Neikvæðni einkenndi markaði 3. október 2016 17:26 Valdimar Ármann. Mynd/Svenni Speight Þótt september hafi farið vel af stað einkenndi ákveðin neikvæðni síðustu viðskiptadaga á markaði. Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, segir að eftir góða byrjun á mörkuðum í upphafi hausts hafi samverkandi fréttir og áhyggjur hafa haft neikvæð áhrif á stemninguna í lok mánaðarins, en svo hafi birt aftur til um helgina og léttara yfir mörkuðum á ný í byrjun þessarar viku. Í samantekt yfir þróun vísitalna GAMMA í september kemur fram að markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 1,6%, ríkistryggð skuldabréfavísitala hækkaði um 0,3%, vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 1,2% og hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 3,5%. Nokkur sveifla var undir lok mánaðarins á gengi hlutabréfa einstakra fyrirtækja hlutabréfavísitölunni. Þannig lækkuðu bréf Icelandair Group um 11,9% í mánuðinum og bréf Granda um 10,1%, á meðan hækkun bréfa var mest hjá Sjóvá, 8,9%. „Eftir ágæta byrjun á mörkuðum í september eftir jákvæðar fréttir af lækkun vaxta og hækkun á lánshæfismati sem urðu til þess að markaðir voru jákvæðir og sterkir í september er athyglisvert hvernig tveir síðustu dagar mánaðarins skáru sig úr,“ segir Valdimar. „Þeir voru niður um fjögur prósent eða þar um á hlutabréfamarkaði þannig að mánuðurinn endaði á frekar neikvæðum nótum, alveg öfugt við það hvernig hann byrjaði.“ Valdimar segir líklegt að nokkrar samverkandi neikvæðar fréttir, sem þó eigi það sameiginlegt að tengjast ekki grunngreiningu á stöðu fyrirtækjanna eða efnahagslífsins, hafi haft áhrif á stemninguna á markaði í lok mánaðarins. „Það var töluverð umræða um gosóróa í Kötlu sem gat haft neikvæð áhrif á flugiðnað og ferðaþjónustu, svo var misreikningur Hagstofunnar sem olli því að verðbólga var aðeins meiri en talið var og því minnkuðu kannski líkur á frekari vaxtalækkunum sem hafði neikvæð áhrif á skuldabréfamarkaðinn og þar af leiðandi líka á hlutabréfamarkað.“ Einnig hafi haft áhrif neikvæðar fréttir af erlendum mörkuðum vegna stöðu Deutsche Bank þar sem aðeins hafi hrikt í stoðum. „Þangað til reyndar um miðjan dag á föstudag þótt það hafi ekki náð að smitast inn í íslenska markaði fyrir lokun, að bankinn væri í samningaviðræðum vegna sekta í Bandaríkjunum og staða hans að batna.“Dregið úr óróa Valdimar segir mörg þessara mála hafa skýrst um helgina og dregið úr óróa. Þannig hafi hægst um í Kötlu á ný og rætt um hræringarnar sem hefðbundna hausthrinu og Deutsche Bank að jafna sig. Í dag, mánudag, hafi markaðir opnað töluvert betur. Gott gengi bréfa Sjóvá telur Valdimar Ármann að hluta mega rekja til sölu Lindarhvols, eignarhaldsfélags ríkisins, á hlut sínum í félaginu. „Það biðu margir eftir því og ekki óeðlilegt að þegar væntingar eru um útboð eða aukið framboð á bréfum, að þá haldi menn að sér höndum þangað til salan er um garð gengin. Þetta hefur neikvæð áhrif á verðmyndun hlutabréfsins þangað til að útboðinu verður og þá verður verðmyndun aftur eðlileg.“ Á hinum endanum sé svo Icelandair sem átt hafi mjög erfiðan mánuð. „En þar má líka telja til sölu innherja á bréfum á föstudag sem kom ofan á aðrar fréttir og svo aðeins hækkandi olíuverð.“ Lækkun á bréfum Granda fylgi markaðnum að einhverju leyti auk þess sem við bætist neikvæðar fréttir vegna mögulegs verkfalls sjómanna. „Í raun varð samt lítil breyting á einhverjum grunnhagstærðum. Margir samverkandi þættir urðu til þess að stemning datt niður á markaði í lok mánaðar. En stærsta breytingin eftir mánuðinn er náttúrlega sú að Icelandair hefur haldið áfram að minnka mikið og er niður um um það bil 40% frá sínu hæsta gengi og vægi þess á íslenskum hlutabréfamarkaði að minnka umtalsvert þar sem fyrirtækið er að minnka í hlutfalli við önnur fyrirtæki. . Icelandair er þá ekki eins ráðandi í hlutfalli við önnur fyrirtæki á markaði eins og það var í byrjun árs, sem kann að vera jákvætt fyrir markaðinn í heild sinni.“ Hvað skuldabréfamarkað varði segir Valdimar hann hafa haldið áfram sömu þróun og byrjaði eftir vaxtalækkunina í byrjun september. „Hún kom frekar á óvart og skuldabréfamarkaður verðlagði í raun inn frekari vaxtalækkanir þar til þessi verðbólguskekkja hjá Hagstofunni kom í ljós. Í lok mánaðar fór þá aftur að bera á að verðtryggð skuldabréf urðu eftirsóknarverðari en þau óverðtryggðu, bæði vegna þess að verðbólga er aðeins meiri en gert hafði verið ráð fyrir og töluvert há núna í septembermánuði og eins vegna þess að verðbólguvæntingar höfðu lækkað mikið á mánuðinum. Það var í raun orðið hagstætt að færa sig úr óverðtryggðu yfir í löng verðtryggð skuldabréf.“ Fréttir af flugi Verkfall sjómanna Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Þótt september hafi farið vel af stað einkenndi ákveðin neikvæðni síðustu viðskiptadaga á markaði. Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, segir að eftir góða byrjun á mörkuðum í upphafi hausts hafi samverkandi fréttir og áhyggjur hafa haft neikvæð áhrif á stemninguna í lok mánaðarins, en svo hafi birt aftur til um helgina og léttara yfir mörkuðum á ný í byrjun þessarar viku. Í samantekt yfir þróun vísitalna GAMMA í september kemur fram að markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 1,6%, ríkistryggð skuldabréfavísitala hækkaði um 0,3%, vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 1,2% og hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 3,5%. Nokkur sveifla var undir lok mánaðarins á gengi hlutabréfa einstakra fyrirtækja hlutabréfavísitölunni. Þannig lækkuðu bréf Icelandair Group um 11,9% í mánuðinum og bréf Granda um 10,1%, á meðan hækkun bréfa var mest hjá Sjóvá, 8,9%. „Eftir ágæta byrjun á mörkuðum í september eftir jákvæðar fréttir af lækkun vaxta og hækkun á lánshæfismati sem urðu til þess að markaðir voru jákvæðir og sterkir í september er athyglisvert hvernig tveir síðustu dagar mánaðarins skáru sig úr,“ segir Valdimar. „Þeir voru niður um fjögur prósent eða þar um á hlutabréfamarkaði þannig að mánuðurinn endaði á frekar neikvæðum nótum, alveg öfugt við það hvernig hann byrjaði.“ Valdimar segir líklegt að nokkrar samverkandi neikvæðar fréttir, sem þó eigi það sameiginlegt að tengjast ekki grunngreiningu á stöðu fyrirtækjanna eða efnahagslífsins, hafi haft áhrif á stemninguna á markaði í lok mánaðarins. „Það var töluverð umræða um gosóróa í Kötlu sem gat haft neikvæð áhrif á flugiðnað og ferðaþjónustu, svo var misreikningur Hagstofunnar sem olli því að verðbólga var aðeins meiri en talið var og því minnkuðu kannski líkur á frekari vaxtalækkunum sem hafði neikvæð áhrif á skuldabréfamarkaðinn og þar af leiðandi líka á hlutabréfamarkað.“ Einnig hafi haft áhrif neikvæðar fréttir af erlendum mörkuðum vegna stöðu Deutsche Bank þar sem aðeins hafi hrikt í stoðum. „Þangað til reyndar um miðjan dag á föstudag þótt það hafi ekki náð að smitast inn í íslenska markaði fyrir lokun, að bankinn væri í samningaviðræðum vegna sekta í Bandaríkjunum og staða hans að batna.“Dregið úr óróa Valdimar segir mörg þessara mála hafa skýrst um helgina og dregið úr óróa. Þannig hafi hægst um í Kötlu á ný og rætt um hræringarnar sem hefðbundna hausthrinu og Deutsche Bank að jafna sig. Í dag, mánudag, hafi markaðir opnað töluvert betur. Gott gengi bréfa Sjóvá telur Valdimar Ármann að hluta mega rekja til sölu Lindarhvols, eignarhaldsfélags ríkisins, á hlut sínum í félaginu. „Það biðu margir eftir því og ekki óeðlilegt að þegar væntingar eru um útboð eða aukið framboð á bréfum, að þá haldi menn að sér höndum þangað til salan er um garð gengin. Þetta hefur neikvæð áhrif á verðmyndun hlutabréfsins þangað til að útboðinu verður og þá verður verðmyndun aftur eðlileg.“ Á hinum endanum sé svo Icelandair sem átt hafi mjög erfiðan mánuð. „En þar má líka telja til sölu innherja á bréfum á föstudag sem kom ofan á aðrar fréttir og svo aðeins hækkandi olíuverð.“ Lækkun á bréfum Granda fylgi markaðnum að einhverju leyti auk þess sem við bætist neikvæðar fréttir vegna mögulegs verkfalls sjómanna. „Í raun varð samt lítil breyting á einhverjum grunnhagstærðum. Margir samverkandi þættir urðu til þess að stemning datt niður á markaði í lok mánaðar. En stærsta breytingin eftir mánuðinn er náttúrlega sú að Icelandair hefur haldið áfram að minnka mikið og er niður um um það bil 40% frá sínu hæsta gengi og vægi þess á íslenskum hlutabréfamarkaði að minnka umtalsvert þar sem fyrirtækið er að minnka í hlutfalli við önnur fyrirtæki. . Icelandair er þá ekki eins ráðandi í hlutfalli við önnur fyrirtæki á markaði eins og það var í byrjun árs, sem kann að vera jákvætt fyrir markaðinn í heild sinni.“ Hvað skuldabréfamarkað varði segir Valdimar hann hafa haldið áfram sömu þróun og byrjaði eftir vaxtalækkunina í byrjun september. „Hún kom frekar á óvart og skuldabréfamarkaður verðlagði í raun inn frekari vaxtalækkanir þar til þessi verðbólguskekkja hjá Hagstofunni kom í ljós. Í lok mánaðar fór þá aftur að bera á að verðtryggð skuldabréf urðu eftirsóknarverðari en þau óverðtryggðu, bæði vegna þess að verðbólga er aðeins meiri en gert hafði verið ráð fyrir og töluvert há núna í septembermánuði og eins vegna þess að verðbólguvæntingar höfðu lækkað mikið á mánuðinum. Það var í raun orðið hagstætt að færa sig úr óverðtryggðu yfir í löng verðtryggð skuldabréf.“
Fréttir af flugi Verkfall sjómanna Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf