Myndlistin og samfélagið Dagur B. Eggertsson skrifar 8. október 2016 07:00 Dagur íslenskrar myndlistar er árlegt vitundarátak þar sem vakin er athygli á starfi myndlistarmanna og verkum þeirra sem almenningur nýtur í daglegu lífi. Myndlistin er hluti af því umhverfi sem við höfum skapað okkur en við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir hversu fyrirferðamikil hún er í lífi okkar allra. Það er mikil gróska í myndlistarlífi borgarinnar, hvert sem litið er og hefur Reykjavíkurborg komið að ýmiskonar verkefnum sem því tengjast. Til dæmis styttist í opnun Marshall hússins á Grandanum í samstarfi við HB Granda. Borgin leigir af Granda og framleigir svo hlutann sem mun snúa að myndlist til Nýló, Kling og Bang, i8 Gallerí og Stúdíó Reykjavík með sjálfan Ólaf Elíasson í forgrunni. Marshall verður myndarlistamiðstöð; sýninga- og verkefnarými fyrir þessa lykilaðila í myndlistarlífinu sem mun án efa vekja líka athygli í hinum alþjóðlega myndlistarheimi. Um leið mun þetta verkefni styrkja enn frekar uppbyggingu í og við Granda þar sem íbúðabyggð, útgerð, lítil og meðalstór fyrirtæki, afþreying og menning fara vel saman. En það eru fleiri íslenskir listamenn að vekja athygli erlendis. Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2016 er Ragnar Kjartansson sem hefur aukið hróður íslenskrar myndlistar og Reykjavíkur um gjörvallan heim. Það telst óvenjulegt að maður sem er bara um fertugt hljóti þessa heiðursviðurkenningu til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. En hún er um leið þakklætisvottur frá borginni fyrir það framlag sem listamaðurinn hefur lagt til menningarlífsins í borginni og sjálfsmyndar hennar. Fjölbreytt verk Ragnars sýna í hnotskurn hvernig myndlistin getur verið í dag, en verk hans eiga rætur að rekja í ólíka miðla, m.a. leikhús, tónlist, málverk, gjörninga, kvikmyndir, myndbönd og bókmenntir. Stór einkasýning hans er væntanleg í Listasafn Reykjavíkur á komandi ári, eitt af flaggskipum menningarinnar sem borgin er stolt af að reka.Stuðningur við grasrót Borgin reynir eftir mætti að hlúa að myndlistinni með stuðningi við grasrót í gegnum fjölda gallería og vinnustaði myndlistarmanna. Þar má nefna Sjónlistarmiðstöðina á Korpúlfsstöðum, Myndhöggvarafélagið á Nýlendugötu, Nýlistasafnið, Kling og Bang, Harbinger, Grafíkfélagið, Hverfisgallerí og Listasafn ASÍ. Reykjavík er líka Friðarborg og það er ánægjulegt að segja frá því að Ólafur Elíasson verður einn fjögurra listamanna sem hljóta verðlaun úr Lennon-Ono friðarsjóðnum þann 9. október næstkomandi, sama dag og Friðarsúla Yoko Ono verður tendruð að vanda. Kínverski fjöllistamaðurinn og aktívistinn Ai WeiWei verður þar einnig heiðraður ásamt hinum bresk-indverska myndlistarmanni Anish Kapoor, og ungversku fjöllistakonunni Katalin Ladik. Öll hafa þau með list sinni og verkum haft áhrif á samfélagið og vakið upp umræðu sem snertir upplifun okkar og tilfinningu fyrir umhverfinu. Listaverk geta fært okkur gleði í daglegu amstri, en myndlist og myndverk geta líka verið áminning eða vakning um samfélagsmál. Myndlist færir okkur þannig nýjar hugmyndir og nýja sýn á gamlar hugmyndir – og þessir fjórir listamenn nýta sér þá miðlun til almennings til hins ítrasta með verkum sínum. Friðarsúla Yoko Ono sem lýsir upp himininn yfir Viðey í svartasta skammdeginu er einmitt dæmi um slíkt listaverk. Verkið sést víða að í borginni og hægt er að njóta þess frá ótalmörgum sjónarhornum. Friðarsúlan lætur fáa ósnortna með boðskap sínum um frið til handa mannkyninu. Í hinu stóra samhengi er hún um leið áminning um þær hörmungar sem ófriður veldur og áminning til okkar sem byggjum þessa borg um að leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt. Það er góð áminning nú þegar við minnumst þess í október að 30 ár eru liðin frá leiðtogafundinum í Höfða sem markaði upphafið að endalokum kalda stríðsins. Ýmislegt verður gert til að minnast þeirra tímamóta og þar getur friðarsúlan verið táknmynd jafnt um innri sem alþjóðlegan frið. Gleðilegan Dag myndlistar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar myndlistar er árlegt vitundarátak þar sem vakin er athygli á starfi myndlistarmanna og verkum þeirra sem almenningur nýtur í daglegu lífi. Myndlistin er hluti af því umhverfi sem við höfum skapað okkur en við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir hversu fyrirferðamikil hún er í lífi okkar allra. Það er mikil gróska í myndlistarlífi borgarinnar, hvert sem litið er og hefur Reykjavíkurborg komið að ýmiskonar verkefnum sem því tengjast. Til dæmis styttist í opnun Marshall hússins á Grandanum í samstarfi við HB Granda. Borgin leigir af Granda og framleigir svo hlutann sem mun snúa að myndlist til Nýló, Kling og Bang, i8 Gallerí og Stúdíó Reykjavík með sjálfan Ólaf Elíasson í forgrunni. Marshall verður myndarlistamiðstöð; sýninga- og verkefnarými fyrir þessa lykilaðila í myndlistarlífinu sem mun án efa vekja líka athygli í hinum alþjóðlega myndlistarheimi. Um leið mun þetta verkefni styrkja enn frekar uppbyggingu í og við Granda þar sem íbúðabyggð, útgerð, lítil og meðalstór fyrirtæki, afþreying og menning fara vel saman. En það eru fleiri íslenskir listamenn að vekja athygli erlendis. Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2016 er Ragnar Kjartansson sem hefur aukið hróður íslenskrar myndlistar og Reykjavíkur um gjörvallan heim. Það telst óvenjulegt að maður sem er bara um fertugt hljóti þessa heiðursviðurkenningu til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. En hún er um leið þakklætisvottur frá borginni fyrir það framlag sem listamaðurinn hefur lagt til menningarlífsins í borginni og sjálfsmyndar hennar. Fjölbreytt verk Ragnars sýna í hnotskurn hvernig myndlistin getur verið í dag, en verk hans eiga rætur að rekja í ólíka miðla, m.a. leikhús, tónlist, málverk, gjörninga, kvikmyndir, myndbönd og bókmenntir. Stór einkasýning hans er væntanleg í Listasafn Reykjavíkur á komandi ári, eitt af flaggskipum menningarinnar sem borgin er stolt af að reka.Stuðningur við grasrót Borgin reynir eftir mætti að hlúa að myndlistinni með stuðningi við grasrót í gegnum fjölda gallería og vinnustaði myndlistarmanna. Þar má nefna Sjónlistarmiðstöðina á Korpúlfsstöðum, Myndhöggvarafélagið á Nýlendugötu, Nýlistasafnið, Kling og Bang, Harbinger, Grafíkfélagið, Hverfisgallerí og Listasafn ASÍ. Reykjavík er líka Friðarborg og það er ánægjulegt að segja frá því að Ólafur Elíasson verður einn fjögurra listamanna sem hljóta verðlaun úr Lennon-Ono friðarsjóðnum þann 9. október næstkomandi, sama dag og Friðarsúla Yoko Ono verður tendruð að vanda. Kínverski fjöllistamaðurinn og aktívistinn Ai WeiWei verður þar einnig heiðraður ásamt hinum bresk-indverska myndlistarmanni Anish Kapoor, og ungversku fjöllistakonunni Katalin Ladik. Öll hafa þau með list sinni og verkum haft áhrif á samfélagið og vakið upp umræðu sem snertir upplifun okkar og tilfinningu fyrir umhverfinu. Listaverk geta fært okkur gleði í daglegu amstri, en myndlist og myndverk geta líka verið áminning eða vakning um samfélagsmál. Myndlist færir okkur þannig nýjar hugmyndir og nýja sýn á gamlar hugmyndir – og þessir fjórir listamenn nýta sér þá miðlun til almennings til hins ítrasta með verkum sínum. Friðarsúla Yoko Ono sem lýsir upp himininn yfir Viðey í svartasta skammdeginu er einmitt dæmi um slíkt listaverk. Verkið sést víða að í borginni og hægt er að njóta þess frá ótalmörgum sjónarhornum. Friðarsúlan lætur fáa ósnortna með boðskap sínum um frið til handa mannkyninu. Í hinu stóra samhengi er hún um leið áminning um þær hörmungar sem ófriður veldur og áminning til okkar sem byggjum þessa borg um að leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt. Það er góð áminning nú þegar við minnumst þess í október að 30 ár eru liðin frá leiðtogafundinum í Höfða sem markaði upphafið að endalokum kalda stríðsins. Ýmislegt verður gert til að minnast þeirra tímamóta og þar getur friðarsúlan verið táknmynd jafnt um innri sem alþjóðlegan frið. Gleðilegan Dag myndlistar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun