Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2016 12:09 Mjög var sótt að stjórnarandstöðunni, nema BF, á Facebook í gær -- en þar voru menn reiðir vegna búvörusamningsins. Ef til vill er það til marks um nýja tíma í stjórnmálum, en á hinum gríðarlega áhrifaríka samfélagsmiðli Facebook vanda menn stjórnarandstöðunni hvergi kveðjurnar vegna nýsamþykkts Búvörusamnings. Samningurinn er að sönnu umdeildur og það vekur sérstaka athygli hversu margir sátu hjá eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Málið fór í gegn með atkvæðum sem innan við þriðjungur þingmanna greiddi, 19 sögðu já en Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir sátu hjá.Þrjú Icesave í hausinn á þjóðinniGunnar Smári Egilsson sló tóninn á Facebook í gærkvöldi, fljótlega eftir að þetta spurðist, með miklum reiðilestri. Hann bókstaflega hellir sér yfir stjórnarandstöðuna:Bálreiður Gunnar Smári gaf upp boltann í gærkvöldi og reiðialda skók Facebook -- vegna nýsamþykkts búvörusamnings.„Og þetta dugði til að hleypa málinu í gegn, senda 360 milljarða reikning (um það bil þrjú Icesave í hausinn á þjóðinni). Ástæðan var að aðeins Björt framtíð (Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé, Páll Valur Björnsson og Róbert Marshall) og Sigríður Á. Andersen stóðu með almenningi gegn sérhagsmunum landbúnaðarfyrirtækjanna og greiddu atkvæði gegn búvörusamningnum. Það er sagt að hið vonda nái fram þegar góða fólkið gerir ekki neitt. Og það gerðu margir þingmenn sem tala digurbarkalega um vilja sinn til að fella hin vondu kerfi. Ein leið til þess er að greiða ekki atkvæði og láta sem með því sé þingmaðurinn ekki að tryggja framgang máls. Það gerðu 16 þingmenn í dag og greiddu því í raun atkvæði með samningunum, tryggðu að þeir færu í gegn með innan við þriðjung atkvæða,“ skrifar Gunnar Smári í alllöngum pistli.Hvernig gat þetta gerst?Vonbrigði hans eru mikil og sár. „Hvernig getur þetta gerst? Að 360 milljarða króna álögur á almenning séu samþykktar með atkvæðum innan við þriðjungs af þingmönnum? Tja, ætli svarið sé ekki að stjórnmálamenningin er drasl. Fyrir utan örfáa þingmenn, einnar frjálshyggjukonu og sex manna þingflokks Bjartrar framtíðar í útrýmingarhættu, beygja aðrir þingmenn sig undir ægivald sérhagsmuna. Þeir hafa verið tamdir. Þeir viðurkenna með verkum sínum að ef landbúnaðarmafían, svokölluð, vill fá 360 milljarða króna þá fær hún það. Þingmönnum þykir það allt of mikið vesen að standa gegn því. Slík andstaða mun kalla yfir þá allskonar óþægindi, kannski verður þeim ekki boðið í næsta partí. Hefur einhver fengið að vera ráðherra á Íslandi sem krýpur ekki frammi fyrir sérhagsmununum? Það er hins vegar allt í lagi að svíkja almannahagsmuni. Því hvað er almenningur? Er það ekki bara eitthvað hugtak? Er maður nokkuð að svíkja fólk þótt maður svíki almenning? Eða kjósendur?“Svei attanGunnar Smári slær tóninn og flóðgáttir brustu. Pistill hans hefur nú þegar hlotið yfir hundrað deilingar og fjörlega umræðu má finna á athugsemdakerfi Gunnars. Veruleg reiði braust út á Facebook í kjölfarið. Fjalar Sigurðarson markaðsstjóri er bálreiður einnig. Hann birtir mynd af vef Alþingis þar sem sjá má hvernig atkvæði féllu. Og segir: Þetta fólk sagði JÁ við búvörusamningunum. Árni Páll Árnason Össur Skarphéðinsson, Kristján Þór Júlíusson, Elin Hirst, Katrín Júlíusdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson Sigríður Ingibjörg Ingadóttir o.m.fl. Þótt þarna standi Fjarverandi, Greiðir ekki atkvæði eða Fjarvist, þá þýðir það samt allt JÁ við þessum búvörusamningi. Svei attan.“Stefán Pálsson reyndi að lægja öldur en hafði ekki erindi sem erfiði.Fjalar lætur sér reyndar ekki duga einn status um málið heldur skrifar tvo: „Sjö þingmenn. Aðeins sjö af 63 þingmönnum stóðu í lappirnar gegn mafíunni sem er með veiðileyfi á íslenska neytendur. Þið hinir getið gleymt mínu atkvæði í næstu kosningum.“ Fjalar er ágætur fulltrúi fyrir þá fjölmörgu sem lýsa yfir reiði sinni og vonbrigðum með Búvörusamninginn.Stefán vill skakka leikinnStefán Pálsson sagnfræðingur, en kona hans Steinunn Þóra Árnadóttir sat hjá sem þingmaður VG, reynir að skakka leikinn í athugasemdakerfi Fjalars: „Nei, þeir sátu hjá - en Fjalar telur það jafngilda því að kjósa já. Reynar hefur það verið hefðin í afgreiðslum á búvörusamningum að stjórnarandstaða situr langoftast hjá á sama hátt og í afgreiðslu á fjárlögum, enda er hvort tveggja lögbundið: að samþykkja fjárlög og gera búvörusamning. Það er þá litið svo á að samningurinn hafi verið gerður af ríkisstjórn og sé á hennar ábyrgð. Þannig man maður eftir mögnuðum deilum um búvörusamninga fyrr á árum, t.d. þegar Jón Baldvin var hvað mest að hamast í kalkúnabringunum. Hann kaus þó ekki gegn búvörusamningunum. Frávikið í dag var því fólgið í að einn þingflokkur og einn stakur þingmaður kusu hreinlega á móti. Ég nenni þó ekki að slá því upp núna hvort þessi afgreiðsla sé einsdæmi í þessu efni.“„Hefðum aldrei getað fellt málið“En, Stefán nær ekki að sefa reiðina með því að vísa hefðbundins verklags á þingi. Þorfinnur Ómarsson áréttar það: „Hefðir skipta litlu í þessu tilfelli - og samlíking við fjárlög á mjög illa við. Málið fer í gegn með aðeins 19 atkvæðum, svo auðvitað hefði stjórnarandstaðan getað unnið gegn málinu. VG hafði engan áhuga á því, svo dæmi sé tekið.“Fjalar Sigurðarsson var bálreiður á Facebook í gær, og var sannarlega ekki einn um það.Þorfinnur bendir jafnframt á að samlíkingin við Jón Baldvin sé út úr kú því hann var sjálfur þá í ríkisstjórn. „Þarna erum við að tala um stjórnarandstöðuna, sem hlýtur að hafa meira frelsi til að taka afstöðu gegn gerðum stjórnarinnar.“ Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingarinnar tekur til máls: „Við hefðum aldrei getað fellt málið - forseti úr stjórnarmeirihluta lætur ekki atkvæðagreiðslu fara fram nema stjórnarmeirihlutinn sé í húsi. Þar fyrir utan gat stjórnarmeirihlutinn alltaf reitt sig á hjásetu VG, sem vildi ganga enn lengra í öfuga átt.“ Árni Páll segir „dálítið steikt“ að halda því fram að Samfylkingin hafi stutt málið með hjásetu við endanlega afgreiðslu þess. „Enginn sem fylgist með ferli málsins á þinginu getur haldið því fram af sanngirni.“Að hleypa Framsóknarspillingunni í gegnAlllangur þráður er undir athugasemd Árna þar sem hann útskýrir fyrir Samfylkingarskáldinu Hallgrími Helgasyni hvernig kaupin gerist á eyrinni. Árni vill meina að það hefði aldrei verið hægt að mynda um þetta þá andstöðu sem dygði. Og hann vill meina að þar skipti afstaða VG máli. Hallgrímur spyr „Hvaða flokkur greiðir atkvæði eftir því hvernig hinir flokkarnir greiða atkv? BF skoraði feitt hjá okkur í gær.“ Og síðar: „Maður missti bara alla trú þarna í gær... Hér verður aldrei neinu breytt ef þeir sem breytingar vilja sitja bara hjá... og hleypa Framsóknarspillingunni í gegn. BF var miklu skýrari í sinni afstöðu,“ segir Hallgrímur grútspældur með sína menn.Árni Páll átti í stökustu vandræðum með að útskýra afstöðu sína fyrir Hallgrími Helgasyni og fleirum.Árni segir að BF fái fyrstu verðlaun fyrir „demonstratífa pólitík í þessu máli, en ef þú skoðar ferilinn fær Samfó fullt hús fyrir efnislega pólitík.“ Stjórnarandstaðan átti víða í vök að verjast í netheimum í gærkvöldi, vegna þessa máls. Einkum stóð Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati í ströngu. Heiða B Heiðars, auglýsingastjóri Stundarinnar, talar fyrir hönd fjölmargra sem urðu fyrir verulegum vonbrigðum með þá þrjá Pírata sem nú sitja á þingi. „Af öllu því sem mér þykir vont við að Píratar skyldu sitja hjá við atkvæðagreiðslu Búvörusamnings í gær er verst réttlætingin um að þau voru hvort sem er ekkert að fara að fella samninginn.“Meintur popúlismi BFOg á Pírataspjallinu hefur farið fram mikil umræða um þetta afstöðuleysi þingmannanna, þar sem þeir eru spurðir: Kæru þingmenn Pírata. Getið þið útskýrt hvað í ósköpunum þið voruð að pæla með að sitja hjá í atkvæðagreiðslum um Búvörusamningana. Nú er tími til að leiða okkur hin í ljósið hvað varðar þetta mál,“ skrifar Bogi Reynisson.Helgi Hrafn stóð í ströngu í gærkvöldi við að gera grein fyrir atkvæði sínu, eða öllu heldur ekki atkvæði sínu, í netheimum.Helgi Hrafn tekur til máls, en hann fór reyndar um víðan völl í netheimum til að útskýra afstöðu Píratana. „Við þurfum að þekkja afleiðingar gjörða okkar. Við vitum ekkert hvað eigi að taka við án þessa kerfis, öfugt við t.d. stjórnarskrá og kvótakerfið þar sem við höfum frumvarp stjórnlagaráðs og uppboðsleiðir sem valkosti við gildandi kerfi. Það hefur ekki verið stungið upp á neinu öðru til að taka á móti landbúnaðinum ef þetta kerfi yrði afnumið á einu bretti og við tökum ekki ákvarðanir blint um stærstu kerfi hagkerfisins. Við þurfum að vita hvað við erum að gera og það er bara mjög langt frá því að vera ljóst hvað eigi að taka við af búvörusamningunum, þótt vissulega sé þess virði að reyna að finna eitthvað annað. Væntanlega þarf t.d. aðlögunartíma, bara sem einfalt atriði. En hvernig sem á málið er litið, þá hefði það verið meira hugleysi að greiða atkvæði gegn þessu í einhverjum popúlisma án þess að vita afleiðingar gjörða sinna.Samningar um óbreytt ástandHér gefur Helgi Hrafn það til kynna að afstaða Bjartrar framtíðar jaðri við popúlisma. En, fólk vill ekki og getur ekki skilið hvernig það má vera að ekki sé greitt atkvæði gegn öðru eins og þessu. Óttarr Proppé, formaður BF, virðist hins vegar, ef marka má tóninn í Facebook-hernum, vera með öll tromp á hendi.Björt vill nýta byrinn.visir/pjetur„Þessir samningar eru samningar um óbreytt ástand, þetta eru samningar fyrir gamla Ísland, þetta eru samningar sem hækka tolla á osta, þetta eru samningar þar sem verðsamráði er viðhaldið og þetta eru samningar þar sem gömlu flokkarnir ríghalda í að stjórna,“ sagði Björt Ólafsdóttir við atkvæðaskýringar í dag. Þingflokkur Bjartrar framtíðar greiddi atkvæði gegn samningnum enda telja þingmenn flokksins að hægt hefði verið að vinna búvörusamninga miklu betur og í sátt allra hagsmunaaðila, sem taki tillit til hagsmuna bænda jafnt sem neytenda.“ Björt Ólafsdóttir þingmaður BF vill nýta sér byrinn á sinni Fb-síðu: „Spurt er um sérstöðu Bjartrar Framtíðar. Hún kom bersýnilega í ljós við afgreiðslu Búvörusamninga í gær. Við vorum eini flokkurinn sem sagði nei. Munurinn á okkur og hinum er mér mjög augljós sem sit í þingsal og hlusta á málflutning flokkana. Byrjum á Vinstri grænum. Björt Framtíð lagði fram frávísunartillögu á lög um Búvörusamninga í nafni kerfisbreytinga, hagsmuna almennings OG hagsmuna bænda.Hallgrímur er reiður, svekktur og sár vegna samþykktar búvörusamningsins í gær.visir/valliVinstri græn lögðu fram frávísunartillögu á Tollasamning við ESB sem eykur valfrelsi neytenda og lækkar verð. Það var gert vegna hræðslu við sýkingar (öðru nafni Toxoplasma) og mikilvægi þess að hafa vit fyrir fólki. Þarna er munurinn.“Meirihlutinn ber ábyrgð á málinuUmræða geisar um þetta einnig á Facebook-síðu Svandísar Svavarsdóttur þingmanns Vg. Svandís útskýrir sinn þátt í málinu á eftirfarandi hátt: „Vegna þess að það er lögbundið að gera búvörusamning. Rétt eins og það á að leggja fram fjárlagafrumvarp. Þess vegna greiðum við ekki atkvæði en meirihlutinn ber ábyrgð á málinu. Við komum hins vegar jákvæðum breytingum til leiðar og studdum þær.“ Hvað sem öðru líður er víst að málið hefur skapað ringulreið meðal þeirra sem telja sig til stjórnarandstöðu. Það verður svo bara að koma í ljós hvort Björt framtíð mun njóta þess í komandi kosningum. Hallgrímur Helgason rithöfundur er í áfalli og ritar langan pistil um málið á sína Facebook-síðu. Hann segist í pólitísku áfalli og gefur ekki mikið fyrir afsakanir Svandísar og Árna Páls. „Hvað á maður að kjósa í komandi kosningum???? HJÁLP!!!“ segir Hallgrímur. Búvörusamningar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Ef til vill er það til marks um nýja tíma í stjórnmálum, en á hinum gríðarlega áhrifaríka samfélagsmiðli Facebook vanda menn stjórnarandstöðunni hvergi kveðjurnar vegna nýsamþykkts Búvörusamnings. Samningurinn er að sönnu umdeildur og það vekur sérstaka athygli hversu margir sátu hjá eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Málið fór í gegn með atkvæðum sem innan við þriðjungur þingmanna greiddi, 19 sögðu já en Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir sátu hjá.Þrjú Icesave í hausinn á þjóðinniGunnar Smári Egilsson sló tóninn á Facebook í gærkvöldi, fljótlega eftir að þetta spurðist, með miklum reiðilestri. Hann bókstaflega hellir sér yfir stjórnarandstöðuna:Bálreiður Gunnar Smári gaf upp boltann í gærkvöldi og reiðialda skók Facebook -- vegna nýsamþykkts búvörusamnings.„Og þetta dugði til að hleypa málinu í gegn, senda 360 milljarða reikning (um það bil þrjú Icesave í hausinn á þjóðinni). Ástæðan var að aðeins Björt framtíð (Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé, Páll Valur Björnsson og Róbert Marshall) og Sigríður Á. Andersen stóðu með almenningi gegn sérhagsmunum landbúnaðarfyrirtækjanna og greiddu atkvæði gegn búvörusamningnum. Það er sagt að hið vonda nái fram þegar góða fólkið gerir ekki neitt. Og það gerðu margir þingmenn sem tala digurbarkalega um vilja sinn til að fella hin vondu kerfi. Ein leið til þess er að greiða ekki atkvæði og láta sem með því sé þingmaðurinn ekki að tryggja framgang máls. Það gerðu 16 þingmenn í dag og greiddu því í raun atkvæði með samningunum, tryggðu að þeir færu í gegn með innan við þriðjung atkvæða,“ skrifar Gunnar Smári í alllöngum pistli.Hvernig gat þetta gerst?Vonbrigði hans eru mikil og sár. „Hvernig getur þetta gerst? Að 360 milljarða króna álögur á almenning séu samþykktar með atkvæðum innan við þriðjungs af þingmönnum? Tja, ætli svarið sé ekki að stjórnmálamenningin er drasl. Fyrir utan örfáa þingmenn, einnar frjálshyggjukonu og sex manna þingflokks Bjartrar framtíðar í útrýmingarhættu, beygja aðrir þingmenn sig undir ægivald sérhagsmuna. Þeir hafa verið tamdir. Þeir viðurkenna með verkum sínum að ef landbúnaðarmafían, svokölluð, vill fá 360 milljarða króna þá fær hún það. Þingmönnum þykir það allt of mikið vesen að standa gegn því. Slík andstaða mun kalla yfir þá allskonar óþægindi, kannski verður þeim ekki boðið í næsta partí. Hefur einhver fengið að vera ráðherra á Íslandi sem krýpur ekki frammi fyrir sérhagsmununum? Það er hins vegar allt í lagi að svíkja almannahagsmuni. Því hvað er almenningur? Er það ekki bara eitthvað hugtak? Er maður nokkuð að svíkja fólk þótt maður svíki almenning? Eða kjósendur?“Svei attanGunnar Smári slær tóninn og flóðgáttir brustu. Pistill hans hefur nú þegar hlotið yfir hundrað deilingar og fjörlega umræðu má finna á athugsemdakerfi Gunnars. Veruleg reiði braust út á Facebook í kjölfarið. Fjalar Sigurðarson markaðsstjóri er bálreiður einnig. Hann birtir mynd af vef Alþingis þar sem sjá má hvernig atkvæði féllu. Og segir: Þetta fólk sagði JÁ við búvörusamningunum. Árni Páll Árnason Össur Skarphéðinsson, Kristján Þór Júlíusson, Elin Hirst, Katrín Júlíusdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson Sigríður Ingibjörg Ingadóttir o.m.fl. Þótt þarna standi Fjarverandi, Greiðir ekki atkvæði eða Fjarvist, þá þýðir það samt allt JÁ við þessum búvörusamningi. Svei attan.“Stefán Pálsson reyndi að lægja öldur en hafði ekki erindi sem erfiði.Fjalar lætur sér reyndar ekki duga einn status um málið heldur skrifar tvo: „Sjö þingmenn. Aðeins sjö af 63 þingmönnum stóðu í lappirnar gegn mafíunni sem er með veiðileyfi á íslenska neytendur. Þið hinir getið gleymt mínu atkvæði í næstu kosningum.“ Fjalar er ágætur fulltrúi fyrir þá fjölmörgu sem lýsa yfir reiði sinni og vonbrigðum með Búvörusamninginn.Stefán vill skakka leikinnStefán Pálsson sagnfræðingur, en kona hans Steinunn Þóra Árnadóttir sat hjá sem þingmaður VG, reynir að skakka leikinn í athugasemdakerfi Fjalars: „Nei, þeir sátu hjá - en Fjalar telur það jafngilda því að kjósa já. Reynar hefur það verið hefðin í afgreiðslum á búvörusamningum að stjórnarandstaða situr langoftast hjá á sama hátt og í afgreiðslu á fjárlögum, enda er hvort tveggja lögbundið: að samþykkja fjárlög og gera búvörusamning. Það er þá litið svo á að samningurinn hafi verið gerður af ríkisstjórn og sé á hennar ábyrgð. Þannig man maður eftir mögnuðum deilum um búvörusamninga fyrr á árum, t.d. þegar Jón Baldvin var hvað mest að hamast í kalkúnabringunum. Hann kaus þó ekki gegn búvörusamningunum. Frávikið í dag var því fólgið í að einn þingflokkur og einn stakur þingmaður kusu hreinlega á móti. Ég nenni þó ekki að slá því upp núna hvort þessi afgreiðsla sé einsdæmi í þessu efni.“„Hefðum aldrei getað fellt málið“En, Stefán nær ekki að sefa reiðina með því að vísa hefðbundins verklags á þingi. Þorfinnur Ómarsson áréttar það: „Hefðir skipta litlu í þessu tilfelli - og samlíking við fjárlög á mjög illa við. Málið fer í gegn með aðeins 19 atkvæðum, svo auðvitað hefði stjórnarandstaðan getað unnið gegn málinu. VG hafði engan áhuga á því, svo dæmi sé tekið.“Fjalar Sigurðarsson var bálreiður á Facebook í gær, og var sannarlega ekki einn um það.Þorfinnur bendir jafnframt á að samlíkingin við Jón Baldvin sé út úr kú því hann var sjálfur þá í ríkisstjórn. „Þarna erum við að tala um stjórnarandstöðuna, sem hlýtur að hafa meira frelsi til að taka afstöðu gegn gerðum stjórnarinnar.“ Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingarinnar tekur til máls: „Við hefðum aldrei getað fellt málið - forseti úr stjórnarmeirihluta lætur ekki atkvæðagreiðslu fara fram nema stjórnarmeirihlutinn sé í húsi. Þar fyrir utan gat stjórnarmeirihlutinn alltaf reitt sig á hjásetu VG, sem vildi ganga enn lengra í öfuga átt.“ Árni Páll segir „dálítið steikt“ að halda því fram að Samfylkingin hafi stutt málið með hjásetu við endanlega afgreiðslu þess. „Enginn sem fylgist með ferli málsins á þinginu getur haldið því fram af sanngirni.“Að hleypa Framsóknarspillingunni í gegnAlllangur þráður er undir athugasemd Árna þar sem hann útskýrir fyrir Samfylkingarskáldinu Hallgrími Helgasyni hvernig kaupin gerist á eyrinni. Árni vill meina að það hefði aldrei verið hægt að mynda um þetta þá andstöðu sem dygði. Og hann vill meina að þar skipti afstaða VG máli. Hallgrímur spyr „Hvaða flokkur greiðir atkvæði eftir því hvernig hinir flokkarnir greiða atkv? BF skoraði feitt hjá okkur í gær.“ Og síðar: „Maður missti bara alla trú þarna í gær... Hér verður aldrei neinu breytt ef þeir sem breytingar vilja sitja bara hjá... og hleypa Framsóknarspillingunni í gegn. BF var miklu skýrari í sinni afstöðu,“ segir Hallgrímur grútspældur með sína menn.Árni Páll átti í stökustu vandræðum með að útskýra afstöðu sína fyrir Hallgrími Helgasyni og fleirum.Árni segir að BF fái fyrstu verðlaun fyrir „demonstratífa pólitík í þessu máli, en ef þú skoðar ferilinn fær Samfó fullt hús fyrir efnislega pólitík.“ Stjórnarandstaðan átti víða í vök að verjast í netheimum í gærkvöldi, vegna þessa máls. Einkum stóð Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati í ströngu. Heiða B Heiðars, auglýsingastjóri Stundarinnar, talar fyrir hönd fjölmargra sem urðu fyrir verulegum vonbrigðum með þá þrjá Pírata sem nú sitja á þingi. „Af öllu því sem mér þykir vont við að Píratar skyldu sitja hjá við atkvæðagreiðslu Búvörusamnings í gær er verst réttlætingin um að þau voru hvort sem er ekkert að fara að fella samninginn.“Meintur popúlismi BFOg á Pírataspjallinu hefur farið fram mikil umræða um þetta afstöðuleysi þingmannanna, þar sem þeir eru spurðir: Kæru þingmenn Pírata. Getið þið útskýrt hvað í ósköpunum þið voruð að pæla með að sitja hjá í atkvæðagreiðslum um Búvörusamningana. Nú er tími til að leiða okkur hin í ljósið hvað varðar þetta mál,“ skrifar Bogi Reynisson.Helgi Hrafn stóð í ströngu í gærkvöldi við að gera grein fyrir atkvæði sínu, eða öllu heldur ekki atkvæði sínu, í netheimum.Helgi Hrafn tekur til máls, en hann fór reyndar um víðan völl í netheimum til að útskýra afstöðu Píratana. „Við þurfum að þekkja afleiðingar gjörða okkar. Við vitum ekkert hvað eigi að taka við án þessa kerfis, öfugt við t.d. stjórnarskrá og kvótakerfið þar sem við höfum frumvarp stjórnlagaráðs og uppboðsleiðir sem valkosti við gildandi kerfi. Það hefur ekki verið stungið upp á neinu öðru til að taka á móti landbúnaðinum ef þetta kerfi yrði afnumið á einu bretti og við tökum ekki ákvarðanir blint um stærstu kerfi hagkerfisins. Við þurfum að vita hvað við erum að gera og það er bara mjög langt frá því að vera ljóst hvað eigi að taka við af búvörusamningunum, þótt vissulega sé þess virði að reyna að finna eitthvað annað. Væntanlega þarf t.d. aðlögunartíma, bara sem einfalt atriði. En hvernig sem á málið er litið, þá hefði það verið meira hugleysi að greiða atkvæði gegn þessu í einhverjum popúlisma án þess að vita afleiðingar gjörða sinna.Samningar um óbreytt ástandHér gefur Helgi Hrafn það til kynna að afstaða Bjartrar framtíðar jaðri við popúlisma. En, fólk vill ekki og getur ekki skilið hvernig það má vera að ekki sé greitt atkvæði gegn öðru eins og þessu. Óttarr Proppé, formaður BF, virðist hins vegar, ef marka má tóninn í Facebook-hernum, vera með öll tromp á hendi.Björt vill nýta byrinn.visir/pjetur„Þessir samningar eru samningar um óbreytt ástand, þetta eru samningar fyrir gamla Ísland, þetta eru samningar sem hækka tolla á osta, þetta eru samningar þar sem verðsamráði er viðhaldið og þetta eru samningar þar sem gömlu flokkarnir ríghalda í að stjórna,“ sagði Björt Ólafsdóttir við atkvæðaskýringar í dag. Þingflokkur Bjartrar framtíðar greiddi atkvæði gegn samningnum enda telja þingmenn flokksins að hægt hefði verið að vinna búvörusamninga miklu betur og í sátt allra hagsmunaaðila, sem taki tillit til hagsmuna bænda jafnt sem neytenda.“ Björt Ólafsdóttir þingmaður BF vill nýta sér byrinn á sinni Fb-síðu: „Spurt er um sérstöðu Bjartrar Framtíðar. Hún kom bersýnilega í ljós við afgreiðslu Búvörusamninga í gær. Við vorum eini flokkurinn sem sagði nei. Munurinn á okkur og hinum er mér mjög augljós sem sit í þingsal og hlusta á málflutning flokkana. Byrjum á Vinstri grænum. Björt Framtíð lagði fram frávísunartillögu á lög um Búvörusamninga í nafni kerfisbreytinga, hagsmuna almennings OG hagsmuna bænda.Hallgrímur er reiður, svekktur og sár vegna samþykktar búvörusamningsins í gær.visir/valliVinstri græn lögðu fram frávísunartillögu á Tollasamning við ESB sem eykur valfrelsi neytenda og lækkar verð. Það var gert vegna hræðslu við sýkingar (öðru nafni Toxoplasma) og mikilvægi þess að hafa vit fyrir fólki. Þarna er munurinn.“Meirihlutinn ber ábyrgð á málinuUmræða geisar um þetta einnig á Facebook-síðu Svandísar Svavarsdóttur þingmanns Vg. Svandís útskýrir sinn þátt í málinu á eftirfarandi hátt: „Vegna þess að það er lögbundið að gera búvörusamning. Rétt eins og það á að leggja fram fjárlagafrumvarp. Þess vegna greiðum við ekki atkvæði en meirihlutinn ber ábyrgð á málinu. Við komum hins vegar jákvæðum breytingum til leiðar og studdum þær.“ Hvað sem öðru líður er víst að málið hefur skapað ringulreið meðal þeirra sem telja sig til stjórnarandstöðu. Það verður svo bara að koma í ljós hvort Björt framtíð mun njóta þess í komandi kosningum. Hallgrímur Helgason rithöfundur er í áfalli og ritar langan pistil um málið á sína Facebook-síðu. Hann segist í pólitísku áfalli og gefur ekki mikið fyrir afsakanir Svandísar og Árna Páls. „Hvað á maður að kjósa í komandi kosningum???? HJÁLP!!!“ segir Hallgrímur.
Búvörusamningar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira