Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Una Sighvatsdóttir skrifar 26. september 2016 21:00 Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum.Hundrað milljónir munu horfa Nú eru aðeins sex vikur eftir þar til Bandaríkjamenn velja sér nýjan forseta, kosningabaráttan er því á lokametrunum og það mikilvægasta er framundan. Búist er við að um í 100 milljónir Bandaríkjamanna muni horfa á fyrstu sjónvarpskappræðurnar af þremur, sem fram fara í Hofstra háskóla í New York í kvöld. Gangi það eftir verða kappræðurnar þriðji stærsti sjónvarpsviðburður bandarískrar sögu.Því er spáð að 100 milljónir horfi á Clinton og Trump etja kappi í kvöld og verða kappræðurnar þar með þriðji stærsti sjónvarpsviðburður bandarískrar sögu.Vinsælla en lokaþáttur Friends Aldrei hafa fleiri Bandaríkjamenn horft á sjónvarp í einu en yfir SuperBowl úrslitaleiknum árið 2010, eða rúmar 111 milljónir, en þess utan eiga sæti á topplistanum lokaþættir þriggja vinsælla sjónvarpsþátta, þ.e. M*A*S*H, Staupasteins og Friends. Trump og Clinton verða hinsvegar þeir forsetaframbjóðendur sem flestir horfa á, því þau munu að líkindum slá metið sem Reagan og Carter settu 1980.Óvinsælustu frambjóðendur allra tíma Þessar miklu væntingar um áhorf skýrast að hluta af því hversu umdeild þau Clinton og Trump eru bæði, því aldrei hafa tveir forsetaframbjóðendur verið jafn illa liðnir meðal almennings. Mjótt hefur verið á mununum milli þeirra samkvæmt skoðanakönnunum og ef kosið væri í dag segjast rúm 30% ætla að kjósa Trump en tæp 40% vilja Clinton. Mjótt hefur verið á munum milli Clinton og Trump en hún nyti þó forystu, ef kosið væri í dag, samkvæmt skoðanakönnun Reuters.Hún hefur því forystuna og virðist meðal annars sem framkoma hennar í þætti grínistans Zach Galifianakis um helgina hafi verið vel heppnuð. Clinton veitir ekki af því henni hefur reynst erfitt að hrífa fólk með sér og segja stjórnmálaskýrendur að jafnvel þótt hún segi allt rétt í kvöld gæti hún samt tapað kappræðunum með því að takast ekki að láta fólki líka við sig.Cinton kemur þaulundirbúin til leiks Trump er hinsvegar vanur sjónvarpsmaður og það var meðal annars frammistaða hans í sjónvarpskappræðum innan repúblikanaflokksins sem skiluðu honum útnefningu flokksins. Clinton er sögð hafa undirbúið sig með heilu herliði ráðgjafa umræðurnar í kvöld á meðan Trump treystir á nokkra lykilmenn og sjálfa sig. Kappræðurnar standa í 90 mínútur og skiptast í sex efnisflokka, þar sem þrír eru tilkynntir fyrirfram en þrír verða óundirbúnir. Útsendingin hefst klukkan níu að staðartíma í New York, eitt eftir miðnætti á Íslandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum.Hundrað milljónir munu horfa Nú eru aðeins sex vikur eftir þar til Bandaríkjamenn velja sér nýjan forseta, kosningabaráttan er því á lokametrunum og það mikilvægasta er framundan. Búist er við að um í 100 milljónir Bandaríkjamanna muni horfa á fyrstu sjónvarpskappræðurnar af þremur, sem fram fara í Hofstra háskóla í New York í kvöld. Gangi það eftir verða kappræðurnar þriðji stærsti sjónvarpsviðburður bandarískrar sögu.Því er spáð að 100 milljónir horfi á Clinton og Trump etja kappi í kvöld og verða kappræðurnar þar með þriðji stærsti sjónvarpsviðburður bandarískrar sögu.Vinsælla en lokaþáttur Friends Aldrei hafa fleiri Bandaríkjamenn horft á sjónvarp í einu en yfir SuperBowl úrslitaleiknum árið 2010, eða rúmar 111 milljónir, en þess utan eiga sæti á topplistanum lokaþættir þriggja vinsælla sjónvarpsþátta, þ.e. M*A*S*H, Staupasteins og Friends. Trump og Clinton verða hinsvegar þeir forsetaframbjóðendur sem flestir horfa á, því þau munu að líkindum slá metið sem Reagan og Carter settu 1980.Óvinsælustu frambjóðendur allra tíma Þessar miklu væntingar um áhorf skýrast að hluta af því hversu umdeild þau Clinton og Trump eru bæði, því aldrei hafa tveir forsetaframbjóðendur verið jafn illa liðnir meðal almennings. Mjótt hefur verið á mununum milli þeirra samkvæmt skoðanakönnunum og ef kosið væri í dag segjast rúm 30% ætla að kjósa Trump en tæp 40% vilja Clinton. Mjótt hefur verið á munum milli Clinton og Trump en hún nyti þó forystu, ef kosið væri í dag, samkvæmt skoðanakönnun Reuters.Hún hefur því forystuna og virðist meðal annars sem framkoma hennar í þætti grínistans Zach Galifianakis um helgina hafi verið vel heppnuð. Clinton veitir ekki af því henni hefur reynst erfitt að hrífa fólk með sér og segja stjórnmálaskýrendur að jafnvel þótt hún segi allt rétt í kvöld gæti hún samt tapað kappræðunum með því að takast ekki að láta fólki líka við sig.Cinton kemur þaulundirbúin til leiks Trump er hinsvegar vanur sjónvarpsmaður og það var meðal annars frammistaða hans í sjónvarpskappræðum innan repúblikanaflokksins sem skiluðu honum útnefningu flokksins. Clinton er sögð hafa undirbúið sig með heilu herliði ráðgjafa umræðurnar í kvöld á meðan Trump treystir á nokkra lykilmenn og sjálfa sig. Kappræðurnar standa í 90 mínútur og skiptast í sex efnisflokka, þar sem þrír eru tilkynntir fyrirfram en þrír verða óundirbúnir. Útsendingin hefst klukkan níu að staðartíma í New York, eitt eftir miðnætti á Íslandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira