MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2016 12:00 298 manns létu lífið þegar MH17 var skotin niður. Vísir/AFP Malasíska farþegaflugvélin MH17 var skotin niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum, í austurhluta Úkraínu. Þetta er niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknarnefnd, sem hefur rannsakað hvaðan og hvernig MH17 var skotin niður þann 17. júlí 2014. Nefndin hefur rakið slóð Buk-loftvarnarkerfis frá Rússlandi til skotsvæðisins og svo aftur til Rússlands degi seinna. Rannsakendur nefndarinnar ræddu við 200 vitni, skoðuðu rúmlega hálfa milljón myndbanda og mynda og hlustuðu á minnst 150 þúsund hleruð símtöl. Þeir hafa útilokað að flugvélin hafi verið skotin niður úr lofti.Frá blaðamannafundinum í dag.Vísir/AFPRússar og aðskilnaðarsinnar hafa neitað að flugvélin hafi verið skotin niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Þann 17. júlí 2014 sögðu aðskilnaðarsinnar frá því á samfélagsmiðlum að þeir hefðu skotið niður flutningsvél Úkraínuhers, eins og þeir höfðu gert nokkrum dögum áður. Færslunum var þó eytt skömmu seinna.Sjá einnig: Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður.Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þann 17. júlí 2014 þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna. Rannsóknarnefndin hélt í dag blaðamannafund þar sem farið var yfir sönnunargögn nefndarinnar. Rannsóknarnefndinni er stýrt af Hollendingum. Malasía, Ástralía, Úkraína og Belgía og Holland eru einnig aðilar að nefndinni. Rússar hafa lengi þvertekið fyrir alla aðkomu að atvikinu, sem leiddi til hertra viðskiptaþvingana gegn Rússum vegna átakanna í Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti ratjárupplýsingar fyrir tveimur dögum sem þeir segja að sanni að engri eldflaug hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Rannsóknarnefndi sagðist ekki hafa haft tíma til að fara yfir þau gögn. Hins vegar bendir Guardian á að ráðuneytið birti einnig ratsjárupplýsingar fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður. Á þeim upplýsingum mátti sjá herþotu Úkraínuhers, sem Rússar sögðu að hefði skotið MH17 niður. Sú herþota er ekki lengur á sýnileg og flugleið MH17 er ekki sú sama. Nefndin tilkynnti að um hundrað manns væru til rannsóknar vegna málsins, en nöfn þeirra eða þjóðerni voru ekki gefin upp vegna rannsóknarhagsmuna. Símtal frá 16. júlí 2014 á milli tveggja rússneskumælandi manna. Þar ræða þeir um nauðsyn þess að koma Buk-kerfi fyrir. Annað símtal sem tekið var upp þann 2. júní 2015. Hér ræða aðskilnaðarsinnar ræða hvort að svæðið þar sem Buk-kerfinu var komið fyrir hafi verið í höndum aðskilnaðarsinna eða Úkraínuhers. MH17 Tengdar fréttir Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Bæði rússneski herinn og sá úkraínski notast við hina svokölluðu BUK-eldflaug sem grandaði MH17 í júlí 2014 13. október 2015 12:00 Flugskeytið barst frá svæði undir stjórn uppreisnarmanna Bæði rússneskir ráðamenn og fulltrúar uppreisnarmanna hafna niðurstöðum rannsóknar á árásinni á MH17. Hugsunarleysi að lofthelgin hafi ekki verið lokuð. Rússar fullyrða að Úkraínustjórn beri ábyrgðina. 14. október 2015 07:00 Aðskilnaðarsinnar fordæma rannsóknina Yfirvöld í Rússlandi hafa sakað hollensku rannsóknarnefndina um að falsa gögn. 14. október 2015 20:00 Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 MH17: Framleiðandi BUK segir að slík eldflaug hafi ekki verið í vopnabúri rússneska hersins Framleiðandi eldflaugakerfisins segir að rannsóknir fyrirtækisins bendi til að eldri gerð af BUK-eldflauginni hafi grandað MH17 í júlí 2014. 13. október 2015 12:00 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Malasíska farþegaflugvélin MH17 var skotin niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum, í austurhluta Úkraínu. Þetta er niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknarnefnd, sem hefur rannsakað hvaðan og hvernig MH17 var skotin niður þann 17. júlí 2014. Nefndin hefur rakið slóð Buk-loftvarnarkerfis frá Rússlandi til skotsvæðisins og svo aftur til Rússlands degi seinna. Rannsakendur nefndarinnar ræddu við 200 vitni, skoðuðu rúmlega hálfa milljón myndbanda og mynda og hlustuðu á minnst 150 þúsund hleruð símtöl. Þeir hafa útilokað að flugvélin hafi verið skotin niður úr lofti.Frá blaðamannafundinum í dag.Vísir/AFPRússar og aðskilnaðarsinnar hafa neitað að flugvélin hafi verið skotin niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Þann 17. júlí 2014 sögðu aðskilnaðarsinnar frá því á samfélagsmiðlum að þeir hefðu skotið niður flutningsvél Úkraínuhers, eins og þeir höfðu gert nokkrum dögum áður. Færslunum var þó eytt skömmu seinna.Sjá einnig: Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður.Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þann 17. júlí 2014 þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna. Rannsóknarnefndin hélt í dag blaðamannafund þar sem farið var yfir sönnunargögn nefndarinnar. Rannsóknarnefndinni er stýrt af Hollendingum. Malasía, Ástralía, Úkraína og Belgía og Holland eru einnig aðilar að nefndinni. Rússar hafa lengi þvertekið fyrir alla aðkomu að atvikinu, sem leiddi til hertra viðskiptaþvingana gegn Rússum vegna átakanna í Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti ratjárupplýsingar fyrir tveimur dögum sem þeir segja að sanni að engri eldflaug hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Rannsóknarnefndi sagðist ekki hafa haft tíma til að fara yfir þau gögn. Hins vegar bendir Guardian á að ráðuneytið birti einnig ratsjárupplýsingar fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður. Á þeim upplýsingum mátti sjá herþotu Úkraínuhers, sem Rússar sögðu að hefði skotið MH17 niður. Sú herþota er ekki lengur á sýnileg og flugleið MH17 er ekki sú sama. Nefndin tilkynnti að um hundrað manns væru til rannsóknar vegna málsins, en nöfn þeirra eða þjóðerni voru ekki gefin upp vegna rannsóknarhagsmuna. Símtal frá 16. júlí 2014 á milli tveggja rússneskumælandi manna. Þar ræða þeir um nauðsyn þess að koma Buk-kerfi fyrir. Annað símtal sem tekið var upp þann 2. júní 2015. Hér ræða aðskilnaðarsinnar ræða hvort að svæðið þar sem Buk-kerfinu var komið fyrir hafi verið í höndum aðskilnaðarsinna eða Úkraínuhers.
MH17 Tengdar fréttir Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Bæði rússneski herinn og sá úkraínski notast við hina svokölluðu BUK-eldflaug sem grandaði MH17 í júlí 2014 13. október 2015 12:00 Flugskeytið barst frá svæði undir stjórn uppreisnarmanna Bæði rússneskir ráðamenn og fulltrúar uppreisnarmanna hafna niðurstöðum rannsóknar á árásinni á MH17. Hugsunarleysi að lofthelgin hafi ekki verið lokuð. Rússar fullyrða að Úkraínustjórn beri ábyrgðina. 14. október 2015 07:00 Aðskilnaðarsinnar fordæma rannsóknina Yfirvöld í Rússlandi hafa sakað hollensku rannsóknarnefndina um að falsa gögn. 14. október 2015 20:00 Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 MH17: Framleiðandi BUK segir að slík eldflaug hafi ekki verið í vopnabúri rússneska hersins Framleiðandi eldflaugakerfisins segir að rannsóknir fyrirtækisins bendi til að eldri gerð af BUK-eldflauginni hafi grandað MH17 í júlí 2014. 13. október 2015 12:00 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Bæði rússneski herinn og sá úkraínski notast við hina svokölluðu BUK-eldflaug sem grandaði MH17 í júlí 2014 13. október 2015 12:00
Flugskeytið barst frá svæði undir stjórn uppreisnarmanna Bæði rússneskir ráðamenn og fulltrúar uppreisnarmanna hafna niðurstöðum rannsóknar á árásinni á MH17. Hugsunarleysi að lofthelgin hafi ekki verið lokuð. Rússar fullyrða að Úkraínustjórn beri ábyrgðina. 14. október 2015 07:00
Aðskilnaðarsinnar fordæma rannsóknina Yfirvöld í Rússlandi hafa sakað hollensku rannsóknarnefndina um að falsa gögn. 14. október 2015 20:00
Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51
MH17: Framleiðandi BUK segir að slík eldflaug hafi ekki verið í vopnabúri rússneska hersins Framleiðandi eldflaugakerfisins segir að rannsóknir fyrirtækisins bendi til að eldri gerð af BUK-eldflauginni hafi grandað MH17 í júlí 2014. 13. október 2015 12:00
Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30