Jón Daði: Liðsheildin er svakaleg Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2016 22:02 Jón Daði kom aftur inn í byrjunarliðið fyrir leikinn í kvöld. Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. Jón Daði var vinnusamur þann tíma sem hann var inni á vellinum og var vitaskuld ánægður með sigurinn gegn sterku liði Tyrkja. „Mér fannst við vera traustir frá byrjun til enda. Við vorum að finna okkur virkilega vel saman sóknarlega og varnarlega líka. Allir voru samstilltir og við náðum að pressa þá vel, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir voru undir stöðugri pressu,“ sagði Jón Daði þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands var fjarverandi í kvöld vegna leikbanns og margir töldu það erfitt skarð að fylla. Birkir Bjarnason var færður inn á miðjuna af kantinum og skilaði hlutverkinu með sóma. „Mér fannst hann frábær. Það sem Aron er góður í að gera er að koma með jafnvægi í liðið. Birkir gerði það vel og á hrós skilið ásamt öllu liðinu. Þetta sýnir hvað við erum með góðan og breiðan hóp, nú þegar okkur vantar lykilmann.“ Tyrkneska liðið komst ekkert áleiðis í sóknarleik sínum og áttu leikmenn Íslands svör við öllum þeirra aðgerðum. „Við vissum að þetta eru einstaklingslega séð mjög sterkir leikmenn, teknískir og snöggir. Við einbeittum okkur að að tapa ekki návígum einn á móti einum og að vera samstilltir og þéttir sem lið. Mér fannst það virka og þeir náðu aldrei að skapa hættu. Liðsheildin hjá okkur er svakaleg, það vinna allir fyrir hvern annan og það hefur verið uppskriftin okkar og hefur komið okkur svona langt,“ bætti Jón Daði við. Alfreð Finnbogason spilaði við hlið Jóns Daða í kvöld en oftast nær hefur Kolbeinn Sigþórsson myndað framherjapar með Selfyssingnum knáa. „Alfreð er búinn að nýta sénsana sína og skora auk þess að vinna virkilega vel fyrir liðið. Mér fannst við finna hvorn annan vel í dag og vorum að ræða það eftir leik að við værum ánægðir með okkar frammistöðu. Þetta var fyrsti leikurinn þar sem við virkilega náðum því. Hann var góður í dag,“ sagði Jón Daði að lokum. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. Jón Daði var vinnusamur þann tíma sem hann var inni á vellinum og var vitaskuld ánægður með sigurinn gegn sterku liði Tyrkja. „Mér fannst við vera traustir frá byrjun til enda. Við vorum að finna okkur virkilega vel saman sóknarlega og varnarlega líka. Allir voru samstilltir og við náðum að pressa þá vel, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir voru undir stöðugri pressu,“ sagði Jón Daði þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands var fjarverandi í kvöld vegna leikbanns og margir töldu það erfitt skarð að fylla. Birkir Bjarnason var færður inn á miðjuna af kantinum og skilaði hlutverkinu með sóma. „Mér fannst hann frábær. Það sem Aron er góður í að gera er að koma með jafnvægi í liðið. Birkir gerði það vel og á hrós skilið ásamt öllu liðinu. Þetta sýnir hvað við erum með góðan og breiðan hóp, nú þegar okkur vantar lykilmann.“ Tyrkneska liðið komst ekkert áleiðis í sóknarleik sínum og áttu leikmenn Íslands svör við öllum þeirra aðgerðum. „Við vissum að þetta eru einstaklingslega séð mjög sterkir leikmenn, teknískir og snöggir. Við einbeittum okkur að að tapa ekki návígum einn á móti einum og að vera samstilltir og þéttir sem lið. Mér fannst það virka og þeir náðu aldrei að skapa hættu. Liðsheildin hjá okkur er svakaleg, það vinna allir fyrir hvern annan og það hefur verið uppskriftin okkar og hefur komið okkur svona langt,“ bætti Jón Daði við. Alfreð Finnbogason spilaði við hlið Jóns Daða í kvöld en oftast nær hefur Kolbeinn Sigþórsson myndað framherjapar með Selfyssingnum knáa. „Alfreð er búinn að nýta sénsana sína og skora auk þess að vinna virkilega vel fyrir liðið. Mér fannst við finna hvorn annan vel í dag og vorum að ræða það eftir leik að við værum ánægðir með okkar frammistöðu. Þetta var fyrsti leikurinn þar sem við virkilega náðum því. Hann var góður í dag,“ sagði Jón Daði að lokum.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira