Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2016 11:15 Sjá má skemmdir eftir sprengjubrot á myndum af vettvangi. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir vopnaðir uppreisnarmenn hafi verið á ferðinni með bílalest Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Talið er að loftárás hafi verið gerð á bílalestina, svo um 20 hjálparstarfsmenn féllu. Gífurlegt magn af hjálpargögnum var í bílunum og eyðilögðust 18 af 31 bíl í lestinni. Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárásina, en Rússar þvertaka fyrir það. Í gær sagði talsmaður ráðuneytisins að eftir að hafa skoðað myndbönd sem tekin voru eftir árásina væri útlit fyrir að kveikt hefði verið í bílunum. Engin loftárás hefði verið gerð.Igor Konashenkov sagði að ekki mætti sjá skemmdir eftir höggbylgjur og sprengjubrot á bílunum né gíga. Myndir af vettvangi sína hins vegar gíga og skemmdir eftir sprengjubrot.Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir þar að auki að stjórnarher Sýrlands hefði ekki getað gert árásina þar sem hún var gerð að nóttu til. Stjórnarherinn geri ekki loftárásir að nóttu til þar sem þeir hafi ekki tök á því. Nú segir Igor Konashenkov að frekari skoðun hafi leitt í ljós að „hryðjuverkamenn hafi komið sprengjuvörpu fyrir á svæðinu og reynt að skýla sér á bak við bílalestina.“ Meðfylgjandi myndband, sem Rússar segja að þeir hafi tekið upp með dróna, sýnir bílalestina nokkrum klukkustundum áður en ráðist var á hana. Sjá má pallbíl keyra framhjá bílalestinni, sem Rússar segja að hafi dregið sprengjuvörpu. Drónanum var flogið af svæðinu áður en árásin var gerð. Verið var að afferma bílalestina við vöruskemmu Rauða hálfmánans í Urum al-Kubra, skammt frá Aleppo.Eins og áður segir hafa Bandaríkin sakað Rússa um að bera ábyrgð á árásinni, en Reuters fréttaveitan hafði eftir tveimur Bandarískum embættismönnum að tvær rússneskar orrustuþotur hefðu verið á flugi yfir svæðinu á tímanum sem árásin var gerð. „Það eru þrjár fylkingar sem fljúga yfir Sýrlandi. Bandalag okkar, Rússar og Stjórnarherinn. Þetta var ekki bandalag okkar. Við fljúgum ekki yfir Aleppo þar sem við höfum enga ástæðu til þess. Við gerum einungis loftárásir gegn Íslamska ríkinu og þeir eru ekki þarna,“ segir talsmaður Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Ben Rhodes, úr Hvíta húsinu, segir að sama hvort sem Rússar hafi gert loftárásina eða stjórnarherinn, lýti Bandaríkin á það að Rússar beri ábyrgðina. Þeir hafi ábyrgst að koma í veg fyrir loftárásir á svæðinu vegna vopnahlésins. Málið verður líklega rætt á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Mið-Austurlönd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir vopnaðir uppreisnarmenn hafi verið á ferðinni með bílalest Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Talið er að loftárás hafi verið gerð á bílalestina, svo um 20 hjálparstarfsmenn féllu. Gífurlegt magn af hjálpargögnum var í bílunum og eyðilögðust 18 af 31 bíl í lestinni. Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárásina, en Rússar þvertaka fyrir það. Í gær sagði talsmaður ráðuneytisins að eftir að hafa skoðað myndbönd sem tekin voru eftir árásina væri útlit fyrir að kveikt hefði verið í bílunum. Engin loftárás hefði verið gerð.Igor Konashenkov sagði að ekki mætti sjá skemmdir eftir höggbylgjur og sprengjubrot á bílunum né gíga. Myndir af vettvangi sína hins vegar gíga og skemmdir eftir sprengjubrot.Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir þar að auki að stjórnarher Sýrlands hefði ekki getað gert árásina þar sem hún var gerð að nóttu til. Stjórnarherinn geri ekki loftárásir að nóttu til þar sem þeir hafi ekki tök á því. Nú segir Igor Konashenkov að frekari skoðun hafi leitt í ljós að „hryðjuverkamenn hafi komið sprengjuvörpu fyrir á svæðinu og reynt að skýla sér á bak við bílalestina.“ Meðfylgjandi myndband, sem Rússar segja að þeir hafi tekið upp með dróna, sýnir bílalestina nokkrum klukkustundum áður en ráðist var á hana. Sjá má pallbíl keyra framhjá bílalestinni, sem Rússar segja að hafi dregið sprengjuvörpu. Drónanum var flogið af svæðinu áður en árásin var gerð. Verið var að afferma bílalestina við vöruskemmu Rauða hálfmánans í Urum al-Kubra, skammt frá Aleppo.Eins og áður segir hafa Bandaríkin sakað Rússa um að bera ábyrgð á árásinni, en Reuters fréttaveitan hafði eftir tveimur Bandarískum embættismönnum að tvær rússneskar orrustuþotur hefðu verið á flugi yfir svæðinu á tímanum sem árásin var gerð. „Það eru þrjár fylkingar sem fljúga yfir Sýrlandi. Bandalag okkar, Rússar og Stjórnarherinn. Þetta var ekki bandalag okkar. Við fljúgum ekki yfir Aleppo þar sem við höfum enga ástæðu til þess. Við gerum einungis loftárásir gegn Íslamska ríkinu og þeir eru ekki þarna,“ segir talsmaður Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Ben Rhodes, úr Hvíta húsinu, segir að sama hvort sem Rússar hafi gert loftárásina eða stjórnarherinn, lýti Bandaríkin á það að Rússar beri ábyrgðina. Þeir hafi ábyrgst að koma í veg fyrir loftárásir á svæðinu vegna vopnahlésins. Málið verður líklega rætt á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag.
Mið-Austurlönd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira