Ban Ki-moon: Engin „áætlun B“ því við eigum ekki „reikistjörnu B“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. október 2016 20:08 Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísland í lykilhlutverki í málefnum Norðurslóða. Ísland gæti þó gert miklu meira í baráttunni gegn loflagsbreytingum. Hann hélt stefnuræðu á hinni árlegu ráðstefnu um framtíð Norðurslóða, Artic Circle, í dag. Rúmlega 2000 manns frá yfir 40 löndum taka þátt í ráðstefnunni sem fer fram í Hörpu. Hringborð Norðurslóða eða Artic Circle er stærsti vettvangur um norðurslóðamál í heiminum í dag. Þar eru norðurslóðamálin rædd á breiðum grundvelli en helstu sérfræðingar í Norðurslóðamálum í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnunni. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lengi lagt áherslu á mikilvægi þess að ná samkomulagi allra þjóða heims í loftlagsmálum en þeim tímamótum var loks náð í fyrra með Parísarsamkomulaginu um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. Engin „reikistjarna B“ Í stefnuræðu sinni í dag sagðist hann meðal annars vera hingað komin til að fagna því sögulega samkomulagi og skoraði á fulltrúa aðildarríkjanna að fullgilda samninginn með hraði. „Nú þegar við bíðum þess að loftslagssamningurinn öðlist gildi alþjóðlega þann 4. nóvember er afar mikilvægt að þetta skjal, þessi gerningur, sem inniheldur áform leiðtoga heimsins verði umbreytt í raunverulegar aðgerðir. Ég reiði mig á öflugan stuðning ykkar,“ sagðí Ban Ki-moon. Þá talaði hann um mikilvægi aukinnar samvinnu á Norðurslóðum og hve mikilvægt framlag Artic Circle væri í þeirri samvinnu. Hann minnti gesti á að við ættum aðeins eina jörð. „Við erum ekki með áætlun B því við eigum ekki reikistjörnu B. Markmiðum um sjálfbæra þróun loftslagsbreytinga í samningnum er fyrir fólk, reikistjörnuna, frið og velsæld. Nú þegar hillir undir að loftslagssamningurinn öðlist gildi mun heimurinn verða heilnæmari og meiri velsæld og einhugur mun ríkja og við munum búa í meiri sátt við náttúruna. Það endurspeglar hyggindi okkar og er leiðarljós okkar. Vinnum saman við að bæta heiminn.“ Á blaðamannafundi sem haldinn var skömmu síðar sagði hann Ísland geta gert miklu meira í baráttunni við loftlagsbreytingar þrátt fyrir að vera leiðandi á því sviði. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísland í lykilhlutverki í málefnum Norðurslóða. Ísland gæti þó gert miklu meira í baráttunni gegn loflagsbreytingum. Hann hélt stefnuræðu á hinni árlegu ráðstefnu um framtíð Norðurslóða, Artic Circle, í dag. Rúmlega 2000 manns frá yfir 40 löndum taka þátt í ráðstefnunni sem fer fram í Hörpu. Hringborð Norðurslóða eða Artic Circle er stærsti vettvangur um norðurslóðamál í heiminum í dag. Þar eru norðurslóðamálin rædd á breiðum grundvelli en helstu sérfræðingar í Norðurslóðamálum í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnunni. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lengi lagt áherslu á mikilvægi þess að ná samkomulagi allra þjóða heims í loftlagsmálum en þeim tímamótum var loks náð í fyrra með Parísarsamkomulaginu um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. Engin „reikistjarna B“ Í stefnuræðu sinni í dag sagðist hann meðal annars vera hingað komin til að fagna því sögulega samkomulagi og skoraði á fulltrúa aðildarríkjanna að fullgilda samninginn með hraði. „Nú þegar við bíðum þess að loftslagssamningurinn öðlist gildi alþjóðlega þann 4. nóvember er afar mikilvægt að þetta skjal, þessi gerningur, sem inniheldur áform leiðtoga heimsins verði umbreytt í raunverulegar aðgerðir. Ég reiði mig á öflugan stuðning ykkar,“ sagðí Ban Ki-moon. Þá talaði hann um mikilvægi aukinnar samvinnu á Norðurslóðum og hve mikilvægt framlag Artic Circle væri í þeirri samvinnu. Hann minnti gesti á að við ættum aðeins eina jörð. „Við erum ekki með áætlun B því við eigum ekki reikistjörnu B. Markmiðum um sjálfbæra þróun loftslagsbreytinga í samningnum er fyrir fólk, reikistjörnuna, frið og velsæld. Nú þegar hillir undir að loftslagssamningurinn öðlist gildi mun heimurinn verða heilnæmari og meiri velsæld og einhugur mun ríkja og við munum búa í meiri sátt við náttúruna. Það endurspeglar hyggindi okkar og er leiðarljós okkar. Vinnum saman við að bæta heiminn.“ Á blaðamannafundi sem haldinn var skömmu síðar sagði hann Ísland geta gert miklu meira í baráttunni við loftlagsbreytingar þrátt fyrir að vera leiðandi á því sviði.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira