Íslenski boltinn

Lowing og Túfa framlengja við Víking

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alan Lowing og Vladimir Tufgedzic eftir undirskriftina í Víkinni í dag.
Alan Lowing og Vladimir Tufgedzic eftir undirskriftina í Víkinni í dag. mynd/víkingur
Alan Lowing og Vladimir Tufgedzic, betur þekktur sem Túfa, eru búnir að framlengja samninga sína við Pepsi-deildarlið Víkings um tvö ár og eru því samningsbundnir liðinu út tímabilið 2018.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingum en í henni segir að „þetta er stór liður í áframhaldandi uppbyggingu knattspyrnunnar í Fossvogi og ríkir mikil ánægja meðal Víkinga með framlag þeirra til félagsins.“

Alan Lowing er 28 ára gamall Skoti sem kom fyrst hingað til lands árið 2011 og spilaði með Fram í þrjú ár. Hann hefur verið byrjunarliðsmaður og í aðalhlutverki hjá Víkingi síðan hann kom í Fossvoginn fyrir sumarið 2014.

Vladimir Tufegdzic er 25 ára gamall framherji sem kom til Víkings í sumarglugganum á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í að halda liðinu uppi með því að skora þrjú mörk og leggja upp sex í níu leikjum.

Hann er búinn að skora fimm mörk í 17 leikjum fyrir liðið á þessari leiktíð en hann spilar á hægri kantinum fyrir Fossvogsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×