Spurt um Finnafjörð Ögmundur Jónasson skrifar 22. september 2016 07:00 Hún var ekki fyrirferðarmikil Fréttablaðsfréttin fimmtudaginn fimmtánda september sl. um áform Þjóðverja um höfn í Finnafirði. Alla vega var hún minni um sig en umfang áformanna gefur tilefni til.Svona var fréttin „Við upplifum þetta þannig að það sé að færast aukin alvara í þessi áform,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, um heimsókn fulltrúa Bremenports sem hafa verið að skoða uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði. Haldnir hafa verið fundir með íbúum, landeigendum og sveitarstjórnarfulltrúum Langanesbyggðar og Vopnafjarðar undanfarna daga. „Fundirnir hafa verið mjög upplýsandi,“ segir Elías sem kveður góðan róm hafa verið gerðan að málinu. „En ég legg á það ríka áherslu að það er enginn viðskiptavinur kominn en trú þeirra á verkefninu virðist vera að aukast.“ Svo mörg voru þau orð. Ég þakka Fréttablaðinu fyrir að hafa þó einhver orð um málið og hafði blaðið reyndar áður gert það í örfrétt níunda september sl. Í öðrum fjölmiðlum hefur ríkt grafarþögn alla vega síðustu vikurnar eftir því sem ég kemst næst. Í tilvitnaðri frétt er talað um upplýsandi fundi. Ég hvet fjölmiðla til að upplýsa betur um þá fundi og grafa auk þess undir yfirborðið. Áform um stórskipahöfn á norðausturhorninu er ekki málefni fámennra byggða einna. Heldur þjóðarinnar allrar.Nú þarf að spyrja Gott væri til dæmis að fá svör við eftirfarandi: Í eigu hverra er fyrirtækið sem rekur stórhöfnina í Bremerhaven? Telja menn skipta máli hverjir fjárfestarnir eru og hvað vakir fyrir eigendum? Hver er talinn vera ávinningurinn af því fyrir íslenskt samfélag að reisa þarna stórskipahöfn? Hve marga erlenda verkamenn þyrfti að flytja til landsins til að sinna verkefninu? Kæmi samfélagið á svæðinu til með að ráða við að sinna innri uppbyggingu? Er talið til hagsbóta að erlend fyrirtæki hafi á sinni hendi íslenskar hafnir, rekstur þeirra og jafnvel eignarhald? Hver er talinn vera fjárhagslegur ávinningur fyrir þjóðarbúið, skiptir eignarhaldið máli í því samhengi? Hver er talin vera mengunaráhætta sem fylgir stórskipahöfn á heimsvísu? Reikna fjárfestarnir hana út eða íslensk umhverfisyfirvöld? Hvernig samræmast áform um að þjónusta skipaumferð um pólsvæðin alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga og markmiðum um verndun hafsins? Hvert er eðli þeirra samninga sem sveitarfélagið hefur gert við Bremenports og hvort/hvernig kemur ríkissjóður að þessu verkefni? Hefur ríkissjóður skuldbundið sig fjárhagslega til þess að liðka fyrir framkvæmdum í Finnafirði? Hvernig samræmast þessi áform landsskipulagi? Hvernig væri að ræða um Finnafjörð? Í mínum huga eru fréttirnar frá Finnafirði hrollvekjandi í sjálfu sér. Alvarlegri er þó þögnin sem umlykur málið og síðan náttúrlega sinnuleysið. Hvernig væri að breyta því og taka svolitla umræðusyrpu um Finnafjörð?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Hún var ekki fyrirferðarmikil Fréttablaðsfréttin fimmtudaginn fimmtánda september sl. um áform Þjóðverja um höfn í Finnafirði. Alla vega var hún minni um sig en umfang áformanna gefur tilefni til.Svona var fréttin „Við upplifum þetta þannig að það sé að færast aukin alvara í þessi áform,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, um heimsókn fulltrúa Bremenports sem hafa verið að skoða uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði. Haldnir hafa verið fundir með íbúum, landeigendum og sveitarstjórnarfulltrúum Langanesbyggðar og Vopnafjarðar undanfarna daga. „Fundirnir hafa verið mjög upplýsandi,“ segir Elías sem kveður góðan róm hafa verið gerðan að málinu. „En ég legg á það ríka áherslu að það er enginn viðskiptavinur kominn en trú þeirra á verkefninu virðist vera að aukast.“ Svo mörg voru þau orð. Ég þakka Fréttablaðinu fyrir að hafa þó einhver orð um málið og hafði blaðið reyndar áður gert það í örfrétt níunda september sl. Í öðrum fjölmiðlum hefur ríkt grafarþögn alla vega síðustu vikurnar eftir því sem ég kemst næst. Í tilvitnaðri frétt er talað um upplýsandi fundi. Ég hvet fjölmiðla til að upplýsa betur um þá fundi og grafa auk þess undir yfirborðið. Áform um stórskipahöfn á norðausturhorninu er ekki málefni fámennra byggða einna. Heldur þjóðarinnar allrar.Nú þarf að spyrja Gott væri til dæmis að fá svör við eftirfarandi: Í eigu hverra er fyrirtækið sem rekur stórhöfnina í Bremerhaven? Telja menn skipta máli hverjir fjárfestarnir eru og hvað vakir fyrir eigendum? Hver er talinn vera ávinningurinn af því fyrir íslenskt samfélag að reisa þarna stórskipahöfn? Hve marga erlenda verkamenn þyrfti að flytja til landsins til að sinna verkefninu? Kæmi samfélagið á svæðinu til með að ráða við að sinna innri uppbyggingu? Er talið til hagsbóta að erlend fyrirtæki hafi á sinni hendi íslenskar hafnir, rekstur þeirra og jafnvel eignarhald? Hver er talinn vera fjárhagslegur ávinningur fyrir þjóðarbúið, skiptir eignarhaldið máli í því samhengi? Hver er talin vera mengunaráhætta sem fylgir stórskipahöfn á heimsvísu? Reikna fjárfestarnir hana út eða íslensk umhverfisyfirvöld? Hvernig samræmast áform um að þjónusta skipaumferð um pólsvæðin alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga og markmiðum um verndun hafsins? Hvert er eðli þeirra samninga sem sveitarfélagið hefur gert við Bremenports og hvort/hvernig kemur ríkissjóður að þessu verkefni? Hefur ríkissjóður skuldbundið sig fjárhagslega til þess að liðka fyrir framkvæmdum í Finnafirði? Hvernig samræmast þessi áform landsskipulagi? Hvernig væri að ræða um Finnafjörð? Í mínum huga eru fréttirnar frá Finnafirði hrollvekjandi í sjálfu sér. Alvarlegri er þó þögnin sem umlykur málið og síðan náttúrlega sinnuleysið. Hvernig væri að breyta því og taka svolitla umræðusyrpu um Finnafjörð?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar