Íslenski boltinn

Milos: Stefndum við á Evrópu eða var ég að búa til sögur?

Tómas Þór Þórðarsson skrifar
Milos virtist veifa hvíta flagginu aðspurður út í möguleika liðsins á Evrópusæti.
Milos virtist veifa hvíta flagginu aðspurður út í möguleika liðsins á Evrópusæti. vísir/anton
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, kastaði inn hvíta handklæðinu í viðtali við Vísi eftir tapleik Víkinga gegn Fjölni, 2-1, í Fossvoginum í dag.

Eftir 1-1 stöðu í hálfleik tóku gestirnir yfir leikinn í þeim síðari og treystu stöðu sína í Evrópubaráttunni á meðan Víkingar kvöddu hana.

"Þeir eru með meiri gæði en við í fleiri en einni stöðu. Við héldum að við værum betri en við erum en þetta virðist okkar "max". Við áttum ekki svar við Martin og Viðari Ara í dag. Þeir léku sér að okkur allan tímann," sagði Milos.

"Í stöðunni 1-1 var ég ekki hrifinn af hugarfari okkar. Það var eins og við værum saddir og sáttir með eitt stig. Fjölnir átti þennan sigur skilið."

Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Fjölnir 1-2 | Martin Lund hetja Fjölnis

Fyrir tímabilið sagði Milos kokhraustur að Víkingur myndi enda í Evrópusæti en í Fossvoginum var stefnt á þriðja sætið. Það er klárlega ekki að fara að gerast.

"Fjölnir hafði meiri gæði en við í dag en fótbolti er liðsíþrótt þannig ef einn hjá þeim er betri en sá sem hann er að spila á móti hjá okkur þurfum við að vera klókir og klára það. Ég veit ekki af hverju við gerðum það ekki í dag. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða," sagði Milos.

"Hvort við vildum fara í Evrópu eða hvort ég var að búa til sögur þannig þið [fjölmiðlamenn] höfðuð eitthvað að gera er annað mál. Það skiptir mig engu hvort við endum í fimmta, sjöunda eða tíunda sæti. Ég vil vinna titla en það er alveg ljós að við höfum ekki gæðin í það."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×