Verið fullkominn ferill Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2016 06:00 Jón Daði kemur Íslandi í 1-0 gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli haustið 2014. vísir/anton Fyrir rúmum tveimur árum var Jón Daði Böðvarsson óvænt í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta þegar það vann Tyrkland, 3-0, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016. Hann skoraði í frumraun sinni í mótsleik fyrir Ísland og hefur ekki litið um öxl. Fótboltinn fer í hring eins og lífið. Á sunnudaginn mæta strákarnir okkar Tyrklandi í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 og vonast Jón Daði til að vera með eftir að þurfa að hvíla gegn Finnlandi vegna meiðsla í nára. „Ég er bara góður. Eiginlega betri ef eitthvað er,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Selfyssingur við Fréttablaðið á æfingu landsliðsins í Egilshöllinni í gær. „Ég sé fram á að vera klár á sunnudaginn en maður veit aldrei því nárinn er svo lúmskur. Það er verið að vinna í honum.“Fótboltinn ekki alltaf fallegur Jón Daði átti ekki að byrja leikinn fræga gegn Tyrklandi í ágúst 2014 heldur átti Jóhann Berg Guðmundsson að fá tækifærið við hlið Kolbeins Sigþórssonar í framlínunni. Eins dauði er annars brauð í þessum bransa og tók það Jóhann Berg nokkra mánuði að vinna aftur sitt sæti. Það gerði hann reyndar með stæl og byrjaði, eins og Jón Daði, alla leiki Íslands á EM. Nú þegar Jón var sjálfur meiddur fékk Björn Bergmann Sigurðarson óvænt tækifæri í byrjunarliðinu. Skagamaðurinn hefur ekki haft áhuga á að spila fyrir landsliðið en var allt í einu mættur í byrjunarliðið, tilbúinn að heilla landsliðsþjálfarana. Það er aldrei þægilegt fyrir fótboltamenn að sjá einhverja aðra spila það sem þeir vilja meina að sé sín staða. „Það er samkeppni í þessu. Fótboltinn er harður heimur og er ekki alltaf fallegur. Maður þarf stundum að hugsa um sjálfan sig, en í leiðinni er maður að vona að öllum gangi sem best,“ sagði Jón Daði sem hafði þó ekkert nema góða hluti hluti um Björn Bergmann að segja. „Mér fannst Björn Bergmann standa sig vel í erfiðum leik. Við vitum að Björn er góður leikmaður. Þetta er líka flottur gaur, mjög kurteis og fínn strákur. Ég vona samt að ég verði klár í næsta leik.“Alltaf að bæta sig Þegar Jón Daði er beðinn um að líta yfir þessi tvö ár í fljótu bragði er hann sáttur við það sem hann hefur gert. „Þetta er búinn að vera fullkominn ferill hingað til. Ég verð alltaf betri og betri finnst mér og er að taka réttu skrefin. Ég hef verið mjög heppinn með að lenda í réttu umhverfi, heppnin þarf líka að vera með manni í þessu. Mér finnst ég alltaf að verða betri og betri í fótbolta. Ég bæti mig á hverju ári og sjálfstraustið er miklu meira en áður fyrr,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum var Jón Daði Böðvarsson óvænt í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta þegar það vann Tyrkland, 3-0, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016. Hann skoraði í frumraun sinni í mótsleik fyrir Ísland og hefur ekki litið um öxl. Fótboltinn fer í hring eins og lífið. Á sunnudaginn mæta strákarnir okkar Tyrklandi í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 og vonast Jón Daði til að vera með eftir að þurfa að hvíla gegn Finnlandi vegna meiðsla í nára. „Ég er bara góður. Eiginlega betri ef eitthvað er,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Selfyssingur við Fréttablaðið á æfingu landsliðsins í Egilshöllinni í gær. „Ég sé fram á að vera klár á sunnudaginn en maður veit aldrei því nárinn er svo lúmskur. Það er verið að vinna í honum.“Fótboltinn ekki alltaf fallegur Jón Daði átti ekki að byrja leikinn fræga gegn Tyrklandi í ágúst 2014 heldur átti Jóhann Berg Guðmundsson að fá tækifærið við hlið Kolbeins Sigþórssonar í framlínunni. Eins dauði er annars brauð í þessum bransa og tók það Jóhann Berg nokkra mánuði að vinna aftur sitt sæti. Það gerði hann reyndar með stæl og byrjaði, eins og Jón Daði, alla leiki Íslands á EM. Nú þegar Jón var sjálfur meiddur fékk Björn Bergmann Sigurðarson óvænt tækifæri í byrjunarliðinu. Skagamaðurinn hefur ekki haft áhuga á að spila fyrir landsliðið en var allt í einu mættur í byrjunarliðið, tilbúinn að heilla landsliðsþjálfarana. Það er aldrei þægilegt fyrir fótboltamenn að sjá einhverja aðra spila það sem þeir vilja meina að sé sín staða. „Það er samkeppni í þessu. Fótboltinn er harður heimur og er ekki alltaf fallegur. Maður þarf stundum að hugsa um sjálfan sig, en í leiðinni er maður að vona að öllum gangi sem best,“ sagði Jón Daði sem hafði þó ekkert nema góða hluti hluti um Björn Bergmann að segja. „Mér fannst Björn Bergmann standa sig vel í erfiðum leik. Við vitum að Björn er góður leikmaður. Þetta er líka flottur gaur, mjög kurteis og fínn strákur. Ég vona samt að ég verði klár í næsta leik.“Alltaf að bæta sig Þegar Jón Daði er beðinn um að líta yfir þessi tvö ár í fljótu bragði er hann sáttur við það sem hann hefur gert. „Þetta er búinn að vera fullkominn ferill hingað til. Ég verð alltaf betri og betri finnst mér og er að taka réttu skrefin. Ég hef verið mjög heppinn með að lenda í réttu umhverfi, heppnin þarf líka að vera með manni í þessu. Mér finnst ég alltaf að verða betri og betri í fótbolta. Ég bæti mig á hverju ári og sjálfstraustið er miklu meira en áður fyrr,“ sagði Jón Daði Böðvarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira