Jón Margeir með tárin í augunum: „Ég vildi vinna gullið fyrir ástina mína“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 09:30 Jón Margeir Sverrisson beygði af í viðtali við RÚV eftir sundið. mynd/skjáskot Jón Margeir Sverrisson náði ekki að verja gullið sitt í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi en hann hafnaði í fjórða sæti. Jón Margeir, sem varð Ólympíumeistari í þessari grein í Lundúnum fyrir fjórum árum, kom í mark á tímanum 1:57,50 og var rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang. „Ég reyndi að fara fyrstu 100 sæmilega hratt og gefa svo í eins og í London en Kínverjinn sem var við hliðina á mér var of hraður. Það er allt í lagi að leyfa öðrum að fá gull. Kínverjinn átti það skilið,“ sagði Jón Margeir í einlægu viðtali við RÚV eftir sundið. „Ég er sáttur við tímann, hann var betri en ég bjóst við. Þetta var svolítið erfitt í lokin. Svona er þetta bara.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur við árangurinn beygði þessi frábæri íþróttamaður af en hann langaði mikið að vinna gullið fyrir kærustuna sína, Stefaníu Daney Guðmundsdóttur, sem er afrekskona í frjálsíþróttum fatlaðra. „Fjórða sætið er allt í lagi. Auðvitað vildi ég fara á pall, en ég er sáttur. Ég er smá sorgmæddur því ég vildi vinna gull fyrir ástina mína, Stefaníu. En svona er þetta bara,“ sagði Jón Margeir. „Ég gerði það besta sem ég gat fyrir Stefaníu, ástina mína. Það er ekki hægt að gera neitt við því. Ég er sáttur og ég held að þjóðin okkar sé mjög sátt.“ Jón Margeir stefnir nú á að fara að æfa þríþraut og ætlar að komast í Iron Man, stærstu þríþrautarkeppni heims, áður en hann verður þrítugur. „Þríþrautin er eina greinin sem ég sé mig ná meiri árangri. Ég ætla að æfa þríþraut þangað til ég gefst upp á henni. Markmið mitt er að komast á Iron Man fyrir þrítugt. Það eru sex ár í það en ég er að verða 24 ára,“ sagði Jón Margeir sem þakkaði svo öllum fyrir stuðninginn og þar minntist hann aftur á ástina í lífi sínu. „Ég vil þakka öllum styrktaraðilum, fjölskyldu, ættingjum og öllum pakkanum. Svo er ástin mín styrktaraðili líka. Hún hjálpaði mér með að hætta að drekka gos eftir að ég fór til Miami þannig þetta er allt henni að þakka. Þannig, já, takk fyrir mig,“ sagði Jón Margeir Sverrisson.Allt viðtalið má sjá hér. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40 Jón Margeir með fimmta besta tímann í undanrásunum og keppir til úrslita Jón Margeir Sverrisson var annar í sínum riðli og alls í fimmta sæti í undanrásunum í 200 metra skriðsundi á Paralympics er hann kom í mark á 2:00,01. 11. september 2016 13:47 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Fleiri fréttir Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Í beinni: Grindavík - Haukar | Halda deildarmeistararnir sér á lífi? Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Sjá meira
Jón Margeir Sverrisson náði ekki að verja gullið sitt í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi en hann hafnaði í fjórða sæti. Jón Margeir, sem varð Ólympíumeistari í þessari grein í Lundúnum fyrir fjórum árum, kom í mark á tímanum 1:57,50 og var rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang. „Ég reyndi að fara fyrstu 100 sæmilega hratt og gefa svo í eins og í London en Kínverjinn sem var við hliðina á mér var of hraður. Það er allt í lagi að leyfa öðrum að fá gull. Kínverjinn átti það skilið,“ sagði Jón Margeir í einlægu viðtali við RÚV eftir sundið. „Ég er sáttur við tímann, hann var betri en ég bjóst við. Þetta var svolítið erfitt í lokin. Svona er þetta bara.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur við árangurinn beygði þessi frábæri íþróttamaður af en hann langaði mikið að vinna gullið fyrir kærustuna sína, Stefaníu Daney Guðmundsdóttur, sem er afrekskona í frjálsíþróttum fatlaðra. „Fjórða sætið er allt í lagi. Auðvitað vildi ég fara á pall, en ég er sáttur. Ég er smá sorgmæddur því ég vildi vinna gull fyrir ástina mína, Stefaníu. En svona er þetta bara,“ sagði Jón Margeir. „Ég gerði það besta sem ég gat fyrir Stefaníu, ástina mína. Það er ekki hægt að gera neitt við því. Ég er sáttur og ég held að þjóðin okkar sé mjög sátt.“ Jón Margeir stefnir nú á að fara að æfa þríþraut og ætlar að komast í Iron Man, stærstu þríþrautarkeppni heims, áður en hann verður þrítugur. „Þríþrautin er eina greinin sem ég sé mig ná meiri árangri. Ég ætla að æfa þríþraut þangað til ég gefst upp á henni. Markmið mitt er að komast á Iron Man fyrir þrítugt. Það eru sex ár í það en ég er að verða 24 ára,“ sagði Jón Margeir sem þakkaði svo öllum fyrir stuðninginn og þar minntist hann aftur á ástina í lífi sínu. „Ég vil þakka öllum styrktaraðilum, fjölskyldu, ættingjum og öllum pakkanum. Svo er ástin mín styrktaraðili líka. Hún hjálpaði mér með að hætta að drekka gos eftir að ég fór til Miami þannig þetta er allt henni að þakka. Þannig, já, takk fyrir mig,“ sagði Jón Margeir Sverrisson.Allt viðtalið má sjá hér.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40 Jón Margeir með fimmta besta tímann í undanrásunum og keppir til úrslita Jón Margeir Sverrisson var annar í sínum riðli og alls í fimmta sæti í undanrásunum í 200 metra skriðsundi á Paralympics er hann kom í mark á 2:00,01. 11. september 2016 13:47 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Fleiri fréttir Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Í beinni: Grindavík - Haukar | Halda deildarmeistararnir sér á lífi? Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Sjá meira
Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40
Jón Margeir með fimmta besta tímann í undanrásunum og keppir til úrslita Jón Margeir Sverrisson var annar í sínum riðli og alls í fimmta sæti í undanrásunum í 200 metra skriðsundi á Paralympics er hann kom í mark á 2:00,01. 11. september 2016 13:47