Blanda af há- og lágmenningu Sólveig Gísladóttir skrifar 7. október 2016 12:30 Oddsson opnaði í vor. Mynd/Ari Magg Hönnunarfyrirtækið Döðlur hefur vakið mikla athygli fyrir hönnun sína á Oddsson hótelinu. Virtar hönnunarsíður á borð við Dezeen og DesignMilk hafa fjallað um hönnunina sem þykir skemmtilega óhefðbundin. Hönnun þar sem andstæður kallast á. Þegar Döðlur fengu boð um að hanna innviði nýs hótels í gamla JL húsinu fyrir tveimur árum urðu Daníel Freyr Atlason og samstarfsfélagi hans, Hörður Kristbjörnsson, mjög spenntir. „Þetta er hús sem hefur mjög sérstakan sess í hugum margra. Þarna fóru foreldrar manns í sunnudagsbíltúrinn til að sýna manni húsið sem beygist,“ segir Daníel glettinn.Hörður og Daníel hjá Döðlum.Vísir/StefánEkki minnkaði áhuginn þegar þeir félagar hittu eigendurna. „Krafa þeirra var mjög skemmtileg. Þeir vildu gera eitthvað allt annað en hefðbundið hótel og voru tilbúnir til að gera ýmislegt til að gera þetta sérstakt,“ lýsir hann en það rímar mjög vel við hugmyndafræði Daðla. „Það má segja að Döðlur leggi stundum ansi mikið á sig til að gera aðeins öðruvísi hluti,“ segir Daníel. „Við tókum hugmyndafræði sem listamenn hafa notað og snýst um að blanda saman há- og lágmenningu. Við sáum að þetta virkaði afar vel í listinni og spurðum okkur hvað myndi gerast ef við yfirfærðum þetta yfir á einhvern stað eins og hótel,“ segir Daníel og strax fóru skemmtilegir hlutir að gerast. „Við leituðum andstæðna og ákváðum strax að allt sem væri „mainstream“ yrði tekið út. Í staðinn má segja að við séum með plastglös á öðrum endanum og kavíar á hinum en ekkert þar á milli.“Veitingastaðurinn Bazaar er á jarðhæð hótelsins.Mynd/Ari MaggOddsson hótel er þannig skemmtileg blanda af hóteli og hosteli. Þar má annars vegar fá vel útbúin lúxusherbergi með glæsilegu útsýni yfir Faxaflóa eða fjögurra manna herbergi með heimasmíðuðum kojum. „Þar er fínn veitingastaður og inn af honum karókíherbergi. Við hönnuðum sjálf húsgögn sem búin eru til úr rörum og stálpípum og þau standa við hlið húsgagna eftir heimsfræga hönnuði á borð við Alessandro Mendini, Pierre Chapo, Pierre Paulin, Gerrit Rietveld, Pierre Jeanneret og Ettore Sottsass.“Á Oddsson er að finna flott úrval húsgagna.Mynd/Ari MaggDaníel segist handviss um að ekkert hótel í heiminum bjóði upp á jafn flott úrval „költ“ húsgagna frá tuttugustu öld en sumir af þeim stólum sem finna má á hótelinu eru afar sjaldgæfir. „Við erum búin að vera andvaka í tvö ár við að komast yfir þessa stóla. Við höfum legið yfir og komið okkur inn í uppboðsheiminn og keyptum flesta þessa stóla á uppboðum í fjarlægum löndum til að fá sem best verð.“Allt markaðsfé hótelsins var sett í að kaupa húsgögn.Mynd/Ari MaggOddsson var opnað í sumar og hönnun þess hefur þegar vakið athygli víða um heim. Athyglin kemur Daníel þó ekki á óvart. „Við ákváðum að setja allt markaðsféð í að kaupa húsgögn með það að leiðarljósi að þessi flotta og öðruvísi hönnun myndi með tímanum verða næg auglýsing, og það hefur gengið eftir,“ segir Daníel en hótelið hefur fengið góða umfjöllun á hönnunarsíðum á netinu auk þess sem von er á mikilli umfjöllun í tímaritum á næstu misserum.Barinn er glæsilegur.Mynd/Ari MaggVirtar hönnunarsíður á borð við Dezeen og DesignMilk hafa fjallað um hönnun Oddsson sem þykir skemmtilega óhefðbundin.Mynd/Ari MaggMóttaka hótelsins.Mynd/Ari MaggEigendurnir vildu gera eitthvað allt annað en hefðbundið hótel og voru tilbúnir til að gera ýmislegt til að gera þetta sérstakt.Mynd/Ari MaggOddsson var opnað í sumar og hönnun þess hefur þegar vakið athygli víða um heim. Mynd/Ari MaggOddsson er í JL húsinu við Hringbraut, húsi sem hefur sérstakan sess í hugum margra. Vísir/GVA Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hönnunarfyrirtækið Döðlur hefur vakið mikla athygli fyrir hönnun sína á Oddsson hótelinu. Virtar hönnunarsíður á borð við Dezeen og DesignMilk hafa fjallað um hönnunina sem þykir skemmtilega óhefðbundin. Hönnun þar sem andstæður kallast á. Þegar Döðlur fengu boð um að hanna innviði nýs hótels í gamla JL húsinu fyrir tveimur árum urðu Daníel Freyr Atlason og samstarfsfélagi hans, Hörður Kristbjörnsson, mjög spenntir. „Þetta er hús sem hefur mjög sérstakan sess í hugum margra. Þarna fóru foreldrar manns í sunnudagsbíltúrinn til að sýna manni húsið sem beygist,“ segir Daníel glettinn.Hörður og Daníel hjá Döðlum.Vísir/StefánEkki minnkaði áhuginn þegar þeir félagar hittu eigendurna. „Krafa þeirra var mjög skemmtileg. Þeir vildu gera eitthvað allt annað en hefðbundið hótel og voru tilbúnir til að gera ýmislegt til að gera þetta sérstakt,“ lýsir hann en það rímar mjög vel við hugmyndafræði Daðla. „Það má segja að Döðlur leggi stundum ansi mikið á sig til að gera aðeins öðruvísi hluti,“ segir Daníel. „Við tókum hugmyndafræði sem listamenn hafa notað og snýst um að blanda saman há- og lágmenningu. Við sáum að þetta virkaði afar vel í listinni og spurðum okkur hvað myndi gerast ef við yfirfærðum þetta yfir á einhvern stað eins og hótel,“ segir Daníel og strax fóru skemmtilegir hlutir að gerast. „Við leituðum andstæðna og ákváðum strax að allt sem væri „mainstream“ yrði tekið út. Í staðinn má segja að við séum með plastglös á öðrum endanum og kavíar á hinum en ekkert þar á milli.“Veitingastaðurinn Bazaar er á jarðhæð hótelsins.Mynd/Ari MaggOddsson hótel er þannig skemmtileg blanda af hóteli og hosteli. Þar má annars vegar fá vel útbúin lúxusherbergi með glæsilegu útsýni yfir Faxaflóa eða fjögurra manna herbergi með heimasmíðuðum kojum. „Þar er fínn veitingastaður og inn af honum karókíherbergi. Við hönnuðum sjálf húsgögn sem búin eru til úr rörum og stálpípum og þau standa við hlið húsgagna eftir heimsfræga hönnuði á borð við Alessandro Mendini, Pierre Chapo, Pierre Paulin, Gerrit Rietveld, Pierre Jeanneret og Ettore Sottsass.“Á Oddsson er að finna flott úrval húsgagna.Mynd/Ari MaggDaníel segist handviss um að ekkert hótel í heiminum bjóði upp á jafn flott úrval „költ“ húsgagna frá tuttugustu öld en sumir af þeim stólum sem finna má á hótelinu eru afar sjaldgæfir. „Við erum búin að vera andvaka í tvö ár við að komast yfir þessa stóla. Við höfum legið yfir og komið okkur inn í uppboðsheiminn og keyptum flesta þessa stóla á uppboðum í fjarlægum löndum til að fá sem best verð.“Allt markaðsfé hótelsins var sett í að kaupa húsgögn.Mynd/Ari MaggOddsson var opnað í sumar og hönnun þess hefur þegar vakið athygli víða um heim. Athyglin kemur Daníel þó ekki á óvart. „Við ákváðum að setja allt markaðsféð í að kaupa húsgögn með það að leiðarljósi að þessi flotta og öðruvísi hönnun myndi með tímanum verða næg auglýsing, og það hefur gengið eftir,“ segir Daníel en hótelið hefur fengið góða umfjöllun á hönnunarsíðum á netinu auk þess sem von er á mikilli umfjöllun í tímaritum á næstu misserum.Barinn er glæsilegur.Mynd/Ari MaggVirtar hönnunarsíður á borð við Dezeen og DesignMilk hafa fjallað um hönnun Oddsson sem þykir skemmtilega óhefðbundin.Mynd/Ari MaggMóttaka hótelsins.Mynd/Ari MaggEigendurnir vildu gera eitthvað allt annað en hefðbundið hótel og voru tilbúnir til að gera ýmislegt til að gera þetta sérstakt.Mynd/Ari MaggOddsson var opnað í sumar og hönnun þess hefur þegar vakið athygli víða um heim. Mynd/Ari MaggOddsson er í JL húsinu við Hringbraut, húsi sem hefur sérstakan sess í hugum margra. Vísir/GVA
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira