Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Selfoss 0-0 | Selfyssingar fóru niður Ingvi Þór Sæmundsson á Flóridanavellinum skrifar 30. september 2016 18:45 Eftir að flautað var til leiksloka í kvöld. Vísir/Anton Selfoss er fallinn niður í 1. deild eftir markalaust jafntefli við Fylki í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag.Á sama tíma vann KR dramatískan sigur á ÍA og bjargaði sér þar með frá falli. Selfyssingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum fram að rauða spjaldinu sem Sharla Passariello fékk á 54. mínútu fyrir að sparka í Ruth Þórðar Þórðardóttur. Leikurinn jafnaðist eftir rauða spjaldið en áður en það fór á loft hafði Selfoss átt fjögur skot í tréverkið hjá Fylki. Leikurinn datt niður eftir að Shörlu var vikið af velli og hvorugu liðinu tókst að skora sigurmarkið. Selfoss fylgir því ÍA niður í 1. deild en Fylkir spilar áfram í Pepsi-deildinni 2017.Af hverju varð jafntefli? Selfyssingar voru sjálfum sér verstir í leiknum í dag. Gestirnir spiluðu vel fram að rauða spjaldinu og fengu góð færi. Boltinn fór sem áður sagði fjórum sinnum í tréverkið hjá Fylki og þá fékk Lauren Hughes fjögur dauðafæri á fjærstönginni í fyrri hálfleik sem hún nýtti ekki. Eftir brottreksturinn datt leikurinn niður. En eftir að fréttirnar um að KR hefði skorað þriðja markið gegn ÍA bárust frá Akranesi þurftu Selfyssingar að blása til sóknar. Það var þó ekki sami slagkraftur í þeirra sóknarleik og fyrr í leiknum og aldrei kom markið.Þessar stóðu upp úr Miðverðir Selfoss, Brynja Valgeirsdóttir og Heiðdís Sigurjónsdóttir, áttu virkilegan góðan leik og höfðu betur í baráttunni við Kristínu Ernu Sigurlásdóttur, framherja Fylkis. Lauren var svo alltaf hættuleg en fór skelfilega illa með færin sín. Hjá Fylki áttu Sandra Sif Magnúsdóttir og Rut Kristjánsdóttir ágætis spretti.Hvað gekk illa? Sharla sefur eflaust ekki vel í nótt en rauða spjaldið sem hún fékk reyndist afar dýrkeypt. Selfyssingar voru svo á köflum klaufar upp við mark Fylkis en það, í bland við óheppni, kom í veg fyrir að liðinu tækist að skora. Sóknarleikur og uppspil Fylkis var ekki merkilegt. Boltinn var alltaf settur inn fyrir vörn Selfoss við fyrsta tækifæri og samleikskaflarnir hjá Árbæingum voru afar fáir.Hvað gerist næst? Fylkiskonur fagna og Selfyssingar drekkja sorgum sínum. Ætli það sé ekki einfaldast að segja það. Bæði lið ætluðu sér klárlega stærri hluti á þessu tímabili en hlutirnir gengu ekki upp. Það er sérstaklega mikið áfall fyrir Selfoss að falla en liðið endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra og komst í bikarúrslit 2014 og 2015. Liðið náði aldrei að fylla skörð Dagnýjar Brynjarsdóttur og Donnu Henry, Guðmunda Brynja Óladóttir spilaði lítið vegna meiðsla og óreyndur þjálfari virtist ekki ráða við verkefnið. Eftir góð ár er Selfoss því kominn aftur á byrjunarreit.Ruth Þórðar: Þetta hafðist Ruth Þórðar Þórðardóttur, fyrirliða Fylkis, var létt eftir að Árbæjarliðið bjargaði sér frá falli í 1. deild í dag. Fylkir gerði þá markalaust jafntefli við Selfoss sem fylgdi ÍA niður um deild. „Þetta var það sem við ætluðum okkur. Við vildum vinna leikinn í dag en jafntefli dugði, þannig að við erum mjög glaðar,“ sagði Ruth í samtali við Vísi eftir leik. Ruth fannst úrslitin í leiknum í dag sanngjörn. „Þetta var mikill baráttuleikur, mikið um tæklingar og baráttu á miðjunni. Ég myndi segja að þetta væru sanngjörn úrslit. Okkur langaði að skora og hefðum átt að nýta liðsmuninn betur,“ sagði Ruth. Á 54. mínútu fékk Sharla Passariello rauða spjaldið fyrir að sparka í Ruth. „Ég held hún hafi farið beint aftan í mig. Þetta var beint rautt,“ sagði Ruth. Hún segir að Fylkir ætli ekki að vera í fallbaráttu á næsta ári. „Nei, alls ekki. Við ætluðum heldur ekki að vera í fallslag á þessu tímabili, við ætluðum okkur stóra hluti en urðum fyrir miklum áföllum og vorum svolítið brothættar. En þetta hafðist og við verðum áfram í Pepsi-deildinni,“ sagði Ruth að lokum.Guðjón Bjarni: Erlendu leikmennirnir brugðust Guðjón Bjarni Hálfdánarson, þjálfari Selfoss, segir mikil vonbrigði að hafa fallið niður um deild. Hann sagði að útlendingarnir í liði Selfoss hefðu ekki staðið undir væntingum í sumar. „Við höfðum möguleika á að bjarga tímabilinu í dag. Auðvitað er svekkjandi að horfa á boltann fara í tréverkið ítrekað og okkur klúðra dauðafærum,“ sagði Guðjón eftir leik. Hann vildi fá meira og betra framlag frá erlendu leikmönnum liðsins í sumar. „Við misstum leikmenn í glugganum og hópurinn er lítill. Erlendu leikmennirnir okkar stóðu ekki undir væntingum og brugðust. Við gripum ekki nógu snemma inn í og það er vandamálið,“ sagði Guðjón. Einn af erlendu leikmönnum Selfoss, Sharla Passariello, fékk að líta rauða spjaldið eftir níu mínútna leik í seinni hálfleik. Það reyndist dýrt spaug. „Þetta var rautt spjald, ég ætli ekki að fegra það neitt. Hún var tekin niður og fylgir því eftir með því að sparka í hana. En dómararnir voru búnir að hleypa leiknum upp í þetta og voru svolítið að kalla á svona hegðun,“ sagði Guðjón að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Selfoss er fallinn niður í 1. deild eftir markalaust jafntefli við Fylki í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag.Á sama tíma vann KR dramatískan sigur á ÍA og bjargaði sér þar með frá falli. Selfyssingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum fram að rauða spjaldinu sem Sharla Passariello fékk á 54. mínútu fyrir að sparka í Ruth Þórðar Þórðardóttur. Leikurinn jafnaðist eftir rauða spjaldið en áður en það fór á loft hafði Selfoss átt fjögur skot í tréverkið hjá Fylki. Leikurinn datt niður eftir að Shörlu var vikið af velli og hvorugu liðinu tókst að skora sigurmarkið. Selfoss fylgir því ÍA niður í 1. deild en Fylkir spilar áfram í Pepsi-deildinni 2017.Af hverju varð jafntefli? Selfyssingar voru sjálfum sér verstir í leiknum í dag. Gestirnir spiluðu vel fram að rauða spjaldinu og fengu góð færi. Boltinn fór sem áður sagði fjórum sinnum í tréverkið hjá Fylki og þá fékk Lauren Hughes fjögur dauðafæri á fjærstönginni í fyrri hálfleik sem hún nýtti ekki. Eftir brottreksturinn datt leikurinn niður. En eftir að fréttirnar um að KR hefði skorað þriðja markið gegn ÍA bárust frá Akranesi þurftu Selfyssingar að blása til sóknar. Það var þó ekki sami slagkraftur í þeirra sóknarleik og fyrr í leiknum og aldrei kom markið.Þessar stóðu upp úr Miðverðir Selfoss, Brynja Valgeirsdóttir og Heiðdís Sigurjónsdóttir, áttu virkilegan góðan leik og höfðu betur í baráttunni við Kristínu Ernu Sigurlásdóttur, framherja Fylkis. Lauren var svo alltaf hættuleg en fór skelfilega illa með færin sín. Hjá Fylki áttu Sandra Sif Magnúsdóttir og Rut Kristjánsdóttir ágætis spretti.Hvað gekk illa? Sharla sefur eflaust ekki vel í nótt en rauða spjaldið sem hún fékk reyndist afar dýrkeypt. Selfyssingar voru svo á köflum klaufar upp við mark Fylkis en það, í bland við óheppni, kom í veg fyrir að liðinu tækist að skora. Sóknarleikur og uppspil Fylkis var ekki merkilegt. Boltinn var alltaf settur inn fyrir vörn Selfoss við fyrsta tækifæri og samleikskaflarnir hjá Árbæingum voru afar fáir.Hvað gerist næst? Fylkiskonur fagna og Selfyssingar drekkja sorgum sínum. Ætli það sé ekki einfaldast að segja það. Bæði lið ætluðu sér klárlega stærri hluti á þessu tímabili en hlutirnir gengu ekki upp. Það er sérstaklega mikið áfall fyrir Selfoss að falla en liðið endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra og komst í bikarúrslit 2014 og 2015. Liðið náði aldrei að fylla skörð Dagnýjar Brynjarsdóttur og Donnu Henry, Guðmunda Brynja Óladóttir spilaði lítið vegna meiðsla og óreyndur þjálfari virtist ekki ráða við verkefnið. Eftir góð ár er Selfoss því kominn aftur á byrjunarreit.Ruth Þórðar: Þetta hafðist Ruth Þórðar Þórðardóttur, fyrirliða Fylkis, var létt eftir að Árbæjarliðið bjargaði sér frá falli í 1. deild í dag. Fylkir gerði þá markalaust jafntefli við Selfoss sem fylgdi ÍA niður um deild. „Þetta var það sem við ætluðum okkur. Við vildum vinna leikinn í dag en jafntefli dugði, þannig að við erum mjög glaðar,“ sagði Ruth í samtali við Vísi eftir leik. Ruth fannst úrslitin í leiknum í dag sanngjörn. „Þetta var mikill baráttuleikur, mikið um tæklingar og baráttu á miðjunni. Ég myndi segja að þetta væru sanngjörn úrslit. Okkur langaði að skora og hefðum átt að nýta liðsmuninn betur,“ sagði Ruth. Á 54. mínútu fékk Sharla Passariello rauða spjaldið fyrir að sparka í Ruth. „Ég held hún hafi farið beint aftan í mig. Þetta var beint rautt,“ sagði Ruth. Hún segir að Fylkir ætli ekki að vera í fallbaráttu á næsta ári. „Nei, alls ekki. Við ætluðum heldur ekki að vera í fallslag á þessu tímabili, við ætluðum okkur stóra hluti en urðum fyrir miklum áföllum og vorum svolítið brothættar. En þetta hafðist og við verðum áfram í Pepsi-deildinni,“ sagði Ruth að lokum.Guðjón Bjarni: Erlendu leikmennirnir brugðust Guðjón Bjarni Hálfdánarson, þjálfari Selfoss, segir mikil vonbrigði að hafa fallið niður um deild. Hann sagði að útlendingarnir í liði Selfoss hefðu ekki staðið undir væntingum í sumar. „Við höfðum möguleika á að bjarga tímabilinu í dag. Auðvitað er svekkjandi að horfa á boltann fara í tréverkið ítrekað og okkur klúðra dauðafærum,“ sagði Guðjón eftir leik. Hann vildi fá meira og betra framlag frá erlendu leikmönnum liðsins í sumar. „Við misstum leikmenn í glugganum og hópurinn er lítill. Erlendu leikmennirnir okkar stóðu ekki undir væntingum og brugðust. Við gripum ekki nógu snemma inn í og það er vandamálið,“ sagði Guðjón. Einn af erlendu leikmönnum Selfoss, Sharla Passariello, fékk að líta rauða spjaldið eftir níu mínútna leik í seinni hálfleik. Það reyndist dýrt spaug. „Þetta var rautt spjald, ég ætli ekki að fegra það neitt. Hún var tekin niður og fylgir því eftir með því að sparka í hana. En dómararnir voru búnir að hleypa leiknum upp í þetta og voru svolítið að kalla á svona hegðun,“ sagði Guðjón að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira