Birtu myndband af því þegar lögreglan skaut svartan mann til bana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2016 22:38 Skjáskot úr myndbandinu sem birt var í dag. VÍSIR/SKJÁSKOT Lögreglan í Tulsa í Oklahoma birti í dag myndband og hljóðupptökur af því þegar lögreglumaður skaut svartan mann til bana í borginni síðastliðinn föstudag. Maðurinn, sem hét Terrence Crutcher, var óvopnaður en í fréttum fyrir helgi sögðu lögregluyfirvöld að hann skotið hefði verið á hann því hann neitaði að fylgja fyrirmælum lögreglu, til að mynda um að setja hendur upp í loft. Á myndbandinu sem birt var í dag sést hins vegar greinilega að Crutcher setur hendurnar upp í loft. Hann fær svo rafstuð úr rafbyssu áður en hann er skotinn. Crutcher lést á sjúkrahúsi af sárum sínum síðar um daginn. Í gær fékk fjölskylda Crutcher sem og nokkrir aðrir aðilar, þar á meðal prestur í Tulsa að nafni Ray Owens. Í viðtali við vefmiðilinn Mic segir Owens að myndbandið af Crutcher og lögreglumönnunum sé eitt það versta sem hann hafi séð. „Maðurinn er að labba í áttina frá lögreglumönnunum með hendur upp í loft. Fyrir mér sýnir það að það stafar engin ógn af honum,“ segir Owens. Presturinn hefur þekkt Crutcher-fjölskylduna. Hann segir viðbrögð lögreglunnar til skammar. „Viðbrögð lögreglunnar þegar maðurinn er kominn í götuna... Það leið meira en mínúta áður en þeir fóru að huga að honum og kalla eftir læknisaðstoð. Lögreglan virtist ekki vera mikið að spá í því.“ Myndbandið má sjá hér að neðan en vert er að vara viðkvæma við því. Black Lives Matter Tengdar fréttir Fallið frá öllum ákærum vegna dauða Freddie Gray Saksóknari hélt eldræðu þegar þetta var tilkynnt í dag en hún segir niðurstöðuna pínlega. 27. júlí 2016 21:42 Mótmæli í Milwaukee eftir að lögreglumaður skaut vegfaranda til bana Mótmælendur skutu af byssum, köstuðu múrsteinum og kveiktu í bensínstöð í Milwaukee í Wisconsin í Bandaríkjunum í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að lögreglumaður skaut vopnaðan vegfaranda til bana í borginni. 14. ágúst 2016 09:28 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Lögreglan í Tulsa í Oklahoma birti í dag myndband og hljóðupptökur af því þegar lögreglumaður skaut svartan mann til bana í borginni síðastliðinn föstudag. Maðurinn, sem hét Terrence Crutcher, var óvopnaður en í fréttum fyrir helgi sögðu lögregluyfirvöld að hann skotið hefði verið á hann því hann neitaði að fylgja fyrirmælum lögreglu, til að mynda um að setja hendur upp í loft. Á myndbandinu sem birt var í dag sést hins vegar greinilega að Crutcher setur hendurnar upp í loft. Hann fær svo rafstuð úr rafbyssu áður en hann er skotinn. Crutcher lést á sjúkrahúsi af sárum sínum síðar um daginn. Í gær fékk fjölskylda Crutcher sem og nokkrir aðrir aðilar, þar á meðal prestur í Tulsa að nafni Ray Owens. Í viðtali við vefmiðilinn Mic segir Owens að myndbandið af Crutcher og lögreglumönnunum sé eitt það versta sem hann hafi séð. „Maðurinn er að labba í áttina frá lögreglumönnunum með hendur upp í loft. Fyrir mér sýnir það að það stafar engin ógn af honum,“ segir Owens. Presturinn hefur þekkt Crutcher-fjölskylduna. Hann segir viðbrögð lögreglunnar til skammar. „Viðbrögð lögreglunnar þegar maðurinn er kominn í götuna... Það leið meira en mínúta áður en þeir fóru að huga að honum og kalla eftir læknisaðstoð. Lögreglan virtist ekki vera mikið að spá í því.“ Myndbandið má sjá hér að neðan en vert er að vara viðkvæma við því.
Black Lives Matter Tengdar fréttir Fallið frá öllum ákærum vegna dauða Freddie Gray Saksóknari hélt eldræðu þegar þetta var tilkynnt í dag en hún segir niðurstöðuna pínlega. 27. júlí 2016 21:42 Mótmæli í Milwaukee eftir að lögreglumaður skaut vegfaranda til bana Mótmælendur skutu af byssum, köstuðu múrsteinum og kveiktu í bensínstöð í Milwaukee í Wisconsin í Bandaríkjunum í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að lögreglumaður skaut vopnaðan vegfaranda til bana í borginni. 14. ágúst 2016 09:28 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Fallið frá öllum ákærum vegna dauða Freddie Gray Saksóknari hélt eldræðu þegar þetta var tilkynnt í dag en hún segir niðurstöðuna pínlega. 27. júlí 2016 21:42
Mótmæli í Milwaukee eftir að lögreglumaður skaut vegfaranda til bana Mótmælendur skutu af byssum, köstuðu múrsteinum og kveiktu í bensínstöð í Milwaukee í Wisconsin í Bandaríkjunum í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að lögreglumaður skaut vopnaðan vegfaranda til bana í borginni. 14. ágúst 2016 09:28