Líkur á bankakreppu í Kína hafa aukist til muna Birgir Olgeirsson skrifar 18. september 2016 22:02 Álagið á kínverska bankakerfið sagt þrefalt yfir hættumörkum. Líkur á bankakreppu í Kína hafa aukist til muna að mati Alþjóðagreiðslubankans í Basel (BIS). Bankinn segir frá þessu í ársfjórðungsúttekt sinni en þar kemur fram að álagið á kínverska bankakerfið sé þrefalt yfir hættumörkum þegar skuldir eru bornar saman við verga landsframleiðslu. Á fyrsta ársfjórðungnum í ár var bilið 30,1 en hættumörkin miðast við 10. Fyrir ári síðan var bilið í Kína 25,4. Alþjóðagreiðslubankinn reiknar þetta bil með því að horfa til útlána í samhengi við stærð efnahagskerfisins. Þegar mikill munur er á milli þessara tveggja þátta telur Alþjóðagreiðslubankinn miklar líkur á bankakreppu. Alþjóðagreiðslubankinn í BAsel var stofnaður árið 1930 og er elsta alþjóðlega fjármálastofnunin í heimi. Hann er í eigu fjölmargra banka og er í senn banki seðlabankanna og sagður mikilvæg rannsókna- og greiningastofnun á sviðum sem lúta að starfsemi seðlabanka, ekki síst peningamálum og varðandi fjármálastöðugleika. Sjá nánar á vef Seðlabanka Íslands hér. Í ársfjórðungsuppgjöri bankans kemur fram að það hafi komið mörgum á óvart hversu fljótt markaðir náðu að jafna sig á ákvörðun Breta að yfirgefa Evrópusambandið. „Í ljósi þeirrar pólitísku og efnahagslegu óvissu sem fylgdi þessari þjóðaratkvæðagreiðslu,“ er haft eftir Claudio Borio hjá Alþjóðagreiðslubankanum á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hann varar hins vegar við því að alþjóðamarkaðir séu enn í viðkvæmir vegna Brexit. Brexit Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Líkur á bankakreppu í Kína hafa aukist til muna að mati Alþjóðagreiðslubankans í Basel (BIS). Bankinn segir frá þessu í ársfjórðungsúttekt sinni en þar kemur fram að álagið á kínverska bankakerfið sé þrefalt yfir hættumörkum þegar skuldir eru bornar saman við verga landsframleiðslu. Á fyrsta ársfjórðungnum í ár var bilið 30,1 en hættumörkin miðast við 10. Fyrir ári síðan var bilið í Kína 25,4. Alþjóðagreiðslubankinn reiknar þetta bil með því að horfa til útlána í samhengi við stærð efnahagskerfisins. Þegar mikill munur er á milli þessara tveggja þátta telur Alþjóðagreiðslubankinn miklar líkur á bankakreppu. Alþjóðagreiðslubankinn í BAsel var stofnaður árið 1930 og er elsta alþjóðlega fjármálastofnunin í heimi. Hann er í eigu fjölmargra banka og er í senn banki seðlabankanna og sagður mikilvæg rannsókna- og greiningastofnun á sviðum sem lúta að starfsemi seðlabanka, ekki síst peningamálum og varðandi fjármálastöðugleika. Sjá nánar á vef Seðlabanka Íslands hér. Í ársfjórðungsuppgjöri bankans kemur fram að það hafi komið mörgum á óvart hversu fljótt markaðir náðu að jafna sig á ákvörðun Breta að yfirgefa Evrópusambandið. „Í ljósi þeirrar pólitísku og efnahagslegu óvissu sem fylgdi þessari þjóðaratkvæðagreiðslu,“ er haft eftir Claudio Borio hjá Alþjóðagreiðslubankanum á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hann varar hins vegar við því að alþjóðamarkaðir séu enn í viðkvæmir vegna Brexit.
Brexit Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira