Ekki Pútin að þakka að komist var hjá hruni hagkerfis Rússa Lars Christensen skrifar 28. september 2016 09:00 Það hefur verið lítið um fagnaðarefni í rússneska hagkerfinu síðan Rússar innlimuðu Krím 18. mars 2014. Hvað verga landsframleiðslu varðar hefur verið stöðugur samdráttur síðan þá og á því leikur enginn vafi að rússneska hagkerfið heldur áfram að berjast í bökkum og það er erfitt að sjá meiriháttar bata handan við hornið. Samdráttur efnahagslífsins hefur hins vegar verið minni en margir – þar á meðal ég – höfðu búist við og við getum sannarlega ekki talað um efnahagslegt hrun.Olíuverð skiptir meira máli en landfræðistjórnmálTil að skilja hvað hefur gerst í rússneska hagkerfinu síðustu tvö ár er gagnlegt að gera greinarmun á eftirspurnarhnykk og framboðsrykk. Þýðingarmesti neikvæði eftirspurnarhnykkurinn sem orðið hefur í rússneska hagkerfinu síðan 2014 er hin skarpa lækkun á olíuverði sem við höfum orðið vitni að síðan um mitt ár 2014. Jafnvel þótt innlimunin og toppurinn á olíuverði hafi átt sér stað með nokkurra mánaða millibili 2014 held ég að þessir tveir atburðir séu næstum algerlega ótengdir, en það breytir ekki þeirri staðreynd að verðfallið á olíu er meiriháttar neikvæður eftirspurnarhnykkur fyrir rússneska hagkerfið. Reyndar tel ég að verðfallið á olíu hafi haft miklu neikvæðari áhrif á rússneska hagkerfið en hinn neikvæði framboðsrykkur sem við höfum séð í formi aukinnar pólitískrar óvissu og refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússum. Að því sögðu hafa aðgerðir ríkisstjórnar Pútíns gert lítið til að draga úr ótta fjárfesta og á því leikur enginn vafi að sýn vestrænna fjárfesta á ástandið í Rússlandi er (með réttu) mjög neikvæð.Fljótandi gengi til bjargarÞannig hefur ríkisstjórn Pútíns ekki beint aukið traust fjárfesta á rússnesku efnahagslífi, en þrátt fyrir það höfum við heldur ekki séð kollsteypu í rússneska hagkerfinu. Reyndar hefur rússneska hagkerfið ekki staðið sig mikið verr en önnur olíuútflutningshagkerfi á síðustu árum. Það er ein augljós ástæða fyrir þessu – Rússland er með fljótandi gengi og rússneski seðlabankinn hefur almennt leyft rúblunni að veikjast til að endurspegla bæði verðfallið á olíu og aukna pólitíska og efnahagslega óvissu. Eftir að hafa fyrst reynt að halda aftur af útsölu rúblunnar síðla árs 2014, með því að hækka stýrivexti verulega og grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum, komst rússneski seðlabankinn greinilega að þeirri niðurstöðu að það væri mikil hætta á hruni fjármálageirans ef rúblunni væri ekki leyft að veikjast. Afleiðingin er sú að frá því snemma árs 2015 var markaðnum að mestu leyft að ákvarða gengi rúblunnar, sem gerði líka seðlabankanum kleift að lækka stýrivexti verulega. Niðurstaðan er sú að rússneska hagkerfið stendur sannarlega ekki vel og ríkisstjórn Pútíns hefur ekki gert margt til að bæta ástandið, en hin ýmsu áföll sem hafa riðið yfir rússneskt efnahagslíf hafa ekki valdið kollsteypu, þökk sé aðallega fljótandi gengi í Rússlandi. Svo þótt hin veika rúbla sé ekki vinsæl á meðal rússneskra neytenda hefur gengislækkun hennar samt sem áður bjargað rússneska hagkerfinu frá hruni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Það hefur verið lítið um fagnaðarefni í rússneska hagkerfinu síðan Rússar innlimuðu Krím 18. mars 2014. Hvað verga landsframleiðslu varðar hefur verið stöðugur samdráttur síðan þá og á því leikur enginn vafi að rússneska hagkerfið heldur áfram að berjast í bökkum og það er erfitt að sjá meiriháttar bata handan við hornið. Samdráttur efnahagslífsins hefur hins vegar verið minni en margir – þar á meðal ég – höfðu búist við og við getum sannarlega ekki talað um efnahagslegt hrun.Olíuverð skiptir meira máli en landfræðistjórnmálTil að skilja hvað hefur gerst í rússneska hagkerfinu síðustu tvö ár er gagnlegt að gera greinarmun á eftirspurnarhnykk og framboðsrykk. Þýðingarmesti neikvæði eftirspurnarhnykkurinn sem orðið hefur í rússneska hagkerfinu síðan 2014 er hin skarpa lækkun á olíuverði sem við höfum orðið vitni að síðan um mitt ár 2014. Jafnvel þótt innlimunin og toppurinn á olíuverði hafi átt sér stað með nokkurra mánaða millibili 2014 held ég að þessir tveir atburðir séu næstum algerlega ótengdir, en það breytir ekki þeirri staðreynd að verðfallið á olíu er meiriháttar neikvæður eftirspurnarhnykkur fyrir rússneska hagkerfið. Reyndar tel ég að verðfallið á olíu hafi haft miklu neikvæðari áhrif á rússneska hagkerfið en hinn neikvæði framboðsrykkur sem við höfum séð í formi aukinnar pólitískrar óvissu og refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússum. Að því sögðu hafa aðgerðir ríkisstjórnar Pútíns gert lítið til að draga úr ótta fjárfesta og á því leikur enginn vafi að sýn vestrænna fjárfesta á ástandið í Rússlandi er (með réttu) mjög neikvæð.Fljótandi gengi til bjargarÞannig hefur ríkisstjórn Pútíns ekki beint aukið traust fjárfesta á rússnesku efnahagslífi, en þrátt fyrir það höfum við heldur ekki séð kollsteypu í rússneska hagkerfinu. Reyndar hefur rússneska hagkerfið ekki staðið sig mikið verr en önnur olíuútflutningshagkerfi á síðustu árum. Það er ein augljós ástæða fyrir þessu – Rússland er með fljótandi gengi og rússneski seðlabankinn hefur almennt leyft rúblunni að veikjast til að endurspegla bæði verðfallið á olíu og aukna pólitíska og efnahagslega óvissu. Eftir að hafa fyrst reynt að halda aftur af útsölu rúblunnar síðla árs 2014, með því að hækka stýrivexti verulega og grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum, komst rússneski seðlabankinn greinilega að þeirri niðurstöðu að það væri mikil hætta á hruni fjármálageirans ef rúblunni væri ekki leyft að veikjast. Afleiðingin er sú að frá því snemma árs 2015 var markaðnum að mestu leyft að ákvarða gengi rúblunnar, sem gerði líka seðlabankanum kleift að lækka stýrivexti verulega. Niðurstaðan er sú að rússneska hagkerfið stendur sannarlega ekki vel og ríkisstjórn Pútíns hefur ekki gert margt til að bæta ástandið, en hin ýmsu áföll sem hafa riðið yfir rússneskt efnahagslíf hafa ekki valdið kollsteypu, þökk sé aðallega fljótandi gengi í Rússlandi. Svo þótt hin veika rúbla sé ekki vinsæl á meðal rússneskra neytenda hefur gengislækkun hennar samt sem áður bjargað rússneska hagkerfinu frá hruni.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar