Hvernig gerir táknmálið mig að jafninga? Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 23. september 2016 13:54 Vikuna 19.-25.september er alþjóðavika heyrnarlausra, Alheimssamtök heyrnarlausra (World Federation of Deaf) skipuleggja árlega síðustu vikuna í september átak og vitundarvakningu á baráttu heyrnarlausra. Hvert ár er visst þema og í ár er það ,,Táknmálið gerir mig að jafninga”. Samfélög heyrnarlausra víða um heim fagna þessum tímamótum og skipuleggja ýmsa viðburði þar sem allir eru hvattir til að taka þátt. Félag heyrnarlausra leggur áherslu á í ár að vekja athygli á útrýmingahættu íslenska táknmálsins eins og má lega í grein sem Nathaniel Munice skrifaði í Döffblaðið, lesendur geta nálgast blaðið inná heimasíðu félagsins á slóðinni www.deaf.is. Í greininni má meðal annars lesa að á meðan við sitjum aðgerðarlaus deyr tungumálið út sem er svo sannarlega satt. Samkvæmt lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál ber ríki og sveitarfélögum skylda að varðveita og hlúa að íslensku táknmáli sem hafa hingað til verið fögur fyrirheit. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur gefið út tvær skýrslur þar sem fram kemur að íslenska táknmálið er í veikri stöðu. Bretta þarf upp ermar til að bjarga tungumálinu. Hvað er átt við með því að táknmálið geri mig að jafninga? Förum yfir nokkur atriði varðandi það að táknmálið geri mig að jafninga.Réttur við fæðingu, er grundvallar mannréttindi sem veitir barni rétt til að fá máltöku frá fæðingu, gefur barni þann möguleika að eiga fullnægjandi samskipti og stuðlar að vitrænum þroska. Börn þurfa greiðari aðgang að táknmálsumhverfi frá fæðingu. Döff sjálfmynd, með því er átt við að einstaklingur sem notar táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál í táknmálssamfélagi fær tækifæri til að vera öruggur einstaklingur og með góða sjálfsmynd. Aðgengileiki, með aðgangi og úthlutun á táknmálstúlkun veitir það þeim sem nota táknmál í daglegu lífi aðgang að allri þjónustu hvort sem hún er opinber eða ekki. Textun á öllu myndefni er gott dæmi um aðgengi að margmiðlun og sjónvarpsefni. Jafnt öðrum tungumálum, íslenskt táknmál er fullgilt tungumál. Það hefur verið staðfest í mörgum kerfisbundnum rannsóknum á málvísindum og táknmáli síðustu áratugi.Jafnrétti til atvinnutækifæra, einstaklingur sem notar táknmál í daglegu lífi geti verið á atvinnumarkaðinum eins og samfélagsþegnar hans. Möguleiki til starfsþróunar þarf að vera til staðar, aðalhindrunin að atvinnu er vegna óaðgengileika á táknálstúlkun á atvinnumarkaðinum.Tvítyngd menntun, það er mikilvægt að viðurkenna þá þörf á tvítyngdri menntun fyrir heyrnarlaus börn og að viðurkenna það að það er vöntun og þörf á góðu táknmálsumhverfi í skóla barnanna. Fullvirk tvítyngd menntun leggur góðan grunn að lestri og ritun á íslenskri tungu.Jöfn þátttaka, þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi þurfa jafnan aðgang til að eiga möguleika á þátttöku í persónulegum, opinberum og pólitískum málum. Mikilvægt er að tryggja heyrnarlausum þátttöku í umræðum og ákvarðanatökum er varða réttindi og málefni þeirra s.s “ ekkert um okkur, án okkar”.Lífslangur lærdómur, aðgengi að menntun, starfsnámi og áframhaldandi endurmenntun er lykilatriði til þess að þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi fái vinnu og haldi vinnu. Ef heyrnarlausum frá vöggu til grafar eru tryggð þessi atriði þá njótum við jafnréttis í okkar þjóðfélagi og eigum betri möguleika á auknum lífsgæðum í okkar þjóðfélagi og íslenska táknmálið á meiri möguleika til að dafna áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Vikuna 19.-25.september er alþjóðavika heyrnarlausra, Alheimssamtök heyrnarlausra (World Federation of Deaf) skipuleggja árlega síðustu vikuna í september átak og vitundarvakningu á baráttu heyrnarlausra. Hvert ár er visst þema og í ár er það ,,Táknmálið gerir mig að jafninga”. Samfélög heyrnarlausra víða um heim fagna þessum tímamótum og skipuleggja ýmsa viðburði þar sem allir eru hvattir til að taka þátt. Félag heyrnarlausra leggur áherslu á í ár að vekja athygli á útrýmingahættu íslenska táknmálsins eins og má lega í grein sem Nathaniel Munice skrifaði í Döffblaðið, lesendur geta nálgast blaðið inná heimasíðu félagsins á slóðinni www.deaf.is. Í greininni má meðal annars lesa að á meðan við sitjum aðgerðarlaus deyr tungumálið út sem er svo sannarlega satt. Samkvæmt lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál ber ríki og sveitarfélögum skylda að varðveita og hlúa að íslensku táknmáli sem hafa hingað til verið fögur fyrirheit. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur gefið út tvær skýrslur þar sem fram kemur að íslenska táknmálið er í veikri stöðu. Bretta þarf upp ermar til að bjarga tungumálinu. Hvað er átt við með því að táknmálið geri mig að jafninga? Förum yfir nokkur atriði varðandi það að táknmálið geri mig að jafninga.Réttur við fæðingu, er grundvallar mannréttindi sem veitir barni rétt til að fá máltöku frá fæðingu, gefur barni þann möguleika að eiga fullnægjandi samskipti og stuðlar að vitrænum þroska. Börn þurfa greiðari aðgang að táknmálsumhverfi frá fæðingu. Döff sjálfmynd, með því er átt við að einstaklingur sem notar táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál í táknmálssamfélagi fær tækifæri til að vera öruggur einstaklingur og með góða sjálfsmynd. Aðgengileiki, með aðgangi og úthlutun á táknmálstúlkun veitir það þeim sem nota táknmál í daglegu lífi aðgang að allri þjónustu hvort sem hún er opinber eða ekki. Textun á öllu myndefni er gott dæmi um aðgengi að margmiðlun og sjónvarpsefni. Jafnt öðrum tungumálum, íslenskt táknmál er fullgilt tungumál. Það hefur verið staðfest í mörgum kerfisbundnum rannsóknum á málvísindum og táknmáli síðustu áratugi.Jafnrétti til atvinnutækifæra, einstaklingur sem notar táknmál í daglegu lífi geti verið á atvinnumarkaðinum eins og samfélagsþegnar hans. Möguleiki til starfsþróunar þarf að vera til staðar, aðalhindrunin að atvinnu er vegna óaðgengileika á táknálstúlkun á atvinnumarkaðinum.Tvítyngd menntun, það er mikilvægt að viðurkenna þá þörf á tvítyngdri menntun fyrir heyrnarlaus börn og að viðurkenna það að það er vöntun og þörf á góðu táknmálsumhverfi í skóla barnanna. Fullvirk tvítyngd menntun leggur góðan grunn að lestri og ritun á íslenskri tungu.Jöfn þátttaka, þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi þurfa jafnan aðgang til að eiga möguleika á þátttöku í persónulegum, opinberum og pólitískum málum. Mikilvægt er að tryggja heyrnarlausum þátttöku í umræðum og ákvarðanatökum er varða réttindi og málefni þeirra s.s “ ekkert um okkur, án okkar”.Lífslangur lærdómur, aðgengi að menntun, starfsnámi og áframhaldandi endurmenntun er lykilatriði til þess að þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi fái vinnu og haldi vinnu. Ef heyrnarlausum frá vöggu til grafar eru tryggð þessi atriði þá njótum við jafnréttis í okkar þjóðfélagi og eigum betri möguleika á auknum lífsgæðum í okkar þjóðfélagi og íslenska táknmálið á meiri möguleika til að dafna áfram.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar