Segjast ekki hafa gert árásir á bílalestina Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2016 13:30 Vísir/AFP Yfirvöld í bæði Rússlandi og Sýrlandi segjast ekki hafa gert loftárásir á bílalest Sameinuðu þjóðanna og Rauða hálfmánans í Sýrlandi. Þess í stað segja Rússar að kveikt hafi verið í farmi bílanna. Um tuttugu starfsmenn Rauða hálfmánans létu lífið. Hin meinta árás var gerð í gær á bílalestina þar sem hún var stödd í bænum Urum al-Kubra. Í bílalestinni voru hjálpargögn fyrir um 78 þúsund manns og eyðilögðust 18 bílar af 31. Einnig skemmdist vöruskemma Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hjálparstarfsmenn voru með leyfi frá bæði stjórnarhernum og uppreisnarmönnum og voru að koma matvælum og öðrum nauðsynjum til íbúa í og við borgina Aleppo. Sameinuðu þjóðirnar hafa stöðvað hjálparstarfsemi sína í Sýrlandi.Á vef Tass fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu, er haft eftir Igor Konashenkov, talsmanni Varnarmálaráðuneytis Rússlands, Rússar hafi fylgst með bílalestinni um skeið með drónum en hafi hætt því þegar hún fór yfir á yfirráðasvæði uppreisnarhópa. Því hafi uppreisnarhóparnir verið þeir einu sem vissu um bílalestina. Hann segir að myndbönd af bílalestinni hafi verið skoðuð gaumgæfilega og þar hafi engin ummerki loftárása fundist. Það er holur eftir sprengjubrot né skemmdir á bílum og húsum vegna höggbylgna frá sprengingum. „Myndböndin sýna beinar afleiðingar þess að kveikt hafi verið í farmi bílanna og atvikið gerðist, skringilega, á sama tíma og sókn uppreisnarmanna í Aleppo,“ segir Konashenkov. Hluta myndbandanna sem um ræðir má sjá hér að neðan. Russia saying it looked like the aid was just set on fire because no shrapnel holes .. took me 2 min to find some, plus destroyed building. pic.twitter.com/2D5S1sdR2Y— Gissur Simonarson (@GissiSim) September 20, 2016 PT: There is even shrapnel holes in the aid packages themselves... pic.twitter.com/wFjDBqbilm— Gissur Simonarson (@GissiSim) September 20, 2016 Outrage mounts over strike on aid convoy hours after Syria's military declared an end to a week-long truce pic.twitter.com/zNXG7qKEtb— AFP news agency (@AFP) September 20, 2016 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bílalestin var að flytja mat til tugþúsunda manna Bílalest Sameinuðu þjóðanna, sem var að flytja hjálpargögn til svæðis sem er á valdi uppreisnarmanna skammt frá Aleppó í Sýrlandi, varð fyrir loftárás í gær af hálfu sýrlenskra eða rússneskra herflugvéla. 19. september 2016 23:48 Gerðu loftárás á bílalest fulla af hjálpargögnum skammt frá Aleppó Sýrlenskar eða rússneskar herflugvélar gerðu í kvöld loftárás á bílalest skammt frá Aleppó í Sýrlandi en bílalestin var full af hjálpargögnum fyrir svæði skammt frá borginni þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. 19. september 2016 19:51 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Yfirvöld í bæði Rússlandi og Sýrlandi segjast ekki hafa gert loftárásir á bílalest Sameinuðu þjóðanna og Rauða hálfmánans í Sýrlandi. Þess í stað segja Rússar að kveikt hafi verið í farmi bílanna. Um tuttugu starfsmenn Rauða hálfmánans létu lífið. Hin meinta árás var gerð í gær á bílalestina þar sem hún var stödd í bænum Urum al-Kubra. Í bílalestinni voru hjálpargögn fyrir um 78 þúsund manns og eyðilögðust 18 bílar af 31. Einnig skemmdist vöruskemma Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hjálparstarfsmenn voru með leyfi frá bæði stjórnarhernum og uppreisnarmönnum og voru að koma matvælum og öðrum nauðsynjum til íbúa í og við borgina Aleppo. Sameinuðu þjóðirnar hafa stöðvað hjálparstarfsemi sína í Sýrlandi.Á vef Tass fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu, er haft eftir Igor Konashenkov, talsmanni Varnarmálaráðuneytis Rússlands, Rússar hafi fylgst með bílalestinni um skeið með drónum en hafi hætt því þegar hún fór yfir á yfirráðasvæði uppreisnarhópa. Því hafi uppreisnarhóparnir verið þeir einu sem vissu um bílalestina. Hann segir að myndbönd af bílalestinni hafi verið skoðuð gaumgæfilega og þar hafi engin ummerki loftárása fundist. Það er holur eftir sprengjubrot né skemmdir á bílum og húsum vegna höggbylgna frá sprengingum. „Myndböndin sýna beinar afleiðingar þess að kveikt hafi verið í farmi bílanna og atvikið gerðist, skringilega, á sama tíma og sókn uppreisnarmanna í Aleppo,“ segir Konashenkov. Hluta myndbandanna sem um ræðir má sjá hér að neðan. Russia saying it looked like the aid was just set on fire because no shrapnel holes .. took me 2 min to find some, plus destroyed building. pic.twitter.com/2D5S1sdR2Y— Gissur Simonarson (@GissiSim) September 20, 2016 PT: There is even shrapnel holes in the aid packages themselves... pic.twitter.com/wFjDBqbilm— Gissur Simonarson (@GissiSim) September 20, 2016 Outrage mounts over strike on aid convoy hours after Syria's military declared an end to a week-long truce pic.twitter.com/zNXG7qKEtb— AFP news agency (@AFP) September 20, 2016
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bílalestin var að flytja mat til tugþúsunda manna Bílalest Sameinuðu þjóðanna, sem var að flytja hjálpargögn til svæðis sem er á valdi uppreisnarmanna skammt frá Aleppó í Sýrlandi, varð fyrir loftárás í gær af hálfu sýrlenskra eða rússneskra herflugvéla. 19. september 2016 23:48 Gerðu loftárás á bílalest fulla af hjálpargögnum skammt frá Aleppó Sýrlenskar eða rússneskar herflugvélar gerðu í kvöld loftárás á bílalest skammt frá Aleppó í Sýrlandi en bílalestin var full af hjálpargögnum fyrir svæði skammt frá borginni þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. 19. september 2016 19:51 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Bílalestin var að flytja mat til tugþúsunda manna Bílalest Sameinuðu þjóðanna, sem var að flytja hjálpargögn til svæðis sem er á valdi uppreisnarmanna skammt frá Aleppó í Sýrlandi, varð fyrir loftárás í gær af hálfu sýrlenskra eða rússneskra herflugvéla. 19. september 2016 23:48
Gerðu loftárás á bílalest fulla af hjálpargögnum skammt frá Aleppó Sýrlenskar eða rússneskar herflugvélar gerðu í kvöld loftárás á bílalest skammt frá Aleppó í Sýrlandi en bílalestin var full af hjálpargögnum fyrir svæði skammt frá borginni þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. 19. september 2016 19:51