Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Una Sighvatsdóttir skrifar 26. september 2016 21:00 Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum.Hundrað milljónir munu horfa Nú eru aðeins sex vikur eftir þar til Bandaríkjamenn velja sér nýjan forseta, kosningabaráttan er því á lokametrunum og það mikilvægasta er framundan. Búist er við að um í 100 milljónir Bandaríkjamanna muni horfa á fyrstu sjónvarpskappræðurnar af þremur, sem fram fara í Hofstra háskóla í New York í kvöld. Gangi það eftir verða kappræðurnar þriðji stærsti sjónvarpsviðburður bandarískrar sögu.Því er spáð að 100 milljónir horfi á Clinton og Trump etja kappi í kvöld og verða kappræðurnar þar með þriðji stærsti sjónvarpsviðburður bandarískrar sögu.Vinsælla en lokaþáttur Friends Aldrei hafa fleiri Bandaríkjamenn horft á sjónvarp í einu en yfir SuperBowl úrslitaleiknum árið 2010, eða rúmar 111 milljónir, en þess utan eiga sæti á topplistanum lokaþættir þriggja vinsælla sjónvarpsþátta, þ.e. M*A*S*H, Staupasteins og Friends. Trump og Clinton verða hinsvegar þeir forsetaframbjóðendur sem flestir horfa á, því þau munu að líkindum slá metið sem Reagan og Carter settu 1980.Óvinsælustu frambjóðendur allra tíma Þessar miklu væntingar um áhorf skýrast að hluta af því hversu umdeild þau Clinton og Trump eru bæði, því aldrei hafa tveir forsetaframbjóðendur verið jafn illa liðnir meðal almennings. Mjótt hefur verið á mununum milli þeirra samkvæmt skoðanakönnunum og ef kosið væri í dag segjast rúm 30% ætla að kjósa Trump en tæp 40% vilja Clinton. Mjótt hefur verið á munum milli Clinton og Trump en hún nyti þó forystu, ef kosið væri í dag, samkvæmt skoðanakönnun Reuters.Hún hefur því forystuna og virðist meðal annars sem framkoma hennar í þætti grínistans Zach Galifianakis um helgina hafi verið vel heppnuð. Clinton veitir ekki af því henni hefur reynst erfitt að hrífa fólk með sér og segja stjórnmálaskýrendur að jafnvel þótt hún segi allt rétt í kvöld gæti hún samt tapað kappræðunum með því að takast ekki að láta fólki líka við sig.Cinton kemur þaulundirbúin til leiks Trump er hinsvegar vanur sjónvarpsmaður og það var meðal annars frammistaða hans í sjónvarpskappræðum innan repúblikanaflokksins sem skiluðu honum útnefningu flokksins. Clinton er sögð hafa undirbúið sig með heilu herliði ráðgjafa umræðurnar í kvöld á meðan Trump treystir á nokkra lykilmenn og sjálfa sig. Kappræðurnar standa í 90 mínútur og skiptast í sex efnisflokka, þar sem þrír eru tilkynntir fyrirfram en þrír verða óundirbúnir. Útsendingin hefst klukkan níu að staðartíma í New York, eitt eftir miðnætti á Íslandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum.Hundrað milljónir munu horfa Nú eru aðeins sex vikur eftir þar til Bandaríkjamenn velja sér nýjan forseta, kosningabaráttan er því á lokametrunum og það mikilvægasta er framundan. Búist er við að um í 100 milljónir Bandaríkjamanna muni horfa á fyrstu sjónvarpskappræðurnar af þremur, sem fram fara í Hofstra háskóla í New York í kvöld. Gangi það eftir verða kappræðurnar þriðji stærsti sjónvarpsviðburður bandarískrar sögu.Því er spáð að 100 milljónir horfi á Clinton og Trump etja kappi í kvöld og verða kappræðurnar þar með þriðji stærsti sjónvarpsviðburður bandarískrar sögu.Vinsælla en lokaþáttur Friends Aldrei hafa fleiri Bandaríkjamenn horft á sjónvarp í einu en yfir SuperBowl úrslitaleiknum árið 2010, eða rúmar 111 milljónir, en þess utan eiga sæti á topplistanum lokaþættir þriggja vinsælla sjónvarpsþátta, þ.e. M*A*S*H, Staupasteins og Friends. Trump og Clinton verða hinsvegar þeir forsetaframbjóðendur sem flestir horfa á, því þau munu að líkindum slá metið sem Reagan og Carter settu 1980.Óvinsælustu frambjóðendur allra tíma Þessar miklu væntingar um áhorf skýrast að hluta af því hversu umdeild þau Clinton og Trump eru bæði, því aldrei hafa tveir forsetaframbjóðendur verið jafn illa liðnir meðal almennings. Mjótt hefur verið á mununum milli þeirra samkvæmt skoðanakönnunum og ef kosið væri í dag segjast rúm 30% ætla að kjósa Trump en tæp 40% vilja Clinton. Mjótt hefur verið á munum milli Clinton og Trump en hún nyti þó forystu, ef kosið væri í dag, samkvæmt skoðanakönnun Reuters.Hún hefur því forystuna og virðist meðal annars sem framkoma hennar í þætti grínistans Zach Galifianakis um helgina hafi verið vel heppnuð. Clinton veitir ekki af því henni hefur reynst erfitt að hrífa fólk með sér og segja stjórnmálaskýrendur að jafnvel þótt hún segi allt rétt í kvöld gæti hún samt tapað kappræðunum með því að takast ekki að láta fólki líka við sig.Cinton kemur þaulundirbúin til leiks Trump er hinsvegar vanur sjónvarpsmaður og það var meðal annars frammistaða hans í sjónvarpskappræðum innan repúblikanaflokksins sem skiluðu honum útnefningu flokksins. Clinton er sögð hafa undirbúið sig með heilu herliði ráðgjafa umræðurnar í kvöld á meðan Trump treystir á nokkra lykilmenn og sjálfa sig. Kappræðurnar standa í 90 mínútur og skiptast í sex efnisflokka, þar sem þrír eru tilkynntir fyrirfram en þrír verða óundirbúnir. Útsendingin hefst klukkan níu að staðartíma í New York, eitt eftir miðnætti á Íslandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira