Svar við spurningu Kára Stefánssonar Einar Brynjólfsson skrifar 28. september 2016 20:36 Sæll Kári, og takk fyrir síðast. Í sjónvarpsþættinum Leiðtogaumræður, sem fram fór fimmtudagskvöldið 22. september sl., spurðir þú fulltrúa þeirra flokka sem bjóða fram í næstu Alþingiskosningum eftirfarandi spurninga: 1. Hvernig hyggist þið setja saman stefnu og hrinda henni í framkvæmd um heilbrigðismál á Íslandi? 2. Hvernig ætlið þið að hunzkast til að fjármagna það að því marki sem samfélagið vill? 3. Hvernig ætlist þið til þess að fólkið í landinu trúi að þið komið til með að standa við það sem þið segið, að kosningum loknum? Ég var fulltrúi Pírata í þessum þætti og skemmti mér vel, þó að ég hafi reyndar verið ansi stressaður í þessari frumraun minni í sjónvarpi. Þó svo að ég hafi þónokkra reynslu af því að koma fram fór nú svo að mér fipaðist örlítið og ég gleymdi hreinlega að svara þriðju spurningunni. Ég vil biðjast afsökunar á því. Stjórnmálamenn, jafnt nýliðar sem aðrir, eiga að svara öllum spurningum sem fyrir þá eru lagðar. Reyndar virðist sem allir hinir þátttakendurnir hafi gleymt því líka, eða ekki viljað svara henni. Það skiptir þó ekki öllu máli en ég vil hér og nú svara umræddri spurningu. Fólkið í landinu á að trúa okkur af því að við erum grasrótarflokkur. Valdið kemur neðan frá, frá hinum almenna félaga. Píratar eru langt í frá einsleitur hópur með svipaða hagsmuni. Þar að finna verkafólk, menntað fólk, láglaunafólk, hálaunafólk, heilsuhraust fólk og heilsulaust fólk. Fólk á Brávallagötunni og á Breiðdalsvík. Fólk í listgreinum og lækningum. Öll flóra mannlífsins á fulltrúa meðal Pírata. Píratar þiggja ekki styrki frá hagsmunaaðilum. Þeir eru engum háðir og engum skuldbundnir. Þeir geta lagt til atlögu við varðhunda kerfisins þar sem þeir hafa engu að tapa. Það slær enginn á hendur Pírata. Píratar trúa því að það sé ódýrast að reka heilbrigðiskerfi með því að verja miklum fjármunum í það. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi kemur í veg fyrir fráflæðisvandamál og langa biðlista. Það kemur í veg fyrir að fólk þurfi að sitja heima, óvinnufært eða á rangri deild, með tilheyrandi kostnaði meðan það bíður eftir því að röðin sé komin að því. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi sinnir forvörnum og tekur á heilsufarsvanda strax í upphafi. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi linar þjáningar fólks og eykur lífsgæði. Píratar eru í stjórnmálum til að breyta því sem virkar ekki. Kveðja að norðan, Einar Brynjólfsson, oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun X16 Norðaustur Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Kári, og takk fyrir síðast. Í sjónvarpsþættinum Leiðtogaumræður, sem fram fór fimmtudagskvöldið 22. september sl., spurðir þú fulltrúa þeirra flokka sem bjóða fram í næstu Alþingiskosningum eftirfarandi spurninga: 1. Hvernig hyggist þið setja saman stefnu og hrinda henni í framkvæmd um heilbrigðismál á Íslandi? 2. Hvernig ætlið þið að hunzkast til að fjármagna það að því marki sem samfélagið vill? 3. Hvernig ætlist þið til þess að fólkið í landinu trúi að þið komið til með að standa við það sem þið segið, að kosningum loknum? Ég var fulltrúi Pírata í þessum þætti og skemmti mér vel, þó að ég hafi reyndar verið ansi stressaður í þessari frumraun minni í sjónvarpi. Þó svo að ég hafi þónokkra reynslu af því að koma fram fór nú svo að mér fipaðist örlítið og ég gleymdi hreinlega að svara þriðju spurningunni. Ég vil biðjast afsökunar á því. Stjórnmálamenn, jafnt nýliðar sem aðrir, eiga að svara öllum spurningum sem fyrir þá eru lagðar. Reyndar virðist sem allir hinir þátttakendurnir hafi gleymt því líka, eða ekki viljað svara henni. Það skiptir þó ekki öllu máli en ég vil hér og nú svara umræddri spurningu. Fólkið í landinu á að trúa okkur af því að við erum grasrótarflokkur. Valdið kemur neðan frá, frá hinum almenna félaga. Píratar eru langt í frá einsleitur hópur með svipaða hagsmuni. Þar að finna verkafólk, menntað fólk, láglaunafólk, hálaunafólk, heilsuhraust fólk og heilsulaust fólk. Fólk á Brávallagötunni og á Breiðdalsvík. Fólk í listgreinum og lækningum. Öll flóra mannlífsins á fulltrúa meðal Pírata. Píratar þiggja ekki styrki frá hagsmunaaðilum. Þeir eru engum háðir og engum skuldbundnir. Þeir geta lagt til atlögu við varðhunda kerfisins þar sem þeir hafa engu að tapa. Það slær enginn á hendur Pírata. Píratar trúa því að það sé ódýrast að reka heilbrigðiskerfi með því að verja miklum fjármunum í það. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi kemur í veg fyrir fráflæðisvandamál og langa biðlista. Það kemur í veg fyrir að fólk þurfi að sitja heima, óvinnufært eða á rangri deild, með tilheyrandi kostnaði meðan það bíður eftir því að röðin sé komin að því. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi sinnir forvörnum og tekur á heilsufarsvanda strax í upphafi. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi linar þjáningar fólks og eykur lífsgæði. Píratar eru í stjórnmálum til að breyta því sem virkar ekki. Kveðja að norðan, Einar Brynjólfsson, oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun