Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2016 19:15 Sauðfjárbóndi á sunnanverðum Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi á sama svæði segist heldur ekki koma vel út og kvartar undan óvæginni umræðu „sérfræðinganna" fyrir sunnan. Á Núpi á Berufjarðarströnd reka hjónin Vilborg Friðriksdóttir og Björgvin Gunnarsson eitt nythæsta kúabú landsins með um eitthundrað mjólkandi kúm en eru jafnframt með sauðfé. Þau hafa reiknað út áhrif nýja búvörusamningsins: „Við settum inn í reiknilíkan okkar rekstur og það er ekkert að koma vel út úr þessum nýja samningi,“ segir Björgvin. Hann segir þetta bæði eiga við um sauðfjár- og kúahlutann. Í Fossárdal við Berufjörð reka hjónin Guðný Gréta Eyþórsdóttir og Hafliði Sævarsson eitt af stærri sauðfjárbúum Austurlands með um sexhundruð fjár. Þau hlutu landbúnaðarverðlaunin fyrir tveimur árum fyrir fyrirmyndarbúskap en sjá nú fram á versnandi hag. „Við höfum ekki þurft að kvarta núna allra síðustu ár en með nýjum samningum munu tekjurnar hjá okkur lækka verulega þegar líður á samningstímann,“ segir Hafliði. Bændurnir í Fossárdal við Berufjörð, Hafliði Sævarsson og Guðný Gréta Eyþórsdóttir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Spurð hvort þetta ógni byggðinni svarar Guðný Gréta: „Örugglega einhversstaðar á landinu. En maður veit ekkert hvað verður í framtíðinni,“ segir hún. „Það fer allt eftir því hvort tekst að selja kjötið okkar erlendis á mörkuðum, - borgandi mörkuðum,“ segir Hafliði. Á Berufjarðarströnd finnst bændum umræðan ósanngjörn. „Mér finnst umræðan stundum óvægin á köflum. Mér finnst þeir ekki nógu öflugir, okkar menn, að svara fyrir okkur. Við kannski þurfum að gera það bara sjálfir,“ segir Björgvin á Núpi og bætir við: „Það er svo mikið af svona sérfræðingum sem geta talað um allt, þó að þeir hafi ekkert vit á því. Þeir safnast ótrúlega oft þarna fyrir sunnan. Of oft, held ég.“ Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. 14. september 2016 17:30 Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38 „Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33 Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Sauðfjárbóndi á sunnanverðum Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi á sama svæði segist heldur ekki koma vel út og kvartar undan óvæginni umræðu „sérfræðinganna" fyrir sunnan. Á Núpi á Berufjarðarströnd reka hjónin Vilborg Friðriksdóttir og Björgvin Gunnarsson eitt nythæsta kúabú landsins með um eitthundrað mjólkandi kúm en eru jafnframt með sauðfé. Þau hafa reiknað út áhrif nýja búvörusamningsins: „Við settum inn í reiknilíkan okkar rekstur og það er ekkert að koma vel út úr þessum nýja samningi,“ segir Björgvin. Hann segir þetta bæði eiga við um sauðfjár- og kúahlutann. Í Fossárdal við Berufjörð reka hjónin Guðný Gréta Eyþórsdóttir og Hafliði Sævarsson eitt af stærri sauðfjárbúum Austurlands með um sexhundruð fjár. Þau hlutu landbúnaðarverðlaunin fyrir tveimur árum fyrir fyrirmyndarbúskap en sjá nú fram á versnandi hag. „Við höfum ekki þurft að kvarta núna allra síðustu ár en með nýjum samningum munu tekjurnar hjá okkur lækka verulega þegar líður á samningstímann,“ segir Hafliði. Bændurnir í Fossárdal við Berufjörð, Hafliði Sævarsson og Guðný Gréta Eyþórsdóttir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Spurð hvort þetta ógni byggðinni svarar Guðný Gréta: „Örugglega einhversstaðar á landinu. En maður veit ekkert hvað verður í framtíðinni,“ segir hún. „Það fer allt eftir því hvort tekst að selja kjötið okkar erlendis á mörkuðum, - borgandi mörkuðum,“ segir Hafliði. Á Berufjarðarströnd finnst bændum umræðan ósanngjörn. „Mér finnst umræðan stundum óvægin á köflum. Mér finnst þeir ekki nógu öflugir, okkar menn, að svara fyrir okkur. Við kannski þurfum að gera það bara sjálfir,“ segir Björgvin á Núpi og bætir við: „Það er svo mikið af svona sérfræðingum sem geta talað um allt, þó að þeir hafi ekkert vit á því. Þeir safnast ótrúlega oft þarna fyrir sunnan. Of oft, held ég.“
Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. 14. september 2016 17:30 Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38 „Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33 Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09
Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57
Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. 14. september 2016 17:30
Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38
„Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33
Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54