Framtíðin er þeirra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2016 06:00 Haukur Helgi Pálsson og Kristófer Acox fallast í faðma eftir að lokaflautið gall í Laugardalshöllinni á laugardaginn. mynd/bára dröfn kristinsdóttir „Þetta er frábær tilfinning. Hún var góð síðast en að gera þetta tvisvar í röð er mjög sérstakt,“ sagði reynsluboltinn Jón Arnór Stefánsson eftir að Ísland tryggði sér farseðilinn á annað Evrópumótið í röð. Íslensku strákarnir unnu frábæran sigur, 74-68, á sterku liði Belga frammi fyrir troðfullri Laugardalshöll á laugardaginn. Reikningsmeistarar Körfuknattleikssambandsins voru reyndar búnir að finna út að Ísland mætti tapa með 16 stiga mun og kæmist samt áfram. En það vissu strákarnir ekki. Þeir vildu og ætluðu að vinna leikinn. „Við fórum í þennan leik til að vinna hann. Við fengum ekki að vita nein úrslit fyrir leikinn. Þeir eru með hörkulið og það sýnir mikinn andlegan styrk að vinna þá,“ sagði Jón Arnór sem var á annarri löppinni í undankeppninni. „Það er gaman að sjá hvernig ungu strákarnir í liðinu hafa stigið upp og dregið vagninn. Það er mjög gott því ég hef verið í lélegu standi,“ sagði Jón ArnórErfitt í upphafi Hann, líkt og fleiri leikmenn í íslenska liðinu, átti erfitt uppdráttar í sókninni framan af leik. Eftir fyrsta leikhluta var skotnýting Íslands einungis 18,2 prósent og aðeins þrír leikmenn komnir á blað. Jón Arnór klikkaði á fyrstu átta skotunum sínum og íslenska liðið lenti mest 14 stigum undir, 15-29, snemma í öðrum leikhluta. Íslensku strákarnir hittu skelfilega en voru duglegir að koma sér á vítalínuna. Alls komu 13 af 34 stigum Íslands í fyrri hálfleik úr vítum. Þrátt fyrir erfiða stöðu brotnaði íslenska liðið ekki, hélt áfram að berjast í vörninni og fór að minnka muninn. Kristófer Acox jafnaði metin í 34-34 af vítalínunni en Belgar áttu lokaorðið í fyrri hálfleik þegar þeir settu niður flautuþrist. Hann var þó aðeins kinnhestur en ekki rothögg. Í seinni hálfleik spilaði íslenska liðið svo frábærlega og landaði sex stiga sigri, 74-68, á liði sem fór í 16-liða úrslit á síðasta EM.grafík/fréttablaðiðGreip tækifærið með báðum „Fyrri hálfleikurinn á móti Sviss og seinni hálfleikurinn gegn Belgíu eru tveir bestu hálfleikir sem ég hef séð landsliðið spila,“ sagði ein af hetjum íslenska liðsins, Martin Hermannsson. Martin, sem fagnaði 22 ára afmæli sínu á föstudaginn, byrjaði alla sex leikina í undankeppninni og tók stærra hlutverki og aukinni ábyrgð fagnandi. Strákurinn er algjörlega óttalaus og gríðarlega þroskaður miðað við aldur. Yfirvegunin er mikil og það er sjaldan sem Martin tekur illa ígrunduð skot eða slæmar ákvarðanir. Martin var stigahæstur í íslenska liðinu á laugardaginn með 18 stig auk þess sem hann tók þrjú fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal boltanum tvisvar sinnum. Þá var skotnýtingin frábær, eða 77,8 prósent. Martin var ekki eini ungi KR-ingurinn sem lét að sér kveða í undankeppninni því áðurnefndur Kristófer Acox kom eins og stormsveipur inn í íslenska liðið. Kristófer var með 6,0 stig og 4,7 fráköst að meðaltali í undankeppninni, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 15 mínútur að meðaltali í leik. „Hann hefur komið frábærlega inn í þetta,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði landsliðsins, um nýja félaga sinn undir körfunni. „Hann er mjög sérstök týpa í íslenskum körfubolta, mikill íþróttamaður og það er gaman að spila með honum. Þetta er góður drengur og framtíðin er hans.“ Kristófer skilaði ekki einungis flottum tölum heldur sendu troðslur hans í heimaleikjunum gegn Kýpur og Belgíu sterk skilaboð og kveiktu í áhorfendum. „Ég fékk smá nasaþef af þessu á Smáþjóðaleikunum í fyrra en það er geðveikt að spila svona alvöru leiki í fullri höll,“ sagði Kristófer eftir leik. Hann fékk ekki leyfi frá Furman-háskólanum til að fara með á EM í fyrra en hann ætlar að vera með að ári. „Það er ekkert annað í stöðunni, þetta er geðveikt. Ég er bara orðlaus,“ bætti Kristófer við.Björt framtíð Eins og Hlynur sagði er framtíðin Kristófers og framtíðin í íslenska landsliðinu virðist björt. Elvar Már Friðriksson spilaði minna en Martin og Kristófer í undankeppninni en skilaði góðu verki á báðum endum vallarins. Miðherjinn hávaxni Tryggvi Snær Hlinason er í mikilli framför og handan við hornið bíða fleiri strákar úr U-20 ára liðinu sem vann sér sæti í A-deild Evrópumótsins í sumar. Þá eru lykilmenn eins og Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson á góðum aldri. Og þeir sem eldri eru hafa lítið gefið eftir. Það eru því spennandi tímar fram undan í íslenskum körfubolta. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
„Þetta er frábær tilfinning. Hún var góð síðast en að gera þetta tvisvar í röð er mjög sérstakt,“ sagði reynsluboltinn Jón Arnór Stefánsson eftir að Ísland tryggði sér farseðilinn á annað Evrópumótið í röð. Íslensku strákarnir unnu frábæran sigur, 74-68, á sterku liði Belga frammi fyrir troðfullri Laugardalshöll á laugardaginn. Reikningsmeistarar Körfuknattleikssambandsins voru reyndar búnir að finna út að Ísland mætti tapa með 16 stiga mun og kæmist samt áfram. En það vissu strákarnir ekki. Þeir vildu og ætluðu að vinna leikinn. „Við fórum í þennan leik til að vinna hann. Við fengum ekki að vita nein úrslit fyrir leikinn. Þeir eru með hörkulið og það sýnir mikinn andlegan styrk að vinna þá,“ sagði Jón Arnór sem var á annarri löppinni í undankeppninni. „Það er gaman að sjá hvernig ungu strákarnir í liðinu hafa stigið upp og dregið vagninn. Það er mjög gott því ég hef verið í lélegu standi,“ sagði Jón ArnórErfitt í upphafi Hann, líkt og fleiri leikmenn í íslenska liðinu, átti erfitt uppdráttar í sókninni framan af leik. Eftir fyrsta leikhluta var skotnýting Íslands einungis 18,2 prósent og aðeins þrír leikmenn komnir á blað. Jón Arnór klikkaði á fyrstu átta skotunum sínum og íslenska liðið lenti mest 14 stigum undir, 15-29, snemma í öðrum leikhluta. Íslensku strákarnir hittu skelfilega en voru duglegir að koma sér á vítalínuna. Alls komu 13 af 34 stigum Íslands í fyrri hálfleik úr vítum. Þrátt fyrir erfiða stöðu brotnaði íslenska liðið ekki, hélt áfram að berjast í vörninni og fór að minnka muninn. Kristófer Acox jafnaði metin í 34-34 af vítalínunni en Belgar áttu lokaorðið í fyrri hálfleik þegar þeir settu niður flautuþrist. Hann var þó aðeins kinnhestur en ekki rothögg. Í seinni hálfleik spilaði íslenska liðið svo frábærlega og landaði sex stiga sigri, 74-68, á liði sem fór í 16-liða úrslit á síðasta EM.grafík/fréttablaðiðGreip tækifærið með báðum „Fyrri hálfleikurinn á móti Sviss og seinni hálfleikurinn gegn Belgíu eru tveir bestu hálfleikir sem ég hef séð landsliðið spila,“ sagði ein af hetjum íslenska liðsins, Martin Hermannsson. Martin, sem fagnaði 22 ára afmæli sínu á föstudaginn, byrjaði alla sex leikina í undankeppninni og tók stærra hlutverki og aukinni ábyrgð fagnandi. Strákurinn er algjörlega óttalaus og gríðarlega þroskaður miðað við aldur. Yfirvegunin er mikil og það er sjaldan sem Martin tekur illa ígrunduð skot eða slæmar ákvarðanir. Martin var stigahæstur í íslenska liðinu á laugardaginn með 18 stig auk þess sem hann tók þrjú fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal boltanum tvisvar sinnum. Þá var skotnýtingin frábær, eða 77,8 prósent. Martin var ekki eini ungi KR-ingurinn sem lét að sér kveða í undankeppninni því áðurnefndur Kristófer Acox kom eins og stormsveipur inn í íslenska liðið. Kristófer var með 6,0 stig og 4,7 fráköst að meðaltali í undankeppninni, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 15 mínútur að meðaltali í leik. „Hann hefur komið frábærlega inn í þetta,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði landsliðsins, um nýja félaga sinn undir körfunni. „Hann er mjög sérstök týpa í íslenskum körfubolta, mikill íþróttamaður og það er gaman að spila með honum. Þetta er góður drengur og framtíðin er hans.“ Kristófer skilaði ekki einungis flottum tölum heldur sendu troðslur hans í heimaleikjunum gegn Kýpur og Belgíu sterk skilaboð og kveiktu í áhorfendum. „Ég fékk smá nasaþef af þessu á Smáþjóðaleikunum í fyrra en það er geðveikt að spila svona alvöru leiki í fullri höll,“ sagði Kristófer eftir leik. Hann fékk ekki leyfi frá Furman-háskólanum til að fara með á EM í fyrra en hann ætlar að vera með að ári. „Það er ekkert annað í stöðunni, þetta er geðveikt. Ég er bara orðlaus,“ bætti Kristófer við.Björt framtíð Eins og Hlynur sagði er framtíðin Kristófers og framtíðin í íslenska landsliðinu virðist björt. Elvar Már Friðriksson spilaði minna en Martin og Kristófer í undankeppninni en skilaði góðu verki á báðum endum vallarins. Miðherjinn hávaxni Tryggvi Snær Hlinason er í mikilli framför og handan við hornið bíða fleiri strákar úr U-20 ára liðinu sem vann sér sæti í A-deild Evrópumótsins í sumar. Þá eru lykilmenn eins og Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson á góðum aldri. Og þeir sem eldri eru hafa lítið gefið eftir. Það eru því spennandi tímar fram undan í íslenskum körfubolta.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira