Bíó og sjónvarp

InnSæi frumsýnd á RIFF: Hlustaðu á titillagið í flutningi Högna í Hjaltalín

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Högni Egilsson syngur titillag kvikmyndarinnar InnSæi.
Högni Egilsson syngur titillag kvikmyndarinnar InnSæi.
Heimildarmyndin InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður frumsýnd á Íslandi á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, þann 6. október næstkomandi.

Myndin er í flokknum „Ísland í brennidepli“ á hátíðinni en RIFF er nú haldin í 13. sinn og fer fram í Bíó Paradís og Háskólabíó dagana 29. september til 9. október. Frumsýning InnSæi verður í Háskólabíó og í framhaldi verður myndin tekin til sýninga í Bíó Paradís.

Innsæi var heimsfrumsýnd í Berlín í júní og standa sýningar enn yfir í um það bil þrjátíu kvikmyndahúsum um allt Þýskaland. Tónlistarsköpun myndarinnar er í höndum Úlfs Eldjárn tónskálds og hefur hún verið gefin út á netinu.

Titillag myndarinnar, InnSæi/Sea Within, er hins vegar samið og flutt af Högna Egilssyni, sem er ef til vill best þekktur sem söngvari Hjaltalín og GusGus, en hefur þó einnig verið að vinna í sólóferli sínum. Lagið er frumflutt hér á Vísi og má hlusta á það hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×