Erlent

Elon Musk ætlar að senda 100 manns til Mars á 80 dögum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frumkvöðullinn Elon Musk kynnti í dag áætlanir Space X um mannaðar ferðir til Mars.
Frumkvöðullinn Elon Musk kynnti í dag áætlanir Space X um mannaðar ferðir til Mars. Vísir
Elon Musk, stofnandi SpaceX, kynnti í dag áætlanir fyrirtækisins um mannaðar ferðir til Mars. Markmiðið er að hægt verði að senda 100 mans í hverri ferð sem muni taka 80 daga.

Musk hefur áður rætt um áætlun sína um að koma á ferðum til Mars en í kynningu sinni í dag fór hann nánar út í smáatriðin á áætlun SpaceX. Áætlar hann að í fyrstu verði hægt að koma um 100 manns fyrir um borð í geimskipi sem geti ferðast til Mars á 80 dögum við góðar aðstæður. Er áætlað að ferðin muni í fyrstu kosta 200 þúsund dollara fyrir hvern farþega, um 22 milljónir króna en vonast er til þess að hægt verði að lækka verðið niður í tíu þúsund dollara, rétt rúma eina milljón,

Er það áætlun Musk að síðar verði hægt að flytja 200 manns á 30 dögum frá Jörðu til Mars í hverri ferð. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan er verkefnið umfangsmikið en líkt og með allar geimferðir Space X er gert ráð fyrir að hægt verði að endurnýta geimfarið í fleiri ferðir.

Vonast Musk einnig til þess að hægt verði að reisa sjálfbæra borg á Mars með tíð og tíma en hann áætlar að flytja þurfi um milljón manns til Mars svo það geti orðið að veruleika.

Musk hefur áður sagt að árið 2018 ári muni fyrirtækið senda af stað ómönnuð könnunarför til Mars en ekki er komin nein tímasetning á það hvenær fyrsta mannaða geimferð Space X til Mars verði farin.


Tengdar fréttir

SpaceX ætlar til Mars árið 2018

Einkarekna geimferðafyrirtækið hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að koma geimfari til Mars árið 2018.

Eldflaug SpaceX sprakk í loft upp

TIl stóð að skjóta henni á loft um helgina en verið var að prófa vélar flaugarinnar þegar hún sprakk.

Lentu eldflaug í fimmta sinn

Fyrirtækið SpaceX sendi í nótt rúm tvö tonn af birgðum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×