Íslenski boltinn

Heimir framlengdi við FH

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heimir og Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, handsala samninginn í hádeginu.
Heimir og Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, handsala samninginn í hádeginu. vísir/vilhelm
Þjálfari Íslandsmeistara FH, Heimir Guðjónsson, er ekkert á förum frá félaginu.

Hann skrifaði í hádeginu undir nýjan samning við félagið og batt um leið enda á allar sögusagnir um að hann væri á förum. Nýi samningurinn er til tveggja ára.

Enn eitt árið var Heimir orðaður við uppeldisfélag sitt, KR. Líkt og síðustu ár varð ekkert af því að Heimir færi þangað. KR-ingar þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að sjá hann stýra þeirra liði.

Heimir tók við FH-liðinu af Ólafi Jóhannessyni í október árið 2007 og Heimir er því að sigla inn í sitt tíunda ár sem þjálfari Fimleikafélagsins.

Undir stjórn Heimis er liðið meðal annars búið að hampa Íslandsmeistaratitlinum tvö ár í röð og FH hefur aldrei hafnað neðar en í öðru sæti deildarinnar undir stjórn Heimis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×