Höddi Magg um ákvörðun Óla Jóh: "Er enn þá árið 1985?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. september 2016 12:00 Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, var í fyrsta sinn í byrjunarliði í efstu deild í gærkvöldi þegar Ólafur Jóhannesson valdi strákinn unga og efnilega fram yfir tvo danska atvinnumenn í stórleik 19. umferðar Pepsi-deildarinnar gegn Breiðabliki í gærkvöldi. Sveinn Aron átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en fékk gott færi eftir laglegan einleik snemma í þeim síðari og var hársbreidd frá því að skora sitt fyrsta mark. Fyrir leikinn í gær var hann þrisvar sinnum búinn að koma inn á síðan hann gekk í raðir Vals í sumarglugganum. „Mér fannst hann standa sig alveg ágætlega. Hann var svolítið týndur í fyrri hálfleik en þarna sýnir hann frábær tilþrif,“ sagði Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsi-markanna, um Svein Aron og færið hans. Eftir leikinn sóttist Stöð 2 Sport, eins og allir aðrir fjölmiðlar á leiknum, eftir því að fá viðtal við Svein Aron en Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, tók fyrir það eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi.„Okkur langaði að tala við Svein Aron eftir leik en Óli Jóh bannaði okkur að tala við hann. Ég meina, Óli er búinn að vera landsliðsþjálfari og svona, það er ekki enn þá árið 1985, er það? Af hverju má hann ekki koma í viðtal?“ sagði Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna. „Þarf að passa svona upp á leikmenn?“ sagði Hjörtur og Hjörvar Hafliðason skildi ekki alveg ákvörðunina. „Ég held að Óli þurfi að svara því. Sveinn er mjög klár drengur.“ Hörður Magnússon hafði lítinn húmor fyrir þessari ákvörðun síns gamla þjálfara og spurði: „Finnst ykkur þetta ekki hallærislegt?“ „Jú, þetta er það. Við sáum að KR-ingarnir gerðu þetta á síðustu leiktíð þegar þeir drógu Gary Martin í burtu en Sveinn er mjög skýr strákur og ég held að hann hefði ekki sagt neina vitleysu og komist vel frá sínu. Það er gaman þegar ungir leikmenn fá tækifæri,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Besta færi Sveins Arons í leiknum og umræðuna um viðtalsbannið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þjálfarinn vildi ekki að Sveinn Aron færi í viðtöl Sveinn Aron Guðjohnsen lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Val í Pepsi-deild karla í kvöld. 15. september 2016 23:17 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 0-3 | Blikar stöðvuðu sjóðheita Valsmenn Valsmenn þurftu að sætta sig við 0-3 tap gegn Blikum á heimavelli í kvöld en þetta var fyrsta tap Valsmanna í rúman mánuð. 15. september 2016 22:45 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, var í fyrsta sinn í byrjunarliði í efstu deild í gærkvöldi þegar Ólafur Jóhannesson valdi strákinn unga og efnilega fram yfir tvo danska atvinnumenn í stórleik 19. umferðar Pepsi-deildarinnar gegn Breiðabliki í gærkvöldi. Sveinn Aron átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en fékk gott færi eftir laglegan einleik snemma í þeim síðari og var hársbreidd frá því að skora sitt fyrsta mark. Fyrir leikinn í gær var hann þrisvar sinnum búinn að koma inn á síðan hann gekk í raðir Vals í sumarglugganum. „Mér fannst hann standa sig alveg ágætlega. Hann var svolítið týndur í fyrri hálfleik en þarna sýnir hann frábær tilþrif,“ sagði Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsi-markanna, um Svein Aron og færið hans. Eftir leikinn sóttist Stöð 2 Sport, eins og allir aðrir fjölmiðlar á leiknum, eftir því að fá viðtal við Svein Aron en Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, tók fyrir það eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi.„Okkur langaði að tala við Svein Aron eftir leik en Óli Jóh bannaði okkur að tala við hann. Ég meina, Óli er búinn að vera landsliðsþjálfari og svona, það er ekki enn þá árið 1985, er það? Af hverju má hann ekki koma í viðtal?“ sagði Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna. „Þarf að passa svona upp á leikmenn?“ sagði Hjörtur og Hjörvar Hafliðason skildi ekki alveg ákvörðunina. „Ég held að Óli þurfi að svara því. Sveinn er mjög klár drengur.“ Hörður Magnússon hafði lítinn húmor fyrir þessari ákvörðun síns gamla þjálfara og spurði: „Finnst ykkur þetta ekki hallærislegt?“ „Jú, þetta er það. Við sáum að KR-ingarnir gerðu þetta á síðustu leiktíð þegar þeir drógu Gary Martin í burtu en Sveinn er mjög skýr strákur og ég held að hann hefði ekki sagt neina vitleysu og komist vel frá sínu. Það er gaman þegar ungir leikmenn fá tækifæri,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Besta færi Sveins Arons í leiknum og umræðuna um viðtalsbannið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þjálfarinn vildi ekki að Sveinn Aron færi í viðtöl Sveinn Aron Guðjohnsen lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Val í Pepsi-deild karla í kvöld. 15. september 2016 23:17 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 0-3 | Blikar stöðvuðu sjóðheita Valsmenn Valsmenn þurftu að sætta sig við 0-3 tap gegn Blikum á heimavelli í kvöld en þetta var fyrsta tap Valsmanna í rúman mánuð. 15. september 2016 22:45 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Þjálfarinn vildi ekki að Sveinn Aron færi í viðtöl Sveinn Aron Guðjohnsen lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Val í Pepsi-deild karla í kvöld. 15. september 2016 23:17
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 0-3 | Blikar stöðvuðu sjóðheita Valsmenn Valsmenn þurftu að sætta sig við 0-3 tap gegn Blikum á heimavelli í kvöld en þetta var fyrsta tap Valsmanna í rúman mánuð. 15. september 2016 22:45