahjúkrun. 27. september 2016 19:00 Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Tuttugu sérfræðilæknar sendu Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala alvarlega áminningu í gær vegna ástandsins sem er á bráðamóttöku. 1. október 2016 12:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Síðasta árið hefur oft verið fjallað um vanda Landspítala við að útskrifa sjúklinga sem veldur því að erfitt er að skapa pláss fyrir nýja sjúklinga. Vandinn kemur til vegna þess að ekki eru pláss á hjúkrunarheimilum og endurhæfingardeildum. Á föstudag fékk Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans bréf frá tuttugu og tveimur sérfræðilæknum á bráðadeild landspítalans. Í bréfinu lýsa læknarnir yfir neyðarástandi á bráðamótttökunni þar sem deildin sé yfirfull af sjúklingum sem ættu með réttu að fara á aðrar deildir. Á meðan geti þeir ekki sinnt bráðatilfellum nægilega vel.Sjá einnig: Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala og einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið til forstjórans. Hann segir ástandið alvarlegt en minnir þó á bráðveikir eigi að sjálfsögðu að leita á bráðamóttökuna. „Á undanförnum mánuðum hefur ástandið hér á bráðamótttökunni farið smám saman versnandi. Við erum að meðaltali með fimmtán sjúklinga sem liggja hér á hverjum morgni að bíða eftir innlögn á aðrar deildir spítalans og þessar tölur hafa farið upp í 25 til 26 á einum morgni,“ segir Jón Magnús. Hann segir þar af leiðandi aðeins þrjú til fimm pláss vera fyrir nýja sjúklinga á bráðadeildum. „Þannig að ekki bara skapar þetta óþægindi og óöryggi fyrir þá sjúklinga sem bíða eftir að komast í nýtt úrræði heldur er einnig hætta á því að við getum ekki tekið eins hratt á móti nýjum sjúklingum og við gjarnan vildum.“ Sjúklingur bíður að meðaltali í tólf tíma frá því að ákveðið er að hann þurfi að leggjast inn á bráðadeild þar til hann kemst í rúm. En biðin getur farið upp í einn til þrjá sólarhringa og bitnar mest á öldruðum og fjölveikum sjúklingum. Jón Magnús hefur einnig áhyggjur af starfsfólkinu.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist hafa fengið eingöngu brot af því fjármagni sem átti að nýta til að takast á við plássleysi.vísir/þþ/lsh„Starfsfólkið er orðið langþreytt, þá fer það að verða óöruggt í vinnunni og finnst það ekki sinna sjúklingum eins vel og það ætti að gera. Þetta leiðir til starfsþreytu, að fólk fari óánægt heim af vaktinni og það er hætta á að við missum afar hæft starfsfólk ef þetta heldur áfram til lengri tíma,“ segir Jón Magnús. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tekur undir áhyggjur læknanna. Hann segir tvær til þrjár legudeildir fullar af sjúklingum sem séu búnir að fá þá meðhöndlun sem þeir þurfa. „Nær allur rekstrarvandi spítalans núna er vegna yfirvinnu og aukavakta á bráðamóttökunni. Það er vandamál að þurfa að kalla til fólk sem er þegar örþreytt, láta það koma hingað inn og biðja það um að hlaupa hraðar.“ Páll segir ýmis úrræði hafi verið reynd vegna mikillar fjölgunar sjúklinga, en fjölgunin kemur til vegna öldrunar þjóðar og fleiri ferðamanna. En til þess að takast á við vandann þurfi allsherjar endurskipulagningu á spítalanum. „Alþingi samþykkti að veita þúsund milljónir á árinu 2016 til að bæta fráflæðisvanda spítalans. Fram að þessu höfum við bara séð 11 prósent eða 110 millur af því, og það er kominn október. Við eigum vonandi eftir að fá meira. En við teljum að heppilegra hefði verið ef við hefðum haft meira að segja um það hvernig fé hefði verið varið.“
Tengdar fréttir „Ég þrái að komast heim“ Fötluð kona er föst á Landspítalanum vegna manneklu í heimahjúkrun. 27. september 2016 19:00 Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Tuttugu sérfræðilæknar sendu Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala alvarlega áminningu í gær vegna ástandsins sem er á bráðamóttöku. 1. október 2016 12:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
„Ég þrái að komast heim“ Fötluð kona er föst á Landspítalanum vegna manneklu í heimahjúkrun. 27. september 2016 19:00
Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Tuttugu sérfræðilæknar sendu Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala alvarlega áminningu í gær vegna ástandsins sem er á bráðamóttöku. 1. október 2016 12:44